Sölvi um kulnun: „Fólk er ekki að taka ábyrgð í einkalífinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2020 10:30 Sölvi hefur sterkar skoðanir á kulnun. Hvað er kulnun? Hverjir upplifa kulnun og hvernig er hægt að koma í veg fyrir hana? Sölvi Tryggvason hefur sterkar skoðanir á því. Sölvi hefur komið víða við á sínum ferli, alinn upp í Laugarnesinu, stúdent frá MS, en þá lá leiðin í HÍ þar sem hann kláraði gráðu í sálfræði. Á þessum tíma vissi hann ekki hvað hann átti eftir að gera og hvað hann ætti að gera. Sindri Sindrason ræddi við Sölva í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í þættinum fengu áhorfendur að heyra hvernig Sölvi sjálfur upplifði kulnun eftir mikið álag. „Ég var alls ekki með einhverja sterka hugmynd um að fara vinna í fjölmiðlum en eftir námið klárast eru allir að leita sér að sumarvinnu og ég sæki um á nokkrum stöðum og fæ já við vinnu bæði á Fréttablaðinu og á Stöð 2,“ segir Sölvi en í ljósi þess að hann hefði verið nokkuð feiminn framan af fannst honum skynsamlegra að fara á Fréttablaðið en þrýst var þó á hann að taka sjónvarpið framyfir og sló hann til. „Það gengur vel og mér er boðin áframhaldandi vinna. Síðan er ég þar næstu fimm árin og það er ofboðslega gaman að vinna í sjónvarpi.“ Duglegur að segja já Hann prófaði flest. Morgunvaktir í sjónvarpi, kvöldfréttir, Vísir, Ísland í dag og íþróttafréttir. „Þegar ég hætti á Stöð 2 fæ ég í fyrsta skipti tækifæri að vera með mína eigin þætti og á þeim tíma gefst mér einnig tækifæri að skrifa fyrstu bókina mína,“ segir Sölvi en hann átti eftir að skrifa nokkrar bækur í framhaldinu. „Ég sé það núna að ég hef alltaf verið svolítið duglegur að segja já við tækifærum,“ segir Sölvi en því næst kom heil bíómynd um karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, Jökullinn logar. „Ég fylgi þeim eftir í tvö ár að fyrsta stórmótinu sem þeir komust á. Ég er mjög stoltur af því verkefni því þar var ég í fyrsta skipti að prófa fyrir alvöru að vera frumkvöðull. Ég var launalaus í marga mánuði og þetta var erfitt á köflum. Þarna er ég kominn í þá stöðu að taka eitthvað viðtal og það er að fara birtast eftir eitt og hálft ár, svo það var skrýtið.“ Hann gaf út bókina Á eigin skinni fyrir rúmlega ári og hefur hann verið að tala um þá bók síðustu mánuði í fyrirlestrum sínum. „Ég fæ að meðaltali 2-3 skilaboð á dag og fólk er að stoppa mig út á götu þar sem fólk er að segja að bókin mín hafi haft mikil áhrif á líf þeirra.“ Hann segir að hans rússíbanaferð hafi tekið mikið á og eftir á sér hann að mikilvægt sé að huga að sjálfum sér betur og þá kemur kulnun til tals. „Það voru margar viðvörunarbjöllur farnar að kvikna. Yfirleitt er maður góður í því að hunsa viðvörunarbjöllurnar og hjá mér er það eins og hjá mörgum er það er ekki fyrr en maður er hættur að fúnkera í því sem þú ert vanur að fúnkera í. Þarna er ég að fara taka viðtal við viðmælanda í sjónvarpinu og hann mætir í settið og ég sé hann tvöfalt. Ég fer heim og mæti síðan daginn eftir og aftur sé ég tvöfalt. Þá vissi ég að það væri eitthvað að. Þá hafði ég fengið flensu sem ég var ekkert að losna við. Þekkingin sem ég er með núna myndi segja að þarna sé taugakerfið komið allt of langt og ónæmiskerfið með.“ Þarft að taka ábyrgð Næsta ár fór í rannsóknir sem í raun ekkert kom út úr. Líkamlega var hann í lagi. Kulnun og andleg ofreynsla greinist ekki í líkamlegri rannsókn en hvernig á að koma í veg fyrir andlega bugun? „Á síðasta árið hélt ég 150 fyrirlestra, gaf út tvær bækur, hljóp Laugaveginn og gerði mikið og þetta er talsvert átak. Ástæðan fyrir því að þetta gekk vel er að ég tók svefninn rosalega föstum tökum. Fyrir mig er það verkfæri númer eitt. Við vitum flest hvað það er sem er að hlaða okkur. Ef það er mikið að gera og maður passar að gera hluti sem hlaða mann, þá á maður að þola mikið álag. Það sem truflar mig svolítið í þessari kulnunarumræðu er að fólk segist ekki höndla allt þetta álag og vinnan sé og mikil og þetta sé allt vinnunni að kenna. Ég segi nei, og rosalega oft er þetta það að fólk er ekki að taka ábyrgð í einkalífinu sínu.“ Hann segir að fólk verði einfaldlega að taka ábyrgð á sjálfu sér. „Ég segi bara ef þú ert að vinna vinnu sem þér finnst skemmtileg, þú ert að taka ábyrgð á sjálfum þér, þá áttu að þola mikið álag. Þetta er farið frá því að fólk eigi alltaf að harka allt af sér yfir í það að fólk er að fara frá vinnu í þrjá til sex mánuði af því að það er komið í kulnun. Ef þú ert kominn í tóm vandræði og ætlar að leggjast upp í sófa og vera ekkert með neitt aðgerðarplan þá ertu kominn í enn meiri vandræði.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Vinnumarkaður Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Hvað er kulnun? Hverjir upplifa kulnun og hvernig er hægt að koma í veg fyrir hana? Sölvi Tryggvason hefur sterkar skoðanir á því. Sölvi hefur komið víða við á sínum ferli, alinn upp í Laugarnesinu, stúdent frá MS, en þá lá leiðin í HÍ þar sem hann kláraði gráðu í sálfræði. Á þessum tíma vissi hann ekki hvað hann átti eftir að gera og hvað hann ætti að gera. Sindri Sindrason ræddi við Sölva í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í þættinum fengu áhorfendur að heyra hvernig Sölvi sjálfur upplifði kulnun eftir mikið álag. „Ég var alls ekki með einhverja sterka hugmynd um að fara vinna í fjölmiðlum en eftir námið klárast eru allir að leita sér að sumarvinnu og ég sæki um á nokkrum stöðum og fæ já við vinnu bæði á Fréttablaðinu og á Stöð 2,“ segir Sölvi en í ljósi þess að hann hefði verið nokkuð feiminn framan af fannst honum skynsamlegra að fara á Fréttablaðið en þrýst var þó á hann að taka sjónvarpið framyfir og sló hann til. „Það gengur vel og mér er boðin áframhaldandi vinna. Síðan er ég þar næstu fimm árin og það er ofboðslega gaman að vinna í sjónvarpi.“ Duglegur að segja já Hann prófaði flest. Morgunvaktir í sjónvarpi, kvöldfréttir, Vísir, Ísland í dag og íþróttafréttir. „Þegar ég hætti á Stöð 2 fæ ég í fyrsta skipti tækifæri að vera með mína eigin þætti og á þeim tíma gefst mér einnig tækifæri að skrifa fyrstu bókina mína,“ segir Sölvi en hann átti eftir að skrifa nokkrar bækur í framhaldinu. „Ég sé það núna að ég hef alltaf verið svolítið duglegur að segja já við tækifærum,“ segir Sölvi en því næst kom heil bíómynd um karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, Jökullinn logar. „Ég fylgi þeim eftir í tvö ár að fyrsta stórmótinu sem þeir komust á. Ég er mjög stoltur af því verkefni því þar var ég í fyrsta skipti að prófa fyrir alvöru að vera frumkvöðull. Ég var launalaus í marga mánuði og þetta var erfitt á köflum. Þarna er ég kominn í þá stöðu að taka eitthvað viðtal og það er að fara birtast eftir eitt og hálft ár, svo það var skrýtið.“ Hann gaf út bókina Á eigin skinni fyrir rúmlega ári og hefur hann verið að tala um þá bók síðustu mánuði í fyrirlestrum sínum. „Ég fæ að meðaltali 2-3 skilaboð á dag og fólk er að stoppa mig út á götu þar sem fólk er að segja að bókin mín hafi haft mikil áhrif á líf þeirra.“ Hann segir að hans rússíbanaferð hafi tekið mikið á og eftir á sér hann að mikilvægt sé að huga að sjálfum sér betur og þá kemur kulnun til tals. „Það voru margar viðvörunarbjöllur farnar að kvikna. Yfirleitt er maður góður í því að hunsa viðvörunarbjöllurnar og hjá mér er það eins og hjá mörgum er það er ekki fyrr en maður er hættur að fúnkera í því sem þú ert vanur að fúnkera í. Þarna er ég að fara taka viðtal við viðmælanda í sjónvarpinu og hann mætir í settið og ég sé hann tvöfalt. Ég fer heim og mæti síðan daginn eftir og aftur sé ég tvöfalt. Þá vissi ég að það væri eitthvað að. Þá hafði ég fengið flensu sem ég var ekkert að losna við. Þekkingin sem ég er með núna myndi segja að þarna sé taugakerfið komið allt of langt og ónæmiskerfið með.“ Þarft að taka ábyrgð Næsta ár fór í rannsóknir sem í raun ekkert kom út úr. Líkamlega var hann í lagi. Kulnun og andleg ofreynsla greinist ekki í líkamlegri rannsókn en hvernig á að koma í veg fyrir andlega bugun? „Á síðasta árið hélt ég 150 fyrirlestra, gaf út tvær bækur, hljóp Laugaveginn og gerði mikið og þetta er talsvert átak. Ástæðan fyrir því að þetta gekk vel er að ég tók svefninn rosalega föstum tökum. Fyrir mig er það verkfæri númer eitt. Við vitum flest hvað það er sem er að hlaða okkur. Ef það er mikið að gera og maður passar að gera hluti sem hlaða mann, þá á maður að þola mikið álag. Það sem truflar mig svolítið í þessari kulnunarumræðu er að fólk segist ekki höndla allt þetta álag og vinnan sé og mikil og þetta sé allt vinnunni að kenna. Ég segi nei, og rosalega oft er þetta það að fólk er ekki að taka ábyrgð í einkalífinu sínu.“ Hann segir að fólk verði einfaldlega að taka ábyrgð á sjálfu sér. „Ég segi bara ef þú ert að vinna vinnu sem þér finnst skemmtileg, þú ert að taka ábyrgð á sjálfum þér, þá áttu að þola mikið álag. Þetta er farið frá því að fólk eigi alltaf að harka allt af sér yfir í það að fólk er að fara frá vinnu í þrjá til sex mánuði af því að það er komið í kulnun. Ef þú ert kominn í tóm vandræði og ætlar að leggjast upp í sófa og vera ekkert með neitt aðgerðarplan þá ertu kominn í enn meiri vandræði.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Vinnumarkaður Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira