Nýr slökkviliðsbíll ónothæfur eftir skoðun hjá þjónustuaðila Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 22:28 Einn af nýjum bílum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skemmdist mikið í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila. Vísir/Vilhelm Einn af fjórum nýjum slökkviliðsbílum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk afhenta 12. nóvember á síðasta ári, er mikið skemmdur og ónothæfur eftir að bílinn fór í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila þeirra. Bifreiðin er af gerðinni Scania og var breytt í slökkvibifreið hjá fyrirtækinu Wiss í Póllandi. Þar var búnaður settur á og í bílinn. Þangað kom bílinn frá framleiðanda Scania með fimm manna áhafnarhúsi. Var það áhafnarhúsið sem skemmdist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn Kletts, umboðsaðila Scania hér á landi, að lyfta áhafnarhúsinu með sérstakri lyftu. Gleymdist að taka mikilvægan búnað úr sambandi og því skemmdi lyftubúnaðurinn húsið mikið. Skipt verður á áhafnarhús og mikilvægur búnaður færður á milli bifreiða.Vísir/Vilhelm Tjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ekkert Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir atvikið óheppilegt. „Eftir samráð á milli allra aðila sem að málinu koma hefur verið ákveðið að slökkviliðsbílinn fari út til framleiðandans í Póllandi þar sem skipt verður um áhafnarhús og allur sérhæfður búnaður færður á milli,“ segir Birgir. Birgir segir að tryggingarfélag Kletts mundi greiða allan kostnað vegna þessa og því kostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins enginn. Bifreiðin hafði ekki verið tekin í notkun hjá slökkviliðinu. Þó þurfi að notast við eldri bifreið þar til nýi bíllinn kemur aftur til landsins. Birgir segir einnig að samþykkt hafi verið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins muni fá bætur fyrir þær tafir sem verða á því að bíllinn verði tekin í notkun. Slökkvilið Tengdar fréttir Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00 Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Einn af fjórum nýjum slökkviliðsbílum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk afhenta 12. nóvember á síðasta ári, er mikið skemmdur og ónothæfur eftir að bílinn fór í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila þeirra. Bifreiðin er af gerðinni Scania og var breytt í slökkvibifreið hjá fyrirtækinu Wiss í Póllandi. Þar var búnaður settur á og í bílinn. Þangað kom bílinn frá framleiðanda Scania með fimm manna áhafnarhúsi. Var það áhafnarhúsið sem skemmdist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn Kletts, umboðsaðila Scania hér á landi, að lyfta áhafnarhúsinu með sérstakri lyftu. Gleymdist að taka mikilvægan búnað úr sambandi og því skemmdi lyftubúnaðurinn húsið mikið. Skipt verður á áhafnarhús og mikilvægur búnaður færður á milli bifreiða.Vísir/Vilhelm Tjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ekkert Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir atvikið óheppilegt. „Eftir samráð á milli allra aðila sem að málinu koma hefur verið ákveðið að slökkviliðsbílinn fari út til framleiðandans í Póllandi þar sem skipt verður um áhafnarhús og allur sérhæfður búnaður færður á milli,“ segir Birgir. Birgir segir að tryggingarfélag Kletts mundi greiða allan kostnað vegna þessa og því kostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins enginn. Bifreiðin hafði ekki verið tekin í notkun hjá slökkviliðinu. Þó þurfi að notast við eldri bifreið þar til nýi bíllinn kemur aftur til landsins. Birgir segir einnig að samþykkt hafi verið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins muni fá bætur fyrir þær tafir sem verða á því að bíllinn verði tekin í notkun.
Slökkvilið Tengdar fréttir Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00 Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00
Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31