Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 09:45 Elín, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli, höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 6. greinin kveður á um rétt fólks til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og er í 1. málsgreininni kveðið á um réttláta og opinbera málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Elín, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli, höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna þess að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem dæmdu í máli hennar, áttu hlutafé í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Urðu þeir fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess og taldi Elín því að þeir hafi ekki verið óhlutdrægir í málinu. Þá vísaði hún einnig til þess að þriðji dómarinn í málinu, Markús Sigurbjörnsson, hafi ekki heldur verið óhlutdrægur vegna hlutafjáreignar í Glitni. MDE gerir ekki athugasemd við hlutafjáreign Eiríks og Markúsar. Markús hafi ekki átt hlutabréf í Landsbankanum og eign Eiríks í bankanum hafi verið óveruleg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því megi draga óhlutdrægni hans í efa. Því er það mat MDE að Elín hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Þá er íslenska ríkið dæmt til þess að greiða Elínu 12 þúsund evrur í bætur vegna málsins sem samsvarar um 1,7 milljón íslenskra króna. Þá er ríkið einnig dæmt til þess að greiða 5000 evrur í málskostnað eða sem samsvarar 700 þúsund krónum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Dómstólar Hrunið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 6. greinin kveður á um rétt fólks til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og er í 1. málsgreininni kveðið á um réttláta og opinbera málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Elín, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli, höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna þess að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem dæmdu í máli hennar, áttu hlutafé í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Urðu þeir fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess og taldi Elín því að þeir hafi ekki verið óhlutdrægir í málinu. Þá vísaði hún einnig til þess að þriðji dómarinn í málinu, Markús Sigurbjörnsson, hafi ekki heldur verið óhlutdrægur vegna hlutafjáreignar í Glitni. MDE gerir ekki athugasemd við hlutafjáreign Eiríks og Markúsar. Markús hafi ekki átt hlutabréf í Landsbankanum og eign Eiríks í bankanum hafi verið óveruleg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því megi draga óhlutdrægni hans í efa. Því er það mat MDE að Elín hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Þá er íslenska ríkið dæmt til þess að greiða Elínu 12 þúsund evrur í bætur vegna málsins sem samsvarar um 1,7 milljón íslenskra króna. Þá er ríkið einnig dæmt til þess að greiða 5000 evrur í málskostnað eða sem samsvarar 700 þúsund krónum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Dómstólar Hrunið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira