Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 10:23 Frá H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife í morgun. Vísir/Lóa Pind Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um sérstakar ráðstafanir en landlæknir hvetur Íslendinga á Tenerife til að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist þar í gær. Ítalskur læknir sem greindist með veiruna hafði dvalið á hótelinu í um viku, samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla. Fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst á Ítalíu síðustu daga. Mælst er til þess að íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt fjögur héruð á Norður-Ítalíu viðhafi sóttkví í tvær vikur, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Enginn faraldur geisar á Tenerife Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í samtali við Vísi að ekkert hafi verið ákveðið varðandi ráðstafanir hér á Íslandi vegna sóttkvíarinnar á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. Embættið reyni nú að fá skýrari mynd af stöðunni og þá sé lítið vitað um tilfellið sem greindist á Tenerife. Engin ástæða sé til að ætla að veiran sé í mikilli útbreiðslu þar. Hlutirnir geti þó breyst mjög hratt, líkt og komið hafi í ljós undanfarna daga. Kjartan Hreinn segir að skilaboð embættisins til Íslendinga á Tenerife séu fyrst og fremst að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Þá sé það skynsamlegt fyrir þetta fólk að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Borgaraþjónustan hafði ekki fengið neinar slíkar tilkynningar þegar Vísir hafði samband við hana nú í morgun. Frá hótelinu í morgun.Vísir/lóa pind Gefin verður út tilkynning frá landlæknisembættinu síðar í dag með leiðbeiningum fyrir farþega sem ferðast hafa til og frá Tenerife. Þá mun embættið setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem hafa verið að ferja fólk til Tenerife til að fá upplýsingar um þá sem þar dvelja. „En eins og staðan er núna þá geisar ekki faraldur Covid19 á Tenerife, alls ekki. En þessi sviðsmynd sem blasir við er að breytast mjög hratt,“ segir Kjartan Hreinn. Fylgjast vel með framvindunni Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið í samskiptum við farþegana sem dvelja á hótelinu á Costa Adeje. Hann segir að framhaldið sé í höndum spænskra heilbrigðisyfirvalda. „Við tökum ekki fyrir hendurnar á þeim og fylgjumst vel með framvindunni þar ytra.“ Þráinn kveðst ekki vita hvort að fleiri Íslendingar en þessir sjö dvelji á hótelinu sem um ræðir. Hann segir Vita vera með vél áætlaða til og frá Tenerife á morgun. „Það eru öll flug á áætlun. Það eru náttúrulega hundruð véla sem fljúga til og frá vellinum þarna úti.“ Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um sérstakar ráðstafanir en landlæknir hvetur Íslendinga á Tenerife til að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist þar í gær. Ítalskur læknir sem greindist með veiruna hafði dvalið á hótelinu í um viku, samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla. Fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst á Ítalíu síðustu daga. Mælst er til þess að íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt fjögur héruð á Norður-Ítalíu viðhafi sóttkví í tvær vikur, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Enginn faraldur geisar á Tenerife Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í samtali við Vísi að ekkert hafi verið ákveðið varðandi ráðstafanir hér á Íslandi vegna sóttkvíarinnar á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. Embættið reyni nú að fá skýrari mynd af stöðunni og þá sé lítið vitað um tilfellið sem greindist á Tenerife. Engin ástæða sé til að ætla að veiran sé í mikilli útbreiðslu þar. Hlutirnir geti þó breyst mjög hratt, líkt og komið hafi í ljós undanfarna daga. Kjartan Hreinn segir að skilaboð embættisins til Íslendinga á Tenerife séu fyrst og fremst að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Þá sé það skynsamlegt fyrir þetta fólk að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Borgaraþjónustan hafði ekki fengið neinar slíkar tilkynningar þegar Vísir hafði samband við hana nú í morgun. Frá hótelinu í morgun.Vísir/lóa pind Gefin verður út tilkynning frá landlæknisembættinu síðar í dag með leiðbeiningum fyrir farþega sem ferðast hafa til og frá Tenerife. Þá mun embættið setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem hafa verið að ferja fólk til Tenerife til að fá upplýsingar um þá sem þar dvelja. „En eins og staðan er núna þá geisar ekki faraldur Covid19 á Tenerife, alls ekki. En þessi sviðsmynd sem blasir við er að breytast mjög hratt,“ segir Kjartan Hreinn. Fylgjast vel með framvindunni Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið í samskiptum við farþegana sem dvelja á hótelinu á Costa Adeje. Hann segir að framhaldið sé í höndum spænskra heilbrigðisyfirvalda. „Við tökum ekki fyrir hendurnar á þeim og fylgjumst vel með framvindunni þar ytra.“ Þráinn kveðst ekki vita hvort að fleiri Íslendingar en þessir sjö dvelji á hótelinu sem um ræðir. Hann segir Vita vera með vél áætlaða til og frá Tenerife á morgun. „Það eru öll flug á áætlun. Það eru náttúrulega hundruð véla sem fljúga til og frá vellinum þarna úti.“ Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14