Markaðsstarf er besta fjárfestingin Jóhannes Þór Skúlason skrifar 24. febrúar 2020 07:00 Í vikunni steig menntamálaráðherra fram fyrir skjöldu ríkisstjórnarinnar og sló skýran takt um að nú væri nauðsynlegt að ríkisvaldið sýndi myndarleg efnahagsleg viðbrögð við niðursveiflunni, m.a. með fjárfestingum í innviðum. Lilja benti réttilega á að staða íslenska ríkisins til slíkra viðbragða hefur líklega aldrei verið jafn góð og nú, erlend staða ríkisins er fádæma góð, ríkisskuldir eru ekki nema 18% af landsframleiðslu, lánshæfismatið er í toppmálum. Hafi einhvern tíma verið færi til að reka ríkissjóð með svolitlum halla um tíma til að veita bráðnauðsynlega innspýtingu í hagkerfið er það einmitt nú. Þessum orðum Lilju er fagnað í atvinulífinu, ekki síst í ferðaþjónustunni hverrar forystufólk (m.a. undirritaður) hafa talað um mikilvægi efnahagslegra viðbragða af hálfu ríkisins allt síðastliðið ár, eða frá því að ferðamannastraumur fór að dragast saman og WOW Air féll í kjölfarið. Því miður hefur ekki bólað á slíku viðbragði hingað til. En nú virðist vera að kvikna á ríkisvélinni. Strax samdægurs tilkynnti forsætisráðherra að von væri á slíkum viðbrögðum í formi tilkynningar um væntanlegar fjárfestingar á vegum ríkisins í innviðum landsins strax á næstu vikum. Er þar væntanlega átt við fjármálaáætlun sem kynna á í mars, og er vel. Í umræðum á Alþingi í kjölfarið komu svo sams konar sjónarmið fram hjá fjármálaráðherra. Allt er þetta ákaflega jákvætt, bæði fyrir forsvarsfólk fyrirtækja sem eftir árið er orðið langeygt eftir skýrum aðgerðum af hálfu ríkisins til að hemja niðursveifluna, en ekki síður fyrir almenning í landinu því að hemill á niðursveifluna er besta leiðin til að koma í veg fyrir að hún bitni að lokum óþarflega mikið á lífskjörum fólks. Getur fjárfesting aukið gjaldeyristekjur? Eitt er það sem þó vantar inn í þessa mynd. Því að þótt það séu vissulega hefðbundin og langreynd viðbrögð við niðursveiflu að ríkið auki fjárfestingar í innviðum þá verður ekki hjá því litið að fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er ekki síður mikilvægt viðbragð að auka gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Enda verður ekki hjá því litið að sá efnahagslegi öldudalur sem við erum nú að fara í gegn um er magnaður af minnkandi gjaldeyrissköpun í atvinulífinu. Loðnubrestur, lækkandi álverð og minnkandi eftirspurn í ferðaþjónustu leggja sameiginlega til megineldsneytið á niðursveiflubálið. Það má margt gott segja um innviðaframkvæmdir en þær skapa ekki gjaldeyri. Bygging snjóflóðavarnargarða og vegaframkvæmdir eru góðar og örvandi fjárfestingar en búa samt ekki til gjaldeyristekjur sem komið geta í stað loðnubrests eða lækkandi álverðs. Nú er það svo að ef loðnan finnst ekki búum við hana ekki til. Við ráðum heldur ekki við álverð á heimsvísu. En það er ein atvinnugrein þar sem aðgerðir stjórnvalda geta sannarlega skilað árangri og búið til auknar gjaldeyristekjur, og það er ferðaþjónustan. Með því að beina með markvissum hætti auknu fjármagni til markaðssetningar í ferðaþjónustu, sem hluta af aðgerðum til að örva efnahagslífið, getur ríkið unnið að því að ferðamenn komi hingað sem annars hefðu valið aðra áfangastaði. Hjá Íslandsstofu er allt til reiðu og aukið fjármagn sem beint er til markaðssetningar nýtist strax úti á verðmætum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Markaðssetning í ferðaþjónustu er árangursríkasta fjárfestingin Í samhengi fjárfestinga í innviðum til að örva hagkerfið hafa tölur upp á tugi milljarða verið nefndar, jafnvel 50 milljarðar króna. Það fjármagn sem þarf til að ná árangri í aukinni gjaldeyrissköpun af ferðaþjónustu er hvergi nærri þeim tölum að upphæð. Með því að auka framlög ríkisins til markaðssetningar í ferðaþjónustu næstu fimm ár þannig að það jafnist á við framlög samkeppnislandanna Noregs og Finnlands, þ.e. aukningu um c.a. 500 milljónir á ári, má nær tafarlaust ná fram aukningu í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins og þar með í skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Jafnvel aukning um aðeins 100 milljónir á ári (aðeins 1% af 50 milljörðunum sem Lilja nefndi) myndi skila sér beint til baka í auknum gjaldeyristekjum og styðja við atvinnulíf og skapa stjórnvöldum tekjur á móti kostnaði við framkvæmdirnar. Ég fullyrði að ódýrasta og árangursríkasta fjárfestingin fyrir ríkið nú, þ.e. sú fjárfesting sem nær fram mestu efnahagslegu mótvægi fyrir minnst fé, felst í því að leggja aukið fjármagn til markaðssetningar fyrir ferðaþjónustu. Nýlegt dæmi úr markaðssetningarstarfi Íslandsstofu sýnir að fyrir aðeins 18 milljóna króna kostnað við auglýsingabirtingar haustið 2019 mun þjóðarbúið fá inn tvo milljarða króna í gjaldeyristekjur af þeim ferðamönnum sem bókuðu ferðir til Íslands eftir að hafa séð viðkomandi auglýsingaherferð. Tveir milljarðar græddir fyrir átján milljónir greiddar. Ávinningurinn af markaðsfénu er hundrað og ellefu faldur – þ.e. fyrir hverja milljón sem varið var í markaðssetninguna skila 111 milljónir sér til ríkisins í formi gjaldeyristekna. Er til fjárfestir sem myndi fúlsa við slíku fjárfestingatækifæri? Ríkisstjórnin stendur því með mikil tækifæri í höndum á næstu mánuðum, því með því að blanda saman hefðbundum aðgerðum í fjárfestingu í innviðum til að örva hagkerfið getur það varið lágum fjárhæðum í því samhengi til að búa til miklar tekjur inn í hagkerfið. Saman munu þessar tvær aðferðir geta unnið sem myndarlegt efnahagslegt viðbragð stjórnvalda sem mun stytta niðursveifluna, auðvelda atvinnulífi róðurinn í gegn um öldudalinn og forða óþarfa tjóni á lífskjörum almennings.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni steig menntamálaráðherra fram fyrir skjöldu ríkisstjórnarinnar og sló skýran takt um að nú væri nauðsynlegt að ríkisvaldið sýndi myndarleg efnahagsleg viðbrögð við niðursveiflunni, m.a. með fjárfestingum í innviðum. Lilja benti réttilega á að staða íslenska ríkisins til slíkra viðbragða hefur líklega aldrei verið jafn góð og nú, erlend staða ríkisins er fádæma góð, ríkisskuldir eru ekki nema 18% af landsframleiðslu, lánshæfismatið er í toppmálum. Hafi einhvern tíma verið færi til að reka ríkissjóð með svolitlum halla um tíma til að veita bráðnauðsynlega innspýtingu í hagkerfið er það einmitt nú. Þessum orðum Lilju er fagnað í atvinulífinu, ekki síst í ferðaþjónustunni hverrar forystufólk (m.a. undirritaður) hafa talað um mikilvægi efnahagslegra viðbragða af hálfu ríkisins allt síðastliðið ár, eða frá því að ferðamannastraumur fór að dragast saman og WOW Air féll í kjölfarið. Því miður hefur ekki bólað á slíku viðbragði hingað til. En nú virðist vera að kvikna á ríkisvélinni. Strax samdægurs tilkynnti forsætisráðherra að von væri á slíkum viðbrögðum í formi tilkynningar um væntanlegar fjárfestingar á vegum ríkisins í innviðum landsins strax á næstu vikum. Er þar væntanlega átt við fjármálaáætlun sem kynna á í mars, og er vel. Í umræðum á Alþingi í kjölfarið komu svo sams konar sjónarmið fram hjá fjármálaráðherra. Allt er þetta ákaflega jákvætt, bæði fyrir forsvarsfólk fyrirtækja sem eftir árið er orðið langeygt eftir skýrum aðgerðum af hálfu ríkisins til að hemja niðursveifluna, en ekki síður fyrir almenning í landinu því að hemill á niðursveifluna er besta leiðin til að koma í veg fyrir að hún bitni að lokum óþarflega mikið á lífskjörum fólks. Getur fjárfesting aukið gjaldeyristekjur? Eitt er það sem þó vantar inn í þessa mynd. Því að þótt það séu vissulega hefðbundin og langreynd viðbrögð við niðursveiflu að ríkið auki fjárfestingar í innviðum þá verður ekki hjá því litið að fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er ekki síður mikilvægt viðbragð að auka gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Enda verður ekki hjá því litið að sá efnahagslegi öldudalur sem við erum nú að fara í gegn um er magnaður af minnkandi gjaldeyrissköpun í atvinulífinu. Loðnubrestur, lækkandi álverð og minnkandi eftirspurn í ferðaþjónustu leggja sameiginlega til megineldsneytið á niðursveiflubálið. Það má margt gott segja um innviðaframkvæmdir en þær skapa ekki gjaldeyri. Bygging snjóflóðavarnargarða og vegaframkvæmdir eru góðar og örvandi fjárfestingar en búa samt ekki til gjaldeyristekjur sem komið geta í stað loðnubrests eða lækkandi álverðs. Nú er það svo að ef loðnan finnst ekki búum við hana ekki til. Við ráðum heldur ekki við álverð á heimsvísu. En það er ein atvinnugrein þar sem aðgerðir stjórnvalda geta sannarlega skilað árangri og búið til auknar gjaldeyristekjur, og það er ferðaþjónustan. Með því að beina með markvissum hætti auknu fjármagni til markaðssetningar í ferðaþjónustu, sem hluta af aðgerðum til að örva efnahagslífið, getur ríkið unnið að því að ferðamenn komi hingað sem annars hefðu valið aðra áfangastaði. Hjá Íslandsstofu er allt til reiðu og aukið fjármagn sem beint er til markaðssetningar nýtist strax úti á verðmætum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Markaðssetning í ferðaþjónustu er árangursríkasta fjárfestingin Í samhengi fjárfestinga í innviðum til að örva hagkerfið hafa tölur upp á tugi milljarða verið nefndar, jafnvel 50 milljarðar króna. Það fjármagn sem þarf til að ná árangri í aukinni gjaldeyrissköpun af ferðaþjónustu er hvergi nærri þeim tölum að upphæð. Með því að auka framlög ríkisins til markaðssetningar í ferðaþjónustu næstu fimm ár þannig að það jafnist á við framlög samkeppnislandanna Noregs og Finnlands, þ.e. aukningu um c.a. 500 milljónir á ári, má nær tafarlaust ná fram aukningu í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins og þar með í skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Jafnvel aukning um aðeins 100 milljónir á ári (aðeins 1% af 50 milljörðunum sem Lilja nefndi) myndi skila sér beint til baka í auknum gjaldeyristekjum og styðja við atvinnulíf og skapa stjórnvöldum tekjur á móti kostnaði við framkvæmdirnar. Ég fullyrði að ódýrasta og árangursríkasta fjárfestingin fyrir ríkið nú, þ.e. sú fjárfesting sem nær fram mestu efnahagslegu mótvægi fyrir minnst fé, felst í því að leggja aukið fjármagn til markaðssetningar fyrir ferðaþjónustu. Nýlegt dæmi úr markaðssetningarstarfi Íslandsstofu sýnir að fyrir aðeins 18 milljóna króna kostnað við auglýsingabirtingar haustið 2019 mun þjóðarbúið fá inn tvo milljarða króna í gjaldeyristekjur af þeim ferðamönnum sem bókuðu ferðir til Íslands eftir að hafa séð viðkomandi auglýsingaherferð. Tveir milljarðar græddir fyrir átján milljónir greiddar. Ávinningurinn af markaðsfénu er hundrað og ellefu faldur – þ.e. fyrir hverja milljón sem varið var í markaðssetninguna skila 111 milljónir sér til ríkisins í formi gjaldeyristekna. Er til fjárfestir sem myndi fúlsa við slíku fjárfestingatækifæri? Ríkisstjórnin stendur því með mikil tækifæri í höndum á næstu mánuðum, því með því að blanda saman hefðbundum aðgerðum í fjárfestingu í innviðum til að örva hagkerfið getur það varið lágum fjárhæðum í því samhengi til að búa til miklar tekjur inn í hagkerfið. Saman munu þessar tvær aðferðir geta unnið sem myndarlegt efnahagslegt viðbragð stjórnvalda sem mun stytta niðursveifluna, auðvelda atvinnulífi róðurinn í gegn um öldudalinn og forða óþarfa tjóni á lífskjörum almennings.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun