Vegagerðin bendir á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2020 11:30 Vegagerðin bendir á að göng undir Öxnadalsheiði yrðu styttri. Vísir/Jói K Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost.Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga sem tengi saman Eyjafjörð og Skagafjörð. Sveitarstjórnir beggja vegna Tröllaskaga hafa stutt málið og bent á göngin myndu tengja saman Norðurland vestra og eystra og meðal ananrsbúa til samfellt atvinnusvæði frá Sauðárkróki í vestri til Húsavíkur í austri, með Akureyri, stærsta þéttbýliskjarnann á svæðinu, í miðjunni. Ýmsir valkostir nefndir til sögunnar Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal líkt og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Ýmist er um ein göng eða tvenn göng að ræða eftir því hvaða leið yrði fyrir valinu. Ljóst er þó að Tröllaskagagöng yrðu að öllum líkindum lengstu göng landsins.Íumsögn Vegagerðarinnar um þingsályktunartillögunaer bent á að lengd ganganna myndi þýða að um erfiða framkvæmd yrði að ræða.„Göng um Tröllaskaga sem tengja Skagafjörð og Eyjafjörð betur saman yrðu mjög löng eða um 20 km og þar að auki með gangamunna í töluvert mikilli hæð við snjóþungar aðstæður. Göng af þessari lengd eru mjög fátíð enda er framkvæmd við þetta löng göng mun erfiðarari en við styttri göng. Auk þess verður erfitt að fullnægja öllum öryggiskröfum við fullbúin göng,“ segir í umsögn Vegagerðarinnar. Þær leiðir sem meðal annars hafa komð til umræðu vegna Tröllaskagaganga eru hér merktar með gulu.Grafík/Tótla Jafnframt er bent á að kostnaður við slík göng myndi hlaupa á 50-70 milljörðum og telur Vegagerðin því eðlilegt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á þessum valkosti áður en lagst verði í frekari rannsóknir. Þá bendir Vegagerðin einnig á annan valkost í stöðunni, að grafa göng undir Öxnadalsheiði þar sem Þjóðvegur eitt liggur nú.„Vegagerðin hefur lítillega skoðað þann möguleika og komist að þeirri niðurstöðu að göng með gangamunna í svipaðri hæð gætu verið um 11 km löng.“ Samfélagið geti ekki ætlast til þess að barnshafandi konur leggi í lífshættuleg ferðalög Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um þingsályktunartillöguna eru Akureyrarbær og sveitarfélagið Skagafjörður þar sem áhersla er lögð á samfélagsleg áhrif gangana, auk þess sem að bent er á að göngin myndu gegna mikilvægu hlutvegi varðandi heilbrigðisþjónustu. Engin fæðingarþjónusta sé á Norðurlandi vestra og því mikilvægt að tryggja óhindrað aðgengi að Sjúkrahúsinu á Akureyri. Undir þetta tekur Byggðastofnun í umsögn sinni en höfuðstöðvar hennar eru á Sauðárkróki. Í umsögninni segir að uppbygging heilbrigðisþjónstu í Reykjavík og á Akureyri kalli á það að skoðað sé hvaða samgöngubætur geti komið til móts við þá sem búa á öðrum stöðum, til þess að tryggja aðgengi þeirra að heilbrigðissþjónustu. „[S]amfélagið getur ekki ætlast til þess að t.d. konur sem þurfa að leita eftir þjónustu vegna barneigna þurfi að leggja í lífshættuleg ferðalög um fjallvegi sem að auki lokast oft og tíðum,“ segir í umsögn Byggðastofnunar sem telur æskilegt að útfærsla jarðgangana verði skoðuð og þau felld inn í jarðgangaáætlun teljist framkvæmdin raunhæf og framkvæmanleg. Akureyri Alþingi Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Vill göng undir Tröllaskaga Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. 25. október 2019 06:00 Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00 Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða. 29. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost.Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga sem tengi saman Eyjafjörð og Skagafjörð. Sveitarstjórnir beggja vegna Tröllaskaga hafa stutt málið og bent á göngin myndu tengja saman Norðurland vestra og eystra og meðal ananrsbúa til samfellt atvinnusvæði frá Sauðárkróki í vestri til Húsavíkur í austri, með Akureyri, stærsta þéttbýliskjarnann á svæðinu, í miðjunni. Ýmsir valkostir nefndir til sögunnar Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal líkt og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Ýmist er um ein göng eða tvenn göng að ræða eftir því hvaða leið yrði fyrir valinu. Ljóst er þó að Tröllaskagagöng yrðu að öllum líkindum lengstu göng landsins.Íumsögn Vegagerðarinnar um þingsályktunartillögunaer bent á að lengd ganganna myndi þýða að um erfiða framkvæmd yrði að ræða.„Göng um Tröllaskaga sem tengja Skagafjörð og Eyjafjörð betur saman yrðu mjög löng eða um 20 km og þar að auki með gangamunna í töluvert mikilli hæð við snjóþungar aðstæður. Göng af þessari lengd eru mjög fátíð enda er framkvæmd við þetta löng göng mun erfiðarari en við styttri göng. Auk þess verður erfitt að fullnægja öllum öryggiskröfum við fullbúin göng,“ segir í umsögn Vegagerðarinnar. Þær leiðir sem meðal annars hafa komð til umræðu vegna Tröllaskagaganga eru hér merktar með gulu.Grafík/Tótla Jafnframt er bent á að kostnaður við slík göng myndi hlaupa á 50-70 milljörðum og telur Vegagerðin því eðlilegt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á þessum valkosti áður en lagst verði í frekari rannsóknir. Þá bendir Vegagerðin einnig á annan valkost í stöðunni, að grafa göng undir Öxnadalsheiði þar sem Þjóðvegur eitt liggur nú.„Vegagerðin hefur lítillega skoðað þann möguleika og komist að þeirri niðurstöðu að göng með gangamunna í svipaðri hæð gætu verið um 11 km löng.“ Samfélagið geti ekki ætlast til þess að barnshafandi konur leggi í lífshættuleg ferðalög Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um þingsályktunartillöguna eru Akureyrarbær og sveitarfélagið Skagafjörður þar sem áhersla er lögð á samfélagsleg áhrif gangana, auk þess sem að bent er á að göngin myndu gegna mikilvægu hlutvegi varðandi heilbrigðisþjónustu. Engin fæðingarþjónusta sé á Norðurlandi vestra og því mikilvægt að tryggja óhindrað aðgengi að Sjúkrahúsinu á Akureyri. Undir þetta tekur Byggðastofnun í umsögn sinni en höfuðstöðvar hennar eru á Sauðárkróki. Í umsögninni segir að uppbygging heilbrigðisþjónstu í Reykjavík og á Akureyri kalli á það að skoðað sé hvaða samgöngubætur geti komið til móts við þá sem búa á öðrum stöðum, til þess að tryggja aðgengi þeirra að heilbrigðissþjónustu. „[S]amfélagið getur ekki ætlast til þess að t.d. konur sem þurfa að leita eftir þjónustu vegna barneigna þurfi að leggja í lífshættuleg ferðalög um fjallvegi sem að auki lokast oft og tíðum,“ segir í umsögn Byggðastofnunar sem telur æskilegt að útfærsla jarðgangana verði skoðuð og þau felld inn í jarðgangaáætlun teljist framkvæmdin raunhæf og framkvæmanleg.
Akureyri Alþingi Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Vill göng undir Tröllaskaga Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. 25. október 2019 06:00 Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00 Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða. 29. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Vill göng undir Tröllaskaga Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. 25. október 2019 06:00
Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00
Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða. 29. nóvember 2019 07:30