Braut á þrettán ára stúlku í tjaldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2020 10:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rakel Ósk Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað ákvörðun refsingar gagnvart karlmanni sem sakfelldur var fyrir brot gegn þrettán ára stúlki í tjaldi. Maðurinn var á sautjánda aldursári þegar brotið var framið. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Umrætt brot var framið í ágúst árið 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið á síðasta ári, sex árum eftir að það var framið. Var manninum gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrotum sem hún hafði mátt þola, þar af því sem er til umfjöllunar hér. Deilt um hvort að hann hafi vitað aldur stúlkunnar Málavextir voru þannig að hinn sakfelldi var með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið brotaþolann. Sátu drengirnir við drykkju og æxluðust mál þannig að hann og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Greindi þeim á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi svo stungið einum fingri í leggöng hennar. Þegar sími hennar hringdi hafi hún hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vildi hins vegar meina að það sem hefði gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann hafði talið að hún væri ári yngri en hann. Fyrir dómi var framburður vitna í málinu metin svo að maðurinn hafi vitað hvað stúlkan var gömul, áður en að þau fóru saman inn í tjaldið. Því væri framburður hans um annað ekki metinn trúverðugur. Var það álit dómsins að manninum hafi hlotið að vera ljóst að stúlkan væri á fjórtánda aldursári, eða í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja og var hann því sakfelldur fyrir að brotið gegn stúlkunni. Var hann þó sýknaður af því að hafa gefið henni áfengi. Margt metið til refsilækkunar Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómur til þess að svipað þroskastig hafi verið með þeim þegar brotið var framið en drengurinn var sem fyrr segir á sautjánda aldursári. Var það, ásamt ungum aldri hans þegar brotið var framið, metið honum til refsilækkunar. Auk þess var litið til þess að langur tími leið frá því að brotið var framið þangað til að ákæra var gefin út, eða sex ár. Ákvað Héraðsdómur því að fresta ákvörðun refsingar haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400.000 krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað ákvörðun refsingar gagnvart karlmanni sem sakfelldur var fyrir brot gegn þrettán ára stúlki í tjaldi. Maðurinn var á sautjánda aldursári þegar brotið var framið. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Umrætt brot var framið í ágúst árið 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið á síðasta ári, sex árum eftir að það var framið. Var manninum gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrotum sem hún hafði mátt þola, þar af því sem er til umfjöllunar hér. Deilt um hvort að hann hafi vitað aldur stúlkunnar Málavextir voru þannig að hinn sakfelldi var með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið brotaþolann. Sátu drengirnir við drykkju og æxluðust mál þannig að hann og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Greindi þeim á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi svo stungið einum fingri í leggöng hennar. Þegar sími hennar hringdi hafi hún hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vildi hins vegar meina að það sem hefði gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann hafði talið að hún væri ári yngri en hann. Fyrir dómi var framburður vitna í málinu metin svo að maðurinn hafi vitað hvað stúlkan var gömul, áður en að þau fóru saman inn í tjaldið. Því væri framburður hans um annað ekki metinn trúverðugur. Var það álit dómsins að manninum hafi hlotið að vera ljóst að stúlkan væri á fjórtánda aldursári, eða í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja og var hann því sakfelldur fyrir að brotið gegn stúlkunni. Var hann þó sýknaður af því að hafa gefið henni áfengi. Margt metið til refsilækkunar Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómur til þess að svipað þroskastig hafi verið með þeim þegar brotið var framið en drengurinn var sem fyrr segir á sautjánda aldursári. Var það, ásamt ungum aldri hans þegar brotið var framið, metið honum til refsilækkunar. Auk þess var litið til þess að langur tími leið frá því að brotið var framið þangað til að ákæra var gefin út, eða sex ár. Ákvað Héraðsdómur því að fresta ákvörðun refsingar haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400.000 krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira