Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa og í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 11:27 Eldur blossar upp í loftárás Ísraelshers á Gasaströndina í nótt. Vísir/EPA Fjórir Palestínumenn eru sagðir hafa særst þegar ísraelski herinn gerði loftárásir á Gasaströndina í nótt. Aðgerðir Ísraela voru svar við um tuttugu eldflaugum sem var skotið frá Gasa á suðurhluta Ísraels í gær. Loftárásir voru einnig gerðar í Sýrlandi. Árásir Ísraela beindust að skæruliðahópnum Palestínsk íslamskt heilagt stríð (PIJ) á Gasa og í Sýrlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtökin segja að tveir vígamenn þeirra hafi fallið í Sýrlandi og hótuðu að hefna þeirra. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að fjórir hafi særst þar. Sex eldflaugum til viðbótar var skotið inn í Ísrael í dag en fimm þeirra voru stöðvaðar á lofti. Engar fréttir hafa borist af mannskaða. Eldflaugarnar í gær ollu eignartjóni. Skærurnar hófust á sunnudagsmorgun þegar Ísraelsher sagðist hafa fellt vígamann PIJ nærri landamæragirðingu við Gasaströndina. Hann hafi við annan mann reynt að koma fyrir sprengju við girðinguna. Myndband af jarðýtu Ísraelsher skófla upp líki mannsins fór víða um samfélagsmiðla og olli reiði á meðal Palestínumanna sem kröfðust sumir hefnda. Nokkrum klukkustundum síðar var eldflaugum skotið að Ísrael. Flestar þeirra voru skotnar niður af eldflaugavarnakerfi Ísraels. PIJ lýsti yfir ábyrgð á eldflaugaárásinni og sagði hana svar við drápinu á liðsmanni samtakanna í gær. Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Fjórir Palestínumenn eru sagðir hafa særst þegar ísraelski herinn gerði loftárásir á Gasaströndina í nótt. Aðgerðir Ísraela voru svar við um tuttugu eldflaugum sem var skotið frá Gasa á suðurhluta Ísraels í gær. Loftárásir voru einnig gerðar í Sýrlandi. Árásir Ísraela beindust að skæruliðahópnum Palestínsk íslamskt heilagt stríð (PIJ) á Gasa og í Sýrlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtökin segja að tveir vígamenn þeirra hafi fallið í Sýrlandi og hótuðu að hefna þeirra. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að fjórir hafi særst þar. Sex eldflaugum til viðbótar var skotið inn í Ísrael í dag en fimm þeirra voru stöðvaðar á lofti. Engar fréttir hafa borist af mannskaða. Eldflaugarnar í gær ollu eignartjóni. Skærurnar hófust á sunnudagsmorgun þegar Ísraelsher sagðist hafa fellt vígamann PIJ nærri landamæragirðingu við Gasaströndina. Hann hafi við annan mann reynt að koma fyrir sprengju við girðinguna. Myndband af jarðýtu Ísraelsher skófla upp líki mannsins fór víða um samfélagsmiðla og olli reiði á meðal Palestínumanna sem kröfðust sumir hefnda. Nokkrum klukkustundum síðar var eldflaugum skotið að Ísrael. Flestar þeirra voru skotnar niður af eldflaugavarnakerfi Ísraels. PIJ lýsti yfir ábyrgð á eldflaugaárásinni og sagði hana svar við drápinu á liðsmanni samtakanna í gær.
Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira