Innlent

Ríkið styður Lýðháskólann á Flateyri um 70 milljónir

Atli Ísleifsson skrifar
Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra undirrita samninginn.
Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra undirrita samninginn. Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Samningur hefur verið gerður um að íslenska ríkið styrki Lýðháskólann á Flateyri um sjötíu milljónir króna.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri undirrituðu samninginn á Flateyri í gær.

Kveður hann á um að skólinn skuli bjóða upp á nám sem uppfylli kröfur nýrra laga um lýðskóla og sækja um viðurkenningu sem slíkur skóli á samningstímanum, eða næstu þrjár annir.

Í tilkynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að lýðskólar leggi áherslu á að veita víðtæka almenna menntun þar sem nemandinn sé í fyrirrúmi. „Slíkt nám miðar að því að gefa nemendum tækifæri til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og styrkleika og auka sinn skilning á sögu, menningu, virðingu fyrir lífsgildum annarra og innviðum lýðræðislegs samfélags,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×