Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 13:30 Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. Dagurinn í dag markar upphaf annarrar viku ótímabundinna verkfallsaðgerða Eflingarstarfsfólks í borginni og er óhætt að segja að aðgerðirnar séu farnar að bíta ansi fast. Skrifstofustjóri Ríkissáttasemjara hefur staðfest að ekki hafi verið boðað til nýs fundar. Samninganefnd Eflingar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfirlýsingar borgarinnar og borgarstjóra í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin hafi stigið fram með nýtt og endurbætt útspil í viðræðunum. Á þessum forsendum óski samninganefnd Eflingar eftir frekari viðræðum.Sjá nánar: Efling býður til viðræðna Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að verkfallið bitni verst á viðkvæmum hópum í borginni. Skóla-og frístundasvið hafi fengið mörg símtöl frá ráðþrota foreldrum. „Þetta er náttúrulega mjög sárt en við höfum gert hvað við getum miðað við þá mönnun í hverjum og einum leikskóla að stuðla að því að þetta komi jafnt niður á öllum að allir séu að bera sambærilegar byrðar en vissulega er það þannig að margir eru komnir í mjög þrönga stöðu gagnvart sínum vinnuveitendum, það er alveg óumdeilt. Þannig er það.“ Helgi segir að verkfallið komi einna verst niður á foreldrum með lítið bakland, einstæðum foreldrum, foreldrum fatlaðra barna og innflytjendum. „Það má segja að það séu bæði einstæðir foreldrar sem hafa lítið bakland, það eru foreldrar sem eiga börn sem kljást við fötlun og hafa ekki sterkt bakland.“ Hlutfall Eflingarstarfsfólks er hæst í Breiðholti og því kemur verkfallið því illa niður á foreldrum leikskólabarna í Breiðholti. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku.Vísir/vilhelm Helgi kveðst hafa minni áhyggjur af grunnskólum borgarinnar enda séu færri starfsmenn Eflingar sem þar starfi en verkfallið hefur þó og mun áfram hafa nokkur áhrif á grunnskólana. „Í ellefu grunnskólum er ræstingu að hluta eða öllu leyti sinnt af starfsfólki Eflingar og það er mishátt stöðuhlutfall. Í Réttarholtsskóla er öll ræsting skólans unnin af starfsfólki Eflingar á meðan að í fjórum skólum er [hlutfall starfsfólks Eflingar sem sér um ræstingar] innan við hálft stöðugildi og ræstir því aðeins lítinn hluta af skólahúsnæðinu.“ Útlit er fyrir að skólastjórnendur þurfi í auknum mæli að grípa til veltukerfis til að mæta verkföllunum. „Fólkið í Réttarholtsskóla hefur sett upp veltukerfi, í dag er til dæmis tíundi bekkur við nám í skólanum á meðan níundi og áttundi bekkur er í fjarnámi þannig að þau eru í rauninni að skiptast á með staðlotur og fjarnám í Réttarholtsskóla. Veltukerfið byrjaði líka í Grandaskóla í síðustu viku þar sem hluti nemendahópsins var við nám í skólanum en aðrir voru heima. Síðar í vikunni þarf að setja upp veltukerfi í Vogaskóla og í Hamraskóla en við gerum ekki ráð fyrir að verkfallið muni hafa frekari áhrif í grunnskólum hvað varðar ræstinguna en sums staðar höfum við þurft að draga úr mötuneytisþjónustu þar sem starfsfólk Eflingar er í eldhúsinu og þar koma bæði nemendur og starfsfólk með nesti í skólann.“ Helgi bendir á að áhrif verkfalla á grunnskóla borgarinnar verði mun meiri þegar félagsmenn BSRB og Sameykis leggja niður störf 9. mars. Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. 23. febrúar 2020 18:48 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. Dagurinn í dag markar upphaf annarrar viku ótímabundinna verkfallsaðgerða Eflingarstarfsfólks í borginni og er óhætt að segja að aðgerðirnar séu farnar að bíta ansi fast. Skrifstofustjóri Ríkissáttasemjara hefur staðfest að ekki hafi verið boðað til nýs fundar. Samninganefnd Eflingar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfirlýsingar borgarinnar og borgarstjóra í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin hafi stigið fram með nýtt og endurbætt útspil í viðræðunum. Á þessum forsendum óski samninganefnd Eflingar eftir frekari viðræðum.Sjá nánar: Efling býður til viðræðna Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að verkfallið bitni verst á viðkvæmum hópum í borginni. Skóla-og frístundasvið hafi fengið mörg símtöl frá ráðþrota foreldrum. „Þetta er náttúrulega mjög sárt en við höfum gert hvað við getum miðað við þá mönnun í hverjum og einum leikskóla að stuðla að því að þetta komi jafnt niður á öllum að allir séu að bera sambærilegar byrðar en vissulega er það þannig að margir eru komnir í mjög þrönga stöðu gagnvart sínum vinnuveitendum, það er alveg óumdeilt. Þannig er það.“ Helgi segir að verkfallið komi einna verst niður á foreldrum með lítið bakland, einstæðum foreldrum, foreldrum fatlaðra barna og innflytjendum. „Það má segja að það séu bæði einstæðir foreldrar sem hafa lítið bakland, það eru foreldrar sem eiga börn sem kljást við fötlun og hafa ekki sterkt bakland.“ Hlutfall Eflingarstarfsfólks er hæst í Breiðholti og því kemur verkfallið því illa niður á foreldrum leikskólabarna í Breiðholti. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku.Vísir/vilhelm Helgi kveðst hafa minni áhyggjur af grunnskólum borgarinnar enda séu færri starfsmenn Eflingar sem þar starfi en verkfallið hefur þó og mun áfram hafa nokkur áhrif á grunnskólana. „Í ellefu grunnskólum er ræstingu að hluta eða öllu leyti sinnt af starfsfólki Eflingar og það er mishátt stöðuhlutfall. Í Réttarholtsskóla er öll ræsting skólans unnin af starfsfólki Eflingar á meðan að í fjórum skólum er [hlutfall starfsfólks Eflingar sem sér um ræstingar] innan við hálft stöðugildi og ræstir því aðeins lítinn hluta af skólahúsnæðinu.“ Útlit er fyrir að skólastjórnendur þurfi í auknum mæli að grípa til veltukerfis til að mæta verkföllunum. „Fólkið í Réttarholtsskóla hefur sett upp veltukerfi, í dag er til dæmis tíundi bekkur við nám í skólanum á meðan níundi og áttundi bekkur er í fjarnámi þannig að þau eru í rauninni að skiptast á með staðlotur og fjarnám í Réttarholtsskóla. Veltukerfið byrjaði líka í Grandaskóla í síðustu viku þar sem hluti nemendahópsins var við nám í skólanum en aðrir voru heima. Síðar í vikunni þarf að setja upp veltukerfi í Vogaskóla og í Hamraskóla en við gerum ekki ráð fyrir að verkfallið muni hafa frekari áhrif í grunnskólum hvað varðar ræstinguna en sums staðar höfum við þurft að draga úr mötuneytisþjónustu þar sem starfsfólk Eflingar er í eldhúsinu og þar koma bæði nemendur og starfsfólk með nesti í skólann.“ Helgi bendir á að áhrif verkfalla á grunnskóla borgarinnar verði mun meiri þegar félagsmenn BSRB og Sameykis leggja niður störf 9. mars.
Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. 23. febrúar 2020 18:48 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. 23. febrúar 2020 18:48