Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:46 Ýmsar athugasemdir voru gerðar við stjórnarhætti Sorpu í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Vísir/vilhelm Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á fjárhag fyrirtækisins hafa varpað ljósi á uppsafnaðan fjármögnunarvanda vegna yfirstandandi stórframkvæmda sem stjórn hafði ekki áður verið kunnugt um. Líkt og kunnugt er var framkvæmdastjóra Sorpu sagt upp eftir að í ljós kom eftir athugun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kostnaður við gerð nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið stórlega vanáætlaður.Sjá einnig: Björn rekinn frá Sorpu Helgi Þór Ingason var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra og honum falið að leiða endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum allra þeirra sveitarfélaga sem mynda eigendahóp Sorpu var boðið á til fundar í morgun þar sem fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar. „Það er lagt til að stjórnin samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem feli í sér heimild til lántöku, skammtímalántöku, upp á 600 milljónir til viðbótar við þessar 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir,“ segir Helgi Þór. Þetta sé gert til þess að bregðast við sjóðstreymisvanda sem að uppi er á næstu vikum. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að sveitarfélögin samþykki að verða við þessari bón. „Ég gat ekki fundið annað en góðan skilning og góða samstöðu á þessum fundi þannig að ég á von á því já,“ segir Helgi Þór. Þá verður ráðist í heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins og er stefnt að því að áætlanir þar að lútandi muni liggja fyrir í lok maí. „Stóra málið hér er að fyrirtækið er að glíma við afskaplega stór og mikil verkefni sem að eru nýbreytni í starfsemi þessa félags og það hefur komið á daginn að það var ekki búið að loka fjármögnun þeirra að fullu,“ segir Helgi Þór. Þá hyggst stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp sem falið verður að gera ítarlega úttekt til að varpa ljósi á hvað kann að skýra þá stöðu sem upp er komin. Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á fjárhag fyrirtækisins hafa varpað ljósi á uppsafnaðan fjármögnunarvanda vegna yfirstandandi stórframkvæmda sem stjórn hafði ekki áður verið kunnugt um. Líkt og kunnugt er var framkvæmdastjóra Sorpu sagt upp eftir að í ljós kom eftir athugun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kostnaður við gerð nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið stórlega vanáætlaður.Sjá einnig: Björn rekinn frá Sorpu Helgi Þór Ingason var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra og honum falið að leiða endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum allra þeirra sveitarfélaga sem mynda eigendahóp Sorpu var boðið á til fundar í morgun þar sem fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar. „Það er lagt til að stjórnin samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem feli í sér heimild til lántöku, skammtímalántöku, upp á 600 milljónir til viðbótar við þessar 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir,“ segir Helgi Þór. Þetta sé gert til þess að bregðast við sjóðstreymisvanda sem að uppi er á næstu vikum. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að sveitarfélögin samþykki að verða við þessari bón. „Ég gat ekki fundið annað en góðan skilning og góða samstöðu á þessum fundi þannig að ég á von á því já,“ segir Helgi Þór. Þá verður ráðist í heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins og er stefnt að því að áætlanir þar að lútandi muni liggja fyrir í lok maí. „Stóra málið hér er að fyrirtækið er að glíma við afskaplega stór og mikil verkefni sem að eru nýbreytni í starfsemi þessa félags og það hefur komið á daginn að það var ekki búið að loka fjármögnun þeirra að fullu,“ segir Helgi Þór. Þá hyggst stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp sem falið verður að gera ítarlega úttekt til að varpa ljósi á hvað kann að skýra þá stöðu sem upp er komin.
Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37
Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42