„Skellti mér í stúdíó og tók upp ábreiðu af þessu fallega lagi sem hljómsveitin DIMMA er með í Söngvakeppninni næsta laugardag,“ skrifar söngkonan Guðrún Árný á Facebook og birtir með færslunni myndband þar sem hún flytur ábreiðu af laginu Almyrkvi sem Dimma flytur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið.
„Mig langaði að leyfa ykkur að heyra hvað þetta stóra lag verður einlægt og ljúft í einföldum pianobúning. Takk strákar fyrir að semja svona fallegt lag, þið eruð svo mikil dásemd allir sem eitt. Stefán, Silli, Ingo, og Egill Örn (sæti trommarinn).“
Hér að neðan má hlusta á ábreiðu Guðrúnar.