Fengu miða undir hurðina þar sem tilkynnt var um sóttkvína Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 12:44 Lögregluþjónn stendur vörð fyrir utan Costa Adeje Palace-hótelið á Tenerife í morgun. Vísir/lóa pind Gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem sæta nú sóttkví vegna kórónuveirusmits, fengu tilkynningu um sóttkvína á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra. Þetta hefur BBC eftir gestum á hótelinu. Myndir af miðanum voru birtar á samfélagsmiðlum í dag. Ítalskur læknir sem dvaldi á umræddu hóteli á Tenerife greindist með Covid-19-kórónuveiruna. Talið er að hann sé frá héraði á Norður-Ítalíu, þar sem mörg tilfelli veirunnar hafa greinst undanfarna daga. Sjö Íslendingar eru jafnframt sagðir í sóttkví á hótelinu. Sjá einnig: Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Gestum á hótelinu var í fyrstu sagt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum á meðan læknisskoðanir færu fram, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Gestum var greint frá þessu á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra í morgun. Mynd af miðanum var birt á Facebook og síðar einnig á Twitter. „Okkur þykir fyrir því að tilkynna ykkur að af heilsufarsástæðum hefur hótelinu verið lokað. Þar til tilkynning berst frá heilbrigðisyfirvöldum verðið þið að halda ykkur inn í herbergjum ykkar,“ stendur á miðanum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hotel H10 Costa Adeje Palace hotel in Tenerife #Covid_19 #coronavirus #COVID2019 #Tenerife #Spain pic.twitter.com/dKBeZBxz8L— EOS Flanders (@Cryptomee) February 25, 2020 BBC ræðir við John Turton, gest á hótelinu, sem segir að hann og kona hans hafi séð miðann en svo heyrt í fólk á leið í morgunmat. Hótelið hafi vissulega verið girt af en gestirnir reyni að gera gott úr stöðunni. „Við höfum ekki fengið frekari upplýsingar aðrar en þær sem komu fram á miðanum en við ætlum bara að bíða, reyna að njóta frísins og sjá hvað setur,“ segir Turton. Christopher Betts, annar gestur á hótelinu, segir í samtali við Reuters-fréttaveituna að hann sjái lögreglumenn við gæslu fyrir utan hótelið og um fimmtíu hótelstarfsmenn. Hann segist ekki hafa verið prófaður fyrir kórónuveiru og þá hafi gestir ekki fengið neinar upplýsingar. Grunur um smitið á Tenerife kom upp seint í gærkvöldi. Alls hafa nú þrjú tilfelli kórónaveirunnar verið staðfest á Spáni. Ekkert bendir til þess að faraldur veirunnar geisi á Tenerife og hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ekki séð ástæðu til að vara við ferðum Íslendinga þangað. Því er þó beint til þeirra sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace-hótelinu að sæta tveggja vikna sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem sæta nú sóttkví vegna kórónuveirusmits, fengu tilkynningu um sóttkvína á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra. Þetta hefur BBC eftir gestum á hótelinu. Myndir af miðanum voru birtar á samfélagsmiðlum í dag. Ítalskur læknir sem dvaldi á umræddu hóteli á Tenerife greindist með Covid-19-kórónuveiruna. Talið er að hann sé frá héraði á Norður-Ítalíu, þar sem mörg tilfelli veirunnar hafa greinst undanfarna daga. Sjö Íslendingar eru jafnframt sagðir í sóttkví á hótelinu. Sjá einnig: Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Gestum á hótelinu var í fyrstu sagt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum á meðan læknisskoðanir færu fram, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Gestum var greint frá þessu á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra í morgun. Mynd af miðanum var birt á Facebook og síðar einnig á Twitter. „Okkur þykir fyrir því að tilkynna ykkur að af heilsufarsástæðum hefur hótelinu verið lokað. Þar til tilkynning berst frá heilbrigðisyfirvöldum verðið þið að halda ykkur inn í herbergjum ykkar,“ stendur á miðanum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hotel H10 Costa Adeje Palace hotel in Tenerife #Covid_19 #coronavirus #COVID2019 #Tenerife #Spain pic.twitter.com/dKBeZBxz8L— EOS Flanders (@Cryptomee) February 25, 2020 BBC ræðir við John Turton, gest á hótelinu, sem segir að hann og kona hans hafi séð miðann en svo heyrt í fólk á leið í morgunmat. Hótelið hafi vissulega verið girt af en gestirnir reyni að gera gott úr stöðunni. „Við höfum ekki fengið frekari upplýsingar aðrar en þær sem komu fram á miðanum en við ætlum bara að bíða, reyna að njóta frísins og sjá hvað setur,“ segir Turton. Christopher Betts, annar gestur á hótelinu, segir í samtali við Reuters-fréttaveituna að hann sjái lögreglumenn við gæslu fyrir utan hótelið og um fimmtíu hótelstarfsmenn. Hann segist ekki hafa verið prófaður fyrir kórónuveiru og þá hafi gestir ekki fengið neinar upplýsingar. Grunur um smitið á Tenerife kom upp seint í gærkvöldi. Alls hafa nú þrjú tilfelli kórónaveirunnar verið staðfest á Spáni. Ekkert bendir til þess að faraldur veirunnar geisi á Tenerife og hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ekki séð ástæðu til að vara við ferðum Íslendinga þangað. Því er þó beint til þeirra sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace-hótelinu að sæta tveggja vikna sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52
Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14