Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 10:25 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mælist til þess að starfsfólk og nemendur fylgi ráðleggingum sóttvarnalæknis vegna kórónuveirunnar. vísir/vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem rektor sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir að borist hafi ábendingar um að starfsfólk og stúdentar við háskólann séu nú að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður-Ítalíu. Hafi skólayfirvöldum borist fyrirspurnir um hvernig bregðast skuli við því. Rektor vísar í ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna sem voru uppfærðar í gær og hvaða svæði teljast til áhættusvæða þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Þessi svæði eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran. Hefur sóttvarnalæknir ráðlagt almenningi frá ónauðsynlegum ferðum til þessara svæða. Þá er mælst til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum að þeir fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Þá er einnig mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga frá því þeir yfirgáfu hótelið. Eru þeir einnig beðnir um að vera í sambandi við síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Að því er segir í tilkynningu rektors mælist hann til þess að starfsfólk og nemendur fari eftir þessum ráðleggingum sóttvarnalæknis sem séu uppfærðar eftir ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er talið að um nokkra aðila sé að ræða en ekki liggur fyrir föst tala. Þá sé málið ekki komið á þann stað að verið sé að fella niður kennslustundir. Tilkynningin hafi verið send út til upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk þar sem stór hópur komi saman í HÍ á hverjum degi. Þá munu skólayfirvöld fylgjast náið með þróuninni eins og aðrir.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá HÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem rektor sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir að borist hafi ábendingar um að starfsfólk og stúdentar við háskólann séu nú að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður-Ítalíu. Hafi skólayfirvöldum borist fyrirspurnir um hvernig bregðast skuli við því. Rektor vísar í ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna sem voru uppfærðar í gær og hvaða svæði teljast til áhættusvæða þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Þessi svæði eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran. Hefur sóttvarnalæknir ráðlagt almenningi frá ónauðsynlegum ferðum til þessara svæða. Þá er mælst til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum að þeir fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Þá er einnig mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga frá því þeir yfirgáfu hótelið. Eru þeir einnig beðnir um að vera í sambandi við síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Að því er segir í tilkynningu rektors mælist hann til þess að starfsfólk og nemendur fari eftir þessum ráðleggingum sóttvarnalæknis sem séu uppfærðar eftir ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er talið að um nokkra aðila sé að ræða en ekki liggur fyrir föst tala. Þá sé málið ekki komið á þann stað að verið sé að fella niður kennslustundir. Tilkynningin hafi verið send út til upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk þar sem stór hópur komi saman í HÍ á hverjum degi. Þá munu skólayfirvöld fylgjast náið með þróuninni eins og aðrir.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá HÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30