Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2020 16:57 Töluverð öryggisgæsla hefur verið við hótel Íslendinganna tíu á Tenerife. Getty/Arturo Rodríguez Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. Frá þessu var greint á blaðamannafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Greint var frá því að sóttvarnalæknir hefði verið í sambandi við Íslendingana sjö, sex fullorðna og eitt barn, sem eru á meðal þúsund gesta og starfsfólks á hótelinu. Í dag bættust svo við þær upplýsingar að þrír Íslendingar til viðbótar væru á hótelinu. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, sagði í samtali við Vísi í dag að sóttvarnalæknir hefði að hans mati lýst vel þeirri hættu sem til staðar sé. Ekki sé hættulegra að fara til Tenerife en hvert á land annað sem er. „Ef fólk er hrætt við að fara til Tenerife ætti það ekki að fara neitt,“ segir Þráinn. Vita flaug fullri vél til Tenerife í dag. 183 fóru en tólf afbókuðu flugið. Um var að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sem frestaði för vegna þess. Í ferð sem fyrirhuguð er á laugardag eru engar afbókanir enn sem komið er. Þráinn segir að aðalfararstjóri þeirra hjá Vita sé í stöðugu sambandi við hópinn og er líðan fólks góð eða eftir atvikum, í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er að vera læst inni á hótelinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. Frá þessu var greint á blaðamannafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Greint var frá því að sóttvarnalæknir hefði verið í sambandi við Íslendingana sjö, sex fullorðna og eitt barn, sem eru á meðal þúsund gesta og starfsfólks á hótelinu. Í dag bættust svo við þær upplýsingar að þrír Íslendingar til viðbótar væru á hótelinu. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, sagði í samtali við Vísi í dag að sóttvarnalæknir hefði að hans mati lýst vel þeirri hættu sem til staðar sé. Ekki sé hættulegra að fara til Tenerife en hvert á land annað sem er. „Ef fólk er hrætt við að fara til Tenerife ætti það ekki að fara neitt,“ segir Þráinn. Vita flaug fullri vél til Tenerife í dag. 183 fóru en tólf afbókuðu flugið. Um var að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sem frestaði för vegna þess. Í ferð sem fyrirhuguð er á laugardag eru engar afbókanir enn sem komið er. Þráinn segir að aðalfararstjóri þeirra hjá Vita sé í stöðugu sambandi við hópinn og er líðan fólks góð eða eftir atvikum, í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er að vera læst inni á hótelinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira