Foreldraráð í Breiðholti óttast langvarandi áhrif verkfalls Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 15:56 Foreldraráð tólf leikskóla í Breiðholti undirrita yfirlýsinguna. Vísir/vilhelm Foreldraráð 12 leikskóla í Breiðholti hvetja samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til að „leita allra leiða svo komast megi að samkomulagi sem endurspeglar mikilvægi þeirra starfa er um ræðir,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu þeirra. Foreldraráðin óttast að vinnustöðvun Eflingar geti haft langvarandi áhrif á fjölskyldur „sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu.“ Verkfall sé ekki viðunandi ástand til lengdar. Yfirlýsing foreldraráðanna tónar við ummæli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti því þar starfar hærra hlutfall Eflingarfólks á leikskólum en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Foreldráð leikskólanna tólf segja yfirstandandi verkfall hafa haft „gríðarleg áhrif á börn og foreldra sem nýta þjónustu leikskóla.“ Það sé óviðunandi, enda leiksskólastigið mikilvægur grunnur að allri skólagöngu barnanna. „Í því samhengi er mikilvægt að nefna að börn ættu aldrei að líða fyrir deilur á atvinnumarkaðinum og því verður það ekki ítrekað nægilega mikið hve mikilvægt það er að samningaaðilar nái sáttum sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu foreldraráðanna. Sjá einnig: Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Nú er vika liðin af ótímabundnum aðgerðum Eflingar og hafa þær þegar haft „umtalsverð áhrif á fjölskyldur borgarinnar,“ að sögn foreldraráðanna. „Líklega er tímaspursmál hvenær það mun hafa varanleg áhrif á afkomu fjölskyldna sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu. Afleiðingar verkfallsins geta því haft veruleg langtímaáhrif á þennan hóp,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni áður en samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar eru hvattar til að finna lausn á verkfallinu sem fyrst.Sú fyrrnefnda sagðist í dag reiðubúin til viðræðna á ný, en samninganefndirnar hafa ekki átt í formlegum samskiptum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Formaður samninganefndar Reykjavíkur fagnaði áhuga Eflingar á frekari viðræðum og sagðist í samtali við fréttastofu búast við að ríkissáttasemjari muni boða til fundar á allra næstunni. Foreldraráðin tólf eru eftirfarandi:Foreldraráð Aspar, Foreldraráð Arnarborgar, Foreldraráð Bakkaborgar, Foreldraráð Fálkaborgar, Foreldraráð Hálsaskógar, Foreldraráð Hólaborgar, Foreldraráð Holts, Foreldraráð Hraunborgar, Foreldraráð Jöklaborgar, Foreldraráð Seljaborgar, Foreldraráð Seljakots og Foreldraráð Suðurborgar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Foreldraráð 12 leikskóla í Breiðholti hvetja samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til að „leita allra leiða svo komast megi að samkomulagi sem endurspeglar mikilvægi þeirra starfa er um ræðir,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu þeirra. Foreldraráðin óttast að vinnustöðvun Eflingar geti haft langvarandi áhrif á fjölskyldur „sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu.“ Verkfall sé ekki viðunandi ástand til lengdar. Yfirlýsing foreldraráðanna tónar við ummæli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti því þar starfar hærra hlutfall Eflingarfólks á leikskólum en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Foreldráð leikskólanna tólf segja yfirstandandi verkfall hafa haft „gríðarleg áhrif á börn og foreldra sem nýta þjónustu leikskóla.“ Það sé óviðunandi, enda leiksskólastigið mikilvægur grunnur að allri skólagöngu barnanna. „Í því samhengi er mikilvægt að nefna að börn ættu aldrei að líða fyrir deilur á atvinnumarkaðinum og því verður það ekki ítrekað nægilega mikið hve mikilvægt það er að samningaaðilar nái sáttum sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu foreldraráðanna. Sjá einnig: Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Nú er vika liðin af ótímabundnum aðgerðum Eflingar og hafa þær þegar haft „umtalsverð áhrif á fjölskyldur borgarinnar,“ að sögn foreldraráðanna. „Líklega er tímaspursmál hvenær það mun hafa varanleg áhrif á afkomu fjölskyldna sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu. Afleiðingar verkfallsins geta því haft veruleg langtímaáhrif á þennan hóp,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni áður en samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar eru hvattar til að finna lausn á verkfallinu sem fyrst.Sú fyrrnefnda sagðist í dag reiðubúin til viðræðna á ný, en samninganefndirnar hafa ekki átt í formlegum samskiptum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Formaður samninganefndar Reykjavíkur fagnaði áhuga Eflingar á frekari viðræðum og sagðist í samtali við fréttastofu búast við að ríkissáttasemjari muni boða til fundar á allra næstunni. Foreldraráðin tólf eru eftirfarandi:Foreldraráð Aspar, Foreldraráð Arnarborgar, Foreldraráð Bakkaborgar, Foreldraráð Fálkaborgar, Foreldraráð Hálsaskógar, Foreldraráð Hólaborgar, Foreldraráð Holts, Foreldraráð Hraunborgar, Foreldraráð Jöklaborgar, Foreldraráð Seljaborgar, Foreldraráð Seljakots og Foreldraráð Suðurborgar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30