Braut á þrettán ára stúlku í tjaldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2020 10:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rakel Ósk Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað ákvörðun refsingar gagnvart karlmanni sem sakfelldur var fyrir brot gegn þrettán ára stúlki í tjaldi. Maðurinn var á sautjánda aldursári þegar brotið var framið. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Umrætt brot var framið í ágúst árið 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið á síðasta ári, sex árum eftir að það var framið. Var manninum gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrotum sem hún hafði mátt þola, þar af því sem er til umfjöllunar hér. Deilt um hvort að hann hafi vitað aldur stúlkunnar Málavextir voru þannig að hinn sakfelldi var með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið brotaþolann. Sátu drengirnir við drykkju og æxluðust mál þannig að hann og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Greindi þeim á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi svo stungið einum fingri í leggöng hennar. Þegar sími hennar hringdi hafi hún hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vildi hins vegar meina að það sem hefði gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann hafði talið að hún væri ári yngri en hann. Fyrir dómi var framburður vitna í málinu metin svo að maðurinn hafi vitað hvað stúlkan var gömul, áður en að þau fóru saman inn í tjaldið. Því væri framburður hans um annað ekki metinn trúverðugur. Var það álit dómsins að manninum hafi hlotið að vera ljóst að stúlkan væri á fjórtánda aldursári, eða í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja og var hann því sakfelldur fyrir að brotið gegn stúlkunni. Var hann þó sýknaður af því að hafa gefið henni áfengi. Margt metið til refsilækkunar Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómur til þess að svipað þroskastig hafi verið með þeim þegar brotið var framið en drengurinn var sem fyrr segir á sautjánda aldursári. Var það, ásamt ungum aldri hans þegar brotið var framið, metið honum til refsilækkunar. Auk þess var litið til þess að langur tími leið frá því að brotið var framið þangað til að ákæra var gefin út, eða sex ár. Ákvað Héraðsdómur því að fresta ákvörðun refsingar haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400.000 krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað ákvörðun refsingar gagnvart karlmanni sem sakfelldur var fyrir brot gegn þrettán ára stúlki í tjaldi. Maðurinn var á sautjánda aldursári þegar brotið var framið. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Umrætt brot var framið í ágúst árið 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið á síðasta ári, sex árum eftir að það var framið. Var manninum gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrotum sem hún hafði mátt þola, þar af því sem er til umfjöllunar hér. Deilt um hvort að hann hafi vitað aldur stúlkunnar Málavextir voru þannig að hinn sakfelldi var með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið brotaþolann. Sátu drengirnir við drykkju og æxluðust mál þannig að hann og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Greindi þeim á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi svo stungið einum fingri í leggöng hennar. Þegar sími hennar hringdi hafi hún hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vildi hins vegar meina að það sem hefði gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann hafði talið að hún væri ári yngri en hann. Fyrir dómi var framburður vitna í málinu metin svo að maðurinn hafi vitað hvað stúlkan var gömul, áður en að þau fóru saman inn í tjaldið. Því væri framburður hans um annað ekki metinn trúverðugur. Var það álit dómsins að manninum hafi hlotið að vera ljóst að stúlkan væri á fjórtánda aldursári, eða í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja og var hann því sakfelldur fyrir að brotið gegn stúlkunni. Var hann þó sýknaður af því að hafa gefið henni áfengi. Margt metið til refsilækkunar Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómur til þess að svipað þroskastig hafi verið með þeim þegar brotið var framið en drengurinn var sem fyrr segir á sautjánda aldursári. Var það, ásamt ungum aldri hans þegar brotið var framið, metið honum til refsilækkunar. Auk þess var litið til þess að langur tími leið frá því að brotið var framið þangað til að ákæra var gefin út, eða sex ár. Ákvað Héraðsdómur því að fresta ákvörðun refsingar haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400.000 krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira