Sauð upp úr á fundi þingflokksformanna eftir óvænta uppákomu í velferðarnefnd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 17:42 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var nokkuð hart tekist á á fundi þingflokksformanna í gær. Vísir/Vilhelm Óvænt uppákoma varð í velferðarnefnd í gær þegar stjórnarmeirihlutinn lagði fram dagskrárbreytingartillögu sem varð til þess að þingmannamál um aðgengi að sálfræðiþjónustu frá Viðreisn komst ekki á dagskrá og þremur stjórnarmálum frá félagsmálaráðherra bætt á dagskrá. Ekki tókst heldur að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið, um greiðslu vaxta í stað dráttarvaxta vegna ólögmætar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Er það upplifun nokkurra nefndarmanna sem fréttastofa hefur rætt við að meirihlutinn hafi hrifsað til sín völdin en stjórnarandstaðan fer með formennsku í nefndinni. Síðar sama dag fór fram fundur þingflokksformanna. Mun það hafa verið mikill hitafundur þar sem upp úr sauð og ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar, að dagskrárbreytingin hafi verið lögð fram til að unnt væri að skipa framsögumenn í nefndinni fyrir þrjú mál frá félagsmálaráðherra og svo hægt væri að boða fulltrúa ráðuneytisins á fund til að kynna málin í nefndinni. Dagskrárbreytingartillaga Ólafs Þórs vakti ekki lukku meðal nefndarmanna í stjórnarandstöðu.Vísir/Vilhelm Nokkru áður hafi verið óskað sérstaklega eftir því að málin yrðu tekin á dagskrá, en þar sem þau rötuðu ekki inn í dagskrána hafi hann lagt fram dagskrárbreytingartillögu. Ekkert liggi að baki annað en það að skipa málunum framsögumenn svo hægt sé að koma þeim í farveg að sögn Ólafs Þórs. Málin þrjú eru frumvörp um fjöleignarhús, um málefni innflytjenda og um almannatryggingar, er varðar svokallaðan hálfan lífeyri. Með dagskrárbreytingartillögunni var ekki farið fram á að mál Viðreisnar væri tekið af dagskrá en upphafleg fundardagskrá fór úr skorðum eftir uppákomuna. Staðan sögð viðkvæm Nokkur kergja ríkir innan stjórnarandstöðunnar vegna framgöngu stjórnarmeirihlutans í nokkrum af fastanefndum þingsins, einkum kvarta nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sérstaklega yfir framkomu af hálfu Vinstri grænna. Staðan þykir viðkvæm og eru vonir bundnar við að það takist að leysa úr þessum hnút á allra næstu dögum. Viðræður hafa jafnframt verið í gangi varðandi þingmannamál, í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við þinglok í desember. Þá lýsa þingmenn stjórnarandstöðunnar undran yfir því að ákveðið hafi verið að fjölga nefndadögum í vikunni, líkt og forseti Alþingis greindi frá við upphaf þingfundar í gær, einkum í ljósi þess að mál frá ríkisstjórninni hafi skilað sér illa inn til þingsins. Á sama tíma hafi ekki náðst samstaða um afgreiðslu þingmannamála. Þá voru nokkrir nefndarfundir sem boðaðir voru í atvinnuveganefnd í síðustu viku blásnir af. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vöktu máls á þessu í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Meðal annars var auglýst eftir ríkisstjórninni og spurt hvort hún værir yfir höfuð enn að störfum.Uppfært kl. 18:35: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að forseti þingsins hafi fundað með formönnum þingflokka. Hið rétta er að hann sat ekki fundinn. Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Óvænt uppákoma varð í velferðarnefnd í gær þegar stjórnarmeirihlutinn lagði fram dagskrárbreytingartillögu sem varð til þess að þingmannamál um aðgengi að sálfræðiþjónustu frá Viðreisn komst ekki á dagskrá og þremur stjórnarmálum frá félagsmálaráðherra bætt á dagskrá. Ekki tókst heldur að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið, um greiðslu vaxta í stað dráttarvaxta vegna ólögmætar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Er það upplifun nokkurra nefndarmanna sem fréttastofa hefur rætt við að meirihlutinn hafi hrifsað til sín völdin en stjórnarandstaðan fer með formennsku í nefndinni. Síðar sama dag fór fram fundur þingflokksformanna. Mun það hafa verið mikill hitafundur þar sem upp úr sauð og ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar, að dagskrárbreytingin hafi verið lögð fram til að unnt væri að skipa framsögumenn í nefndinni fyrir þrjú mál frá félagsmálaráðherra og svo hægt væri að boða fulltrúa ráðuneytisins á fund til að kynna málin í nefndinni. Dagskrárbreytingartillaga Ólafs Þórs vakti ekki lukku meðal nefndarmanna í stjórnarandstöðu.Vísir/Vilhelm Nokkru áður hafi verið óskað sérstaklega eftir því að málin yrðu tekin á dagskrá, en þar sem þau rötuðu ekki inn í dagskrána hafi hann lagt fram dagskrárbreytingartillögu. Ekkert liggi að baki annað en það að skipa málunum framsögumenn svo hægt sé að koma þeim í farveg að sögn Ólafs Þórs. Málin þrjú eru frumvörp um fjöleignarhús, um málefni innflytjenda og um almannatryggingar, er varðar svokallaðan hálfan lífeyri. Með dagskrárbreytingartillögunni var ekki farið fram á að mál Viðreisnar væri tekið af dagskrá en upphafleg fundardagskrá fór úr skorðum eftir uppákomuna. Staðan sögð viðkvæm Nokkur kergja ríkir innan stjórnarandstöðunnar vegna framgöngu stjórnarmeirihlutans í nokkrum af fastanefndum þingsins, einkum kvarta nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sérstaklega yfir framkomu af hálfu Vinstri grænna. Staðan þykir viðkvæm og eru vonir bundnar við að það takist að leysa úr þessum hnút á allra næstu dögum. Viðræður hafa jafnframt verið í gangi varðandi þingmannamál, í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við þinglok í desember. Þá lýsa þingmenn stjórnarandstöðunnar undran yfir því að ákveðið hafi verið að fjölga nefndadögum í vikunni, líkt og forseti Alþingis greindi frá við upphaf þingfundar í gær, einkum í ljósi þess að mál frá ríkisstjórninni hafi skilað sér illa inn til þingsins. Á sama tíma hafi ekki náðst samstaða um afgreiðslu þingmannamála. Þá voru nokkrir nefndarfundir sem boðaðir voru í atvinnuveganefnd í síðustu viku blásnir af. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vöktu máls á þessu í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Meðal annars var auglýst eftir ríkisstjórninni og spurt hvort hún værir yfir höfuð enn að störfum.Uppfært kl. 18:35: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að forseti þingsins hafi fundað með formönnum þingflokka. Hið rétta er að hann sat ekki fundinn.
Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira