Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 10:25 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mælist til þess að starfsfólk og nemendur fylgi ráðleggingum sóttvarnalæknis vegna kórónuveirunnar. vísir/vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem rektor sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir að borist hafi ábendingar um að starfsfólk og stúdentar við háskólann séu nú að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður-Ítalíu. Hafi skólayfirvöldum borist fyrirspurnir um hvernig bregðast skuli við því. Rektor vísar í ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna sem voru uppfærðar í gær og hvaða svæði teljast til áhættusvæða þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Þessi svæði eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran. Hefur sóttvarnalæknir ráðlagt almenningi frá ónauðsynlegum ferðum til þessara svæða. Þá er mælst til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum að þeir fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Þá er einnig mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga frá því þeir yfirgáfu hótelið. Eru þeir einnig beðnir um að vera í sambandi við síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Að því er segir í tilkynningu rektors mælist hann til þess að starfsfólk og nemendur fari eftir þessum ráðleggingum sóttvarnalæknis sem séu uppfærðar eftir ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er talið að um nokkra aðila sé að ræða en ekki liggur fyrir föst tala. Þá sé málið ekki komið á þann stað að verið sé að fella niður kennslustundir. Tilkynningin hafi verið send út til upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk þar sem stór hópur komi saman í HÍ á hverjum degi. Þá munu skólayfirvöld fylgjast náið með þróuninni eins og aðrir.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá HÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem rektor sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir að borist hafi ábendingar um að starfsfólk og stúdentar við háskólann séu nú að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður-Ítalíu. Hafi skólayfirvöldum borist fyrirspurnir um hvernig bregðast skuli við því. Rektor vísar í ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna sem voru uppfærðar í gær og hvaða svæði teljast til áhættusvæða þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Þessi svæði eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran. Hefur sóttvarnalæknir ráðlagt almenningi frá ónauðsynlegum ferðum til þessara svæða. Þá er mælst til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum að þeir fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Þá er einnig mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga frá því þeir yfirgáfu hótelið. Eru þeir einnig beðnir um að vera í sambandi við síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Að því er segir í tilkynningu rektors mælist hann til þess að starfsfólk og nemendur fari eftir þessum ráðleggingum sóttvarnalæknis sem séu uppfærðar eftir ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er talið að um nokkra aðila sé að ræða en ekki liggur fyrir föst tala. Þá sé málið ekki komið á þann stað að verið sé að fella niður kennslustundir. Tilkynningin hafi verið send út til upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk þar sem stór hópur komi saman í HÍ á hverjum degi. Þá munu skólayfirvöld fylgjast náið með þróuninni eins og aðrir.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá HÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30