Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:47 Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segjast ítrekað hafa bent Þjóðskrá á mistök við framkvæmd undirskriftarsöfnunarinnar en þau hafi ekki verið leiðrétt. Undirskriftasöfnunin er fyrir íbúakosningu vegna deiliskipulags við Stekkjabakka. Samtökin ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum Elliðaárdal. Í tilkynningu segir að kæran byggist á því að ítrekað hafi komið í ljós að þýðið, þ.e. þeir sem mega undirrita, sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni sé vitlaust. Þjóðskrá beri ábyrgð á því samkvæmt lögum. Fyrst hafi komið í ljós 14. febrúar síðastliðinn að póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki höfð inni í þýðinu. „Hollvinasmtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn,“ segir í tilkynningu. Hollvinasamtökin segjast í kjölfarið hafa farið fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum. Fresturinn yrði jafnlangur þeim tíma sem þýðið var vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því, að sögn samtakanna. „Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er enn þá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni. Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneysisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.“ Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti voru gerðar breytingar á póstnúmerum 1. október síðastliðinn. Með breytingunum varð póstnúmer 161, fyrir dreifbýli fyrir ofan Norðlingaholt, að póstnúmeri 110. Eins og staðan er nú er undirskriftalistinn opinn til 28. febrúar næstkomandi. Safnast hafa yfir níu þúsund undirskriftir. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segjast ítrekað hafa bent Þjóðskrá á mistök við framkvæmd undirskriftarsöfnunarinnar en þau hafi ekki verið leiðrétt. Undirskriftasöfnunin er fyrir íbúakosningu vegna deiliskipulags við Stekkjabakka. Samtökin ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum Elliðaárdal. Í tilkynningu segir að kæran byggist á því að ítrekað hafi komið í ljós að þýðið, þ.e. þeir sem mega undirrita, sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni sé vitlaust. Þjóðskrá beri ábyrgð á því samkvæmt lögum. Fyrst hafi komið í ljós 14. febrúar síðastliðinn að póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki höfð inni í þýðinu. „Hollvinasmtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn,“ segir í tilkynningu. Hollvinasamtökin segjast í kjölfarið hafa farið fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum. Fresturinn yrði jafnlangur þeim tíma sem þýðið var vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því, að sögn samtakanna. „Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er enn þá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni. Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneysisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.“ Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti voru gerðar breytingar á póstnúmerum 1. október síðastliðinn. Með breytingunum varð póstnúmer 161, fyrir dreifbýli fyrir ofan Norðlingaholt, að póstnúmeri 110. Eins og staðan er nú er undirskriftalistinn opinn til 28. febrúar næstkomandi. Safnast hafa yfir níu þúsund undirskriftir. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30