Fyrsta vopnaða ránið í um fjörutíu ára sögu Kjötborgar Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2020 09:00 Bræðurnir Gunnar og Kristján Jónassynir opnuðu Kjötborg árið 1981. vísir/vilhelm Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudaginn. Var þetta fyrsta ránið í sögu verslunarinnar. Gunnar Jónasson, annar eigenda Kjötborgar, segir að maðurinn hafi komist undan með „einhverja þúsundkalla“, en að honum skiljist að lögreglu hafi nú tekist að hafa hendur í hári mannsins. Staðið vaktina frá 1981 Gunnar rekur Kjötborg í félagi við Kristján bróður sinn og hafa þeir staðið þar vaktina frá árinu 1981. „Þetta er fyrsta ránið sem á sér stað hérna. Það hlaut nú að koma að því, en við vonum bara að það verði fjörutíu ár eða jafnvel fleiri í það næsta. Þetta er eitthvað sem maður á alltaf óbeint von á, en hefur aldrei lent í.“ Gunnar segir að vopnaði maðurinn hafi ruðst inn um klukkan 14 á þriðjudaginn. „Hann var vopnaður hnífi. Bróðir minn stóð vaktina þá, en ég var sjálfur að ná í vörur. Það voru engir viðskiptavinir í versluninni á þessu augnabliki þegar þetta átti sér stað.“ Ekki með sömu reynslu og Pétursbúð Hann segir að þó að maðurinn hafi verið grímuklæddur og með sólgleraugu þá hafi Kristján engu að síður náð að veita lögreglu greinargóða lýsingu á manninum. „Við höfum aldrei lent í þessu og höfum því ekki mikla reynslu eins og Pétursbúð. Við létum hins vegar ekkert reyna á að vera með einhverja takta og létum svo lögreglu vita af því að þetta er náttúrulega eitthvað sem þarf að stoppa,“ segir Gunnar að lokum. Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudaginn. Var þetta fyrsta ránið í sögu verslunarinnar. Gunnar Jónasson, annar eigenda Kjötborgar, segir að maðurinn hafi komist undan með „einhverja þúsundkalla“, en að honum skiljist að lögreglu hafi nú tekist að hafa hendur í hári mannsins. Staðið vaktina frá 1981 Gunnar rekur Kjötborg í félagi við Kristján bróður sinn og hafa þeir staðið þar vaktina frá árinu 1981. „Þetta er fyrsta ránið sem á sér stað hérna. Það hlaut nú að koma að því, en við vonum bara að það verði fjörutíu ár eða jafnvel fleiri í það næsta. Þetta er eitthvað sem maður á alltaf óbeint von á, en hefur aldrei lent í.“ Gunnar segir að vopnaði maðurinn hafi ruðst inn um klukkan 14 á þriðjudaginn. „Hann var vopnaður hnífi. Bróðir minn stóð vaktina þá, en ég var sjálfur að ná í vörur. Það voru engir viðskiptavinir í versluninni á þessu augnabliki þegar þetta átti sér stað.“ Ekki með sömu reynslu og Pétursbúð Hann segir að þó að maðurinn hafi verið grímuklæddur og með sólgleraugu þá hafi Kristján engu að síður náð að veita lögreglu greinargóða lýsingu á manninum. „Við höfum aldrei lent í þessu og höfum því ekki mikla reynslu eins og Pétursbúð. Við létum hins vegar ekkert reyna á að vera með einhverja takta og létum svo lögreglu vita af því að þetta er náttúrulega eitthvað sem þarf að stoppa,“ segir Gunnar að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira