Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Hópurinn hefur meðal annars fundað með erlendum ráðgjöfum og voru tillögur hans kynntar í dag.Aðaltillagan lítur að því að spítalinn taki stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfi innlögn flytjist sem fyrst inn á legudeildir. Sú ákvörðun var tekin strax í morgun að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Gera á áætlun sem á að vera tilbúin fyrir 1. apríl en hún lítur að því að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var 21,6 klukkustund en var 13,1 klukkustund árið 2015. Lagt er til að sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað og að þjónustan komi til framkvæmda 1. júní. „Við erum líka að tala um að efla svörun í 1700 númerið þannig að fólk geti leitað þangað uppá að fá leiðsögn um hvernig það á að sigla í gegn um heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þá er lagt til að Landspítali opni líknardeild fyrir aldraða og að líknarþjónusta við aldraða verði aukin utan spítalans. Þetta á að koma til framkvæmda fyrir 1.september. „Það hefur vilja brenna við núna að það hefur vantað farveg. Stundum er jafnvel sótt um rými á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem munu ekki búa þar lengi heldur þurfa fyrst og fremst líknarþjónustu,“ segir Páll. Þá á að auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. „Styrkja þá þekkingu og færni sem þarna er sannarlega fyrir hendi en efla hana þannig þessir aðilar geti sinnt ennþá fleiri og flóknari verkefnum á vettvangi eða í heimahúsum,“ segir Svandís. Svandís og Páll segja að tillögurnar hafi verið settar í forgang, bæði á spítalanum og í ráðuneytinu. Engu viðbótarfjármagni eigi að verja til aðgerðanna heldur snúist þetta fyrst og fremst um forgangsröðun. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Hópurinn hefur meðal annars fundað með erlendum ráðgjöfum og voru tillögur hans kynntar í dag.Aðaltillagan lítur að því að spítalinn taki stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfi innlögn flytjist sem fyrst inn á legudeildir. Sú ákvörðun var tekin strax í morgun að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Gera á áætlun sem á að vera tilbúin fyrir 1. apríl en hún lítur að því að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var 21,6 klukkustund en var 13,1 klukkustund árið 2015. Lagt er til að sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað og að þjónustan komi til framkvæmda 1. júní. „Við erum líka að tala um að efla svörun í 1700 númerið þannig að fólk geti leitað þangað uppá að fá leiðsögn um hvernig það á að sigla í gegn um heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þá er lagt til að Landspítali opni líknardeild fyrir aldraða og að líknarþjónusta við aldraða verði aukin utan spítalans. Þetta á að koma til framkvæmda fyrir 1.september. „Það hefur vilja brenna við núna að það hefur vantað farveg. Stundum er jafnvel sótt um rými á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem munu ekki búa þar lengi heldur þurfa fyrst og fremst líknarþjónustu,“ segir Páll. Þá á að auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. „Styrkja þá þekkingu og færni sem þarna er sannarlega fyrir hendi en efla hana þannig þessir aðilar geti sinnt ennþá fleiri og flóknari verkefnum á vettvangi eða í heimahúsum,“ segir Svandís. Svandís og Páll segja að tillögurnar hafi verið settar í forgang, bæði á spítalanum og í ráðuneytinu. Engu viðbótarfjármagni eigi að verja til aðgerðanna heldur snúist þetta fyrst og fremst um forgangsröðun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent