Gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. febrúar 2020 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu þar í gær. Hann segir áherslum Íslands hafa verið vel tekið. Ráðherra segist hafa lagt áherslu á það í ávarpi sínu til dæmis að ríkin í ráðinu þurfi að setja gott fordæmi, líkt og Ísland hefur áður krafist. „Ég nefndi sérstaklega Venesúela sem var verið að kjósa í ráðið núna en er svo sannarlega ekki á réttum stað þegar mannréttindi eru annars vegar. Síðan lagði ég áherslu á réttindi þess fólks sem við höfum sérstaklega tekið fyrir, þá sérstaklega réttindi hinsegin fólks.“ Guðlaugur segir að áherslur Íslands fái almennt góð viðbrögð hjá þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sem og mannréttindasamtökum. „Síðan vitum við það og þekkjum það að þeir sem verða fyrir gagnrýninni þeir taka því ekki alltaf vel.“ Ísland kom inn í mannréttindaráðið á sínum tíma eftir úrsögn Bandaríkjanna, sem höfðu þá gagnrýnt skort á skilvirkni, meinta andstöðu ráðsins við Ísrael og það að ríkin í ráðinu setji sum slæmt fordæmi. Guðlaugur segir skilvirknina hafa aukist á meðan Ísland sat í ráðinu. „Í fyrsta skipti eru tekin fyrir til dæmis málefni Sádi-Arabíu með þeim hætti sem gert var. Og það var að okkar frumkvæði. Þannig það má segja að það hafi mjakast hvað það varðar.“ Guðlaugur fundaði með mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna um væntanlega skýrslu um stöðu mannréttinda á Filippseyjum, sem er unnin í samræmi við ályktun Íslands sem olli miklu fjaðrafoki í fyrra. Hann segir að vonandi beri gagnrýni Íslands og annarra ríkja árangur. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu þar í gær. Hann segir áherslum Íslands hafa verið vel tekið. Ráðherra segist hafa lagt áherslu á það í ávarpi sínu til dæmis að ríkin í ráðinu þurfi að setja gott fordæmi, líkt og Ísland hefur áður krafist. „Ég nefndi sérstaklega Venesúela sem var verið að kjósa í ráðið núna en er svo sannarlega ekki á réttum stað þegar mannréttindi eru annars vegar. Síðan lagði ég áherslu á réttindi þess fólks sem við höfum sérstaklega tekið fyrir, þá sérstaklega réttindi hinsegin fólks.“ Guðlaugur segir að áherslur Íslands fái almennt góð viðbrögð hjá þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sem og mannréttindasamtökum. „Síðan vitum við það og þekkjum það að þeir sem verða fyrir gagnrýninni þeir taka því ekki alltaf vel.“ Ísland kom inn í mannréttindaráðið á sínum tíma eftir úrsögn Bandaríkjanna, sem höfðu þá gagnrýnt skort á skilvirkni, meinta andstöðu ráðsins við Ísrael og það að ríkin í ráðinu setji sum slæmt fordæmi. Guðlaugur segir skilvirknina hafa aukist á meðan Ísland sat í ráðinu. „Í fyrsta skipti eru tekin fyrir til dæmis málefni Sádi-Arabíu með þeim hætti sem gert var. Og það var að okkar frumkvæði. Þannig það má segja að það hafi mjakast hvað það varðar.“ Guðlaugur fundaði með mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna um væntanlega skýrslu um stöðu mannréttinda á Filippseyjum, sem er unnin í samræmi við ályktun Íslands sem olli miklu fjaðrafoki í fyrra. Hann segir að vonandi beri gagnrýni Íslands og annarra ríkja árangur.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira