Skjaldborg á Patró hlaut Eyrarrósina 2020 Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2020 16:15 Skjaldborg er eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Skjaldborg Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði hlaut í dag Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Tilkynnt var um handhafa verðlaunanna á Bessastöðum í dag, en þetta var í sextánda sinn sem Eyrarrósin var veitt. Í tilkynningu segir að aðstandendur hátíðarinnar hafi að vonum verið hæstánægðir þegar þær tóku á móti viðurkenningunni og verðlaunafé, enda í þriðja sinn sem hátíðin kemst á Eyrarrósarlistann. Eliza Reid forsetafrú afhenti viðurkenninguna. „Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu og voru sex verkefni valin á Eyrarrósarlistann í ár: Júlíana – hátíð sögu og bóka (Stykkishólmur) Kakalaskáli í Skagafirði (Akrahreppur) Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði (Fjallabyggð, Siglufjörður) Plan B Art Festival (Borgarbyggð/Vesturland) Reykholtshátíð (Borgarfjörður/Vesturland) Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda (Patreksfjörður) Auk Skjaldborgar hlutu Kakalaskáli og Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði formlega tilnefningu til verðlaunanna. Hvort verkefnið um sig fær í sinn hlut verðlaunafé að upphæð 500.000 kr. Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar, Byggðastofnunar og Air Iceland Connect. UM VERKEFNIN Júlíana - hátíð sögu og bóka Framtak fjögurra kvenna í Stykkishólmi sem ákváðu að koma á fót bóka- og söguhátíð að vetri til þess að lífga upp á menningarlífið í bænum. Fyrsta hátíðin fór fram í febrúar 2013 og hefur verið haldin árlega síðan. Hátíðin hefur að leiðarljósi að stuðla að umfjöllun um þýðingu sögunnar og sagnaarfsins í samtímanum og hverfist hver hátíð um ákveðið viðfangsefni. Júlíana – hátíð sögu og bóka er haldin í góðu samstarfi við ýmsar menningar- og menntastofnanir Stykkishólmsbæjar og býður árlega heim rithöfundum í fremstu röð. Hátíðin ber nafn Júlíönu Jónsdóttur í Akureyjum (1838-1917), fyrstu íslensku skáldkonunnar sem fékk gefna út eftir sig ljóðabók og leikrit eftir sig sett á svið. Kakalaskáli í Skagafirði - TILNEFNING Í Kakalaskála er sögu Sturlungaaldar miðlað á afar áhugaverðan hátt. Um er að ræða sögu- og listasýningu með hljóðleiðsögn. Sýningin var unnin af 14 listamönnum frá 10 mismunandi þjóðlöndum vorið 2019 sem gefur nýja og ferska sýn á þjóðararfinn og stendur fyrir sínu bæði sem sögu- og listasýning. Á staðnum er einnig sérstætt útilistaverk sem sviðsetur Haugsnesbardaga. Útilistaverkið samanstendur af rífega 1300 steinum sem taka hver álíka pláss og einn maður í herfylkingu myndi gera. Sviðsmyndin sýnir fylkingar Sturlunga og Ásbirninga skömmu áður en þær skella saman í bardaga. Verkið er unnið af Sigurði Hansen. Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði - TILNEFNING Í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hefur um árabil verið rekið fjölþætt menningarstarf allt árið um kring sem hefur haft mikil áhrif á bæjarbraginn. Aðstaðan er góð fyrir sýningar í litla sýningarrýminu Kompunni, haldnir eru fyrirlestrar og kynningar af ýmsum toga í alrými hússins og í stóra vinnusalnum eru haldnir tónleikar, listasmiðjur, fjöllistasýningar, gjörningar og margt fleira. Á þeim 8 árum sem starfseminni hefur verið haldið úti hafa um þúsund listamenn og skapandi einstaklingar komið fram í Alþýðuhúsinu og um 300 viðburðir verið settir upp fyrir gesti og gangandi að njóta. Plan-B Art Festival, Borgarnesi Grasrótarhátíðin Plan-B Art Festival hefur frá árinu 2016 fest sig í sessi sem þekkt stærð íslensku listalífi og vex ásmegin ár frá ári. Hátíðin er haldin árlega í Borgarnesi og nærsveitum. Stefna Plan-B Art Festival er að vera vettvangur fyrir listamenn til að þróa hugmyndir sínar og listsköpun í því formi sem þeir kjósa. Þeir miðlar sem listamenn hátíðarinnar vinna í eru því fjölbreyttir, allt frá málverki til gjörninga, sem gerir hátíðina að upplifun sem gestir taka beint og óbeint þátt í að skapa. Reykholtshátíð í Borgarfirði Reykholtshátíð er ein af rótgrónustu tónlistarhátíðum landsins og hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1996 síðustu helgina í júlí í Reykholti í Borgarfirði. Flytjendur úr fremstu röð íslensks tónlistarlífs hafa komið fram á hátíðinni í gegnum tíðina auk margra erlendra gesta. Aðstandendur Reykholtshátíðar hafa unnið brautryðjendastarf á Íslandi með því að halda úti tónlistarhátíð á landsbyggðinni með áherslu á klassíska söng- og hljóðfæratónlist. Hátíðin er mikilvægur viðburður í menningarlífi sögustaðarins Reykholts og telst til eins af hápunktum ársins í menningarlífi Vesturlands og á landsvísu. Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda, Patreksfirði - TILNEFNING Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndafólks og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. Auk frumsýninga eru á dagskrá vinnustofur, hliðardagskrá og skemmtanahald sem setur mikinn svip á Patreksfjörð á meðan á hátíðinni varir.,“ segir í tilkynningunni. Bíó og sjónvarp Forseti Íslands Menning Vesturbyggð Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði hlaut í dag Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Tilkynnt var um handhafa verðlaunanna á Bessastöðum í dag, en þetta var í sextánda sinn sem Eyrarrósin var veitt. Í tilkynningu segir að aðstandendur hátíðarinnar hafi að vonum verið hæstánægðir þegar þær tóku á móti viðurkenningunni og verðlaunafé, enda í þriðja sinn sem hátíðin kemst á Eyrarrósarlistann. Eliza Reid forsetafrú afhenti viðurkenninguna. „Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu og voru sex verkefni valin á Eyrarrósarlistann í ár: Júlíana – hátíð sögu og bóka (Stykkishólmur) Kakalaskáli í Skagafirði (Akrahreppur) Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði (Fjallabyggð, Siglufjörður) Plan B Art Festival (Borgarbyggð/Vesturland) Reykholtshátíð (Borgarfjörður/Vesturland) Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda (Patreksfjörður) Auk Skjaldborgar hlutu Kakalaskáli og Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði formlega tilnefningu til verðlaunanna. Hvort verkefnið um sig fær í sinn hlut verðlaunafé að upphæð 500.000 kr. Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar, Byggðastofnunar og Air Iceland Connect. UM VERKEFNIN Júlíana - hátíð sögu og bóka Framtak fjögurra kvenna í Stykkishólmi sem ákváðu að koma á fót bóka- og söguhátíð að vetri til þess að lífga upp á menningarlífið í bænum. Fyrsta hátíðin fór fram í febrúar 2013 og hefur verið haldin árlega síðan. Hátíðin hefur að leiðarljósi að stuðla að umfjöllun um þýðingu sögunnar og sagnaarfsins í samtímanum og hverfist hver hátíð um ákveðið viðfangsefni. Júlíana – hátíð sögu og bóka er haldin í góðu samstarfi við ýmsar menningar- og menntastofnanir Stykkishólmsbæjar og býður árlega heim rithöfundum í fremstu röð. Hátíðin ber nafn Júlíönu Jónsdóttur í Akureyjum (1838-1917), fyrstu íslensku skáldkonunnar sem fékk gefna út eftir sig ljóðabók og leikrit eftir sig sett á svið. Kakalaskáli í Skagafirði - TILNEFNING Í Kakalaskála er sögu Sturlungaaldar miðlað á afar áhugaverðan hátt. Um er að ræða sögu- og listasýningu með hljóðleiðsögn. Sýningin var unnin af 14 listamönnum frá 10 mismunandi þjóðlöndum vorið 2019 sem gefur nýja og ferska sýn á þjóðararfinn og stendur fyrir sínu bæði sem sögu- og listasýning. Á staðnum er einnig sérstætt útilistaverk sem sviðsetur Haugsnesbardaga. Útilistaverkið samanstendur af rífega 1300 steinum sem taka hver álíka pláss og einn maður í herfylkingu myndi gera. Sviðsmyndin sýnir fylkingar Sturlunga og Ásbirninga skömmu áður en þær skella saman í bardaga. Verkið er unnið af Sigurði Hansen. Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði - TILNEFNING Í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hefur um árabil verið rekið fjölþætt menningarstarf allt árið um kring sem hefur haft mikil áhrif á bæjarbraginn. Aðstaðan er góð fyrir sýningar í litla sýningarrýminu Kompunni, haldnir eru fyrirlestrar og kynningar af ýmsum toga í alrými hússins og í stóra vinnusalnum eru haldnir tónleikar, listasmiðjur, fjöllistasýningar, gjörningar og margt fleira. Á þeim 8 árum sem starfseminni hefur verið haldið úti hafa um þúsund listamenn og skapandi einstaklingar komið fram í Alþýðuhúsinu og um 300 viðburðir verið settir upp fyrir gesti og gangandi að njóta. Plan-B Art Festival, Borgarnesi Grasrótarhátíðin Plan-B Art Festival hefur frá árinu 2016 fest sig í sessi sem þekkt stærð íslensku listalífi og vex ásmegin ár frá ári. Hátíðin er haldin árlega í Borgarnesi og nærsveitum. Stefna Plan-B Art Festival er að vera vettvangur fyrir listamenn til að þróa hugmyndir sínar og listsköpun í því formi sem þeir kjósa. Þeir miðlar sem listamenn hátíðarinnar vinna í eru því fjölbreyttir, allt frá málverki til gjörninga, sem gerir hátíðina að upplifun sem gestir taka beint og óbeint þátt í að skapa. Reykholtshátíð í Borgarfirði Reykholtshátíð er ein af rótgrónustu tónlistarhátíðum landsins og hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1996 síðustu helgina í júlí í Reykholti í Borgarfirði. Flytjendur úr fremstu röð íslensks tónlistarlífs hafa komið fram á hátíðinni í gegnum tíðina auk margra erlendra gesta. Aðstandendur Reykholtshátíðar hafa unnið brautryðjendastarf á Íslandi með því að halda úti tónlistarhátíð á landsbyggðinni með áherslu á klassíska söng- og hljóðfæratónlist. Hátíðin er mikilvægur viðburður í menningarlífi sögustaðarins Reykholts og telst til eins af hápunktum ársins í menningarlífi Vesturlands og á landsvísu. Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda, Patreksfirði - TILNEFNING Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndafólks og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. Auk frumsýninga eru á dagskrá vinnustofur, hliðardagskrá og skemmtanahald sem setur mikinn svip á Patreksfjörð á meðan á hátíðinni varir.,“ segir í tilkynningunni.
Bíó og sjónvarp Forseti Íslands Menning Vesturbyggð Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira