Foreldraráð í Breiðholti óttast langvarandi áhrif verkfalls Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 15:56 Foreldraráð tólf leikskóla í Breiðholti undirrita yfirlýsinguna. Vísir/vilhelm Foreldraráð 12 leikskóla í Breiðholti hvetja samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til að „leita allra leiða svo komast megi að samkomulagi sem endurspeglar mikilvægi þeirra starfa er um ræðir,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu þeirra. Foreldraráðin óttast að vinnustöðvun Eflingar geti haft langvarandi áhrif á fjölskyldur „sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu.“ Verkfall sé ekki viðunandi ástand til lengdar. Yfirlýsing foreldraráðanna tónar við ummæli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti því þar starfar hærra hlutfall Eflingarfólks á leikskólum en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Foreldráð leikskólanna tólf segja yfirstandandi verkfall hafa haft „gríðarleg áhrif á börn og foreldra sem nýta þjónustu leikskóla.“ Það sé óviðunandi, enda leiksskólastigið mikilvægur grunnur að allri skólagöngu barnanna. „Í því samhengi er mikilvægt að nefna að börn ættu aldrei að líða fyrir deilur á atvinnumarkaðinum og því verður það ekki ítrekað nægilega mikið hve mikilvægt það er að samningaaðilar nái sáttum sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu foreldraráðanna. Sjá einnig: Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Nú er vika liðin af ótímabundnum aðgerðum Eflingar og hafa þær þegar haft „umtalsverð áhrif á fjölskyldur borgarinnar,“ að sögn foreldraráðanna. „Líklega er tímaspursmál hvenær það mun hafa varanleg áhrif á afkomu fjölskyldna sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu. Afleiðingar verkfallsins geta því haft veruleg langtímaáhrif á þennan hóp,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni áður en samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar eru hvattar til að finna lausn á verkfallinu sem fyrst.Sú fyrrnefnda sagðist í dag reiðubúin til viðræðna á ný, en samninganefndirnar hafa ekki átt í formlegum samskiptum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Formaður samninganefndar Reykjavíkur fagnaði áhuga Eflingar á frekari viðræðum og sagðist í samtali við fréttastofu búast við að ríkissáttasemjari muni boða til fundar á allra næstunni. Foreldraráðin tólf eru eftirfarandi:Foreldraráð Aspar, Foreldraráð Arnarborgar, Foreldraráð Bakkaborgar, Foreldraráð Fálkaborgar, Foreldraráð Hálsaskógar, Foreldraráð Hólaborgar, Foreldraráð Holts, Foreldraráð Hraunborgar, Foreldraráð Jöklaborgar, Foreldraráð Seljaborgar, Foreldraráð Seljakots og Foreldraráð Suðurborgar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Foreldraráð 12 leikskóla í Breiðholti hvetja samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til að „leita allra leiða svo komast megi að samkomulagi sem endurspeglar mikilvægi þeirra starfa er um ræðir,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu þeirra. Foreldraráðin óttast að vinnustöðvun Eflingar geti haft langvarandi áhrif á fjölskyldur „sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu.“ Verkfall sé ekki viðunandi ástand til lengdar. Yfirlýsing foreldraráðanna tónar við ummæli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti því þar starfar hærra hlutfall Eflingarfólks á leikskólum en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Foreldráð leikskólanna tólf segja yfirstandandi verkfall hafa haft „gríðarleg áhrif á börn og foreldra sem nýta þjónustu leikskóla.“ Það sé óviðunandi, enda leiksskólastigið mikilvægur grunnur að allri skólagöngu barnanna. „Í því samhengi er mikilvægt að nefna að börn ættu aldrei að líða fyrir deilur á atvinnumarkaðinum og því verður það ekki ítrekað nægilega mikið hve mikilvægt það er að samningaaðilar nái sáttum sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu foreldraráðanna. Sjá einnig: Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Nú er vika liðin af ótímabundnum aðgerðum Eflingar og hafa þær þegar haft „umtalsverð áhrif á fjölskyldur borgarinnar,“ að sögn foreldraráðanna. „Líklega er tímaspursmál hvenær það mun hafa varanleg áhrif á afkomu fjölskyldna sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu. Afleiðingar verkfallsins geta því haft veruleg langtímaáhrif á þennan hóp,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni áður en samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar eru hvattar til að finna lausn á verkfallinu sem fyrst.Sú fyrrnefnda sagðist í dag reiðubúin til viðræðna á ný, en samninganefndirnar hafa ekki átt í formlegum samskiptum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Formaður samninganefndar Reykjavíkur fagnaði áhuga Eflingar á frekari viðræðum og sagðist í samtali við fréttastofu búast við að ríkissáttasemjari muni boða til fundar á allra næstunni. Foreldraráðin tólf eru eftirfarandi:Foreldraráð Aspar, Foreldraráð Arnarborgar, Foreldraráð Bakkaborgar, Foreldraráð Fálkaborgar, Foreldraráð Hálsaskógar, Foreldraráð Hólaborgar, Foreldraráð Holts, Foreldraráð Hraunborgar, Foreldraráð Jöklaborgar, Foreldraráð Seljaborgar, Foreldraráð Seljakots og Foreldraráð Suðurborgar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30