Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2020 11:45 Anna Sigrún Baldursdóttir fyrir utan hótelið umrædda. Anna Sigrún/Lóa Pind Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir traustvekjandi að fylgjast með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife vegna gruns um kórónaveiru-smit á eyjunni. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar eru fastagestir á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, er stödd á Tenerife ásamt maka sínum. Í morgun fór hún út að hlaupa og villtist af leið. Hún endaði hjá hótelinu umrædda sem er í sóttkví og tók þar nokkrar myndir. Þar mátti sjá lögreglubíla og rútur sem höfðu umkringt hótelinnganginn. Fjölmiðlar eru áberandi á svæðinu. Greinilegt sé að viðbúnaður er mikill vegna smitsins. Frá aðgerðum lögreglu við hótelið.Vísir/Lóa Pind „Ég sá þarna fólk í hótelgarðinum sem reyndi að fara úr honum,“ segir Anna en gestirnir komust hvergi vegna lögreglumanna. „Þetta er eins og að horfa upp á hernaðarviðbragð að fylgjast með þessu,“ segir Anna. Hún bar þessi viðbrögð undir yfirmann smitvarna á Landspítalanum sem tjáði henni að viðbrögð yfirvalda á Tenerife væru mjög afgerandi og kórrétt. Anna segist í kjölfarið hafa farið út í búð og keypt handspritt og aðrar vörur til að forðast líkur á smiti. Á viku eftir á Tene Hún á viku eftir af dvöl sinni á Tenerife en segist ekki hafa hugað alvarlega að snemmbúinni heimför, þó það hafi flogið í gegnum huga hennar í morgun. „Við sjáum hvernig málin þróast,“ segir Anna í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta vera traustvekjandi aðgerðir. Ég myndi auðvitað ekki vilja vera í hópi þeirra sem eru í sóttkví á hótelinu. En viðbrögðin eru mjög afgerandi. Það er eina leiðin til að hemja þetta,“ segir Anna. Hún tekur fram að mikill sandstormur hafi verið á sunnudag og því fólk meira á ferðinni í gær en vanalega. „Það er kannski aðeins áhyggjuefni,“ segir Anna. Grunur um smitið kom upp seint í gærkvöldi en Anna segir að brugðist hafi verið við fljótt og örugglega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir traustvekjandi að fylgjast með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife vegna gruns um kórónaveiru-smit á eyjunni. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar eru fastagestir á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, er stödd á Tenerife ásamt maka sínum. Í morgun fór hún út að hlaupa og villtist af leið. Hún endaði hjá hótelinu umrædda sem er í sóttkví og tók þar nokkrar myndir. Þar mátti sjá lögreglubíla og rútur sem höfðu umkringt hótelinnganginn. Fjölmiðlar eru áberandi á svæðinu. Greinilegt sé að viðbúnaður er mikill vegna smitsins. Frá aðgerðum lögreglu við hótelið.Vísir/Lóa Pind „Ég sá þarna fólk í hótelgarðinum sem reyndi að fara úr honum,“ segir Anna en gestirnir komust hvergi vegna lögreglumanna. „Þetta er eins og að horfa upp á hernaðarviðbragð að fylgjast með þessu,“ segir Anna. Hún bar þessi viðbrögð undir yfirmann smitvarna á Landspítalanum sem tjáði henni að viðbrögð yfirvalda á Tenerife væru mjög afgerandi og kórrétt. Anna segist í kjölfarið hafa farið út í búð og keypt handspritt og aðrar vörur til að forðast líkur á smiti. Á viku eftir á Tene Hún á viku eftir af dvöl sinni á Tenerife en segist ekki hafa hugað alvarlega að snemmbúinni heimför, þó það hafi flogið í gegnum huga hennar í morgun. „Við sjáum hvernig málin þróast,“ segir Anna í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta vera traustvekjandi aðgerðir. Ég myndi auðvitað ekki vilja vera í hópi þeirra sem eru í sóttkví á hótelinu. En viðbrögðin eru mjög afgerandi. Það er eina leiðin til að hemja þetta,“ segir Anna. Hún tekur fram að mikill sandstormur hafi verið á sunnudag og því fólk meira á ferðinni í gær en vanalega. „Það er kannski aðeins áhyggjuefni,“ segir Anna. Grunur um smitið kom upp seint í gærkvöldi en Anna segir að brugðist hafi verið við fljótt og örugglega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira