Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 á þessum föstudegi. Alls verða fimm beinar útsendingar á sportrásunum í dag.
Dagurinn hefst snemma en strax klukkan 06.30 heldur opna Óman meistaramótið áfram á Evróputúrnum. Það eru alls þrjár beinar útsendingar frá golfinu í dag.
Klukkan tólf verðum svo í beinni frá höfuðstöðvum UEFA þar sem dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar en 32-liða úrslitin kláruðust í gær. Ragnar Sigurðsson og félagar í FCK verða í pottinum.
Breiðablik og ÍA mætast svo í Lengjubikarnum á Kópavogsvelli. ÍA skellti Blikum í úrslitaleik Fótbolti.net mótsins á þessum sama velli fyrir alls ekki löngu svo þær grænklæddu fá annað tækifæri gegn Skagamönnum í kvöld.
Allar útsendingar næstu daga má sjá hér.
Beinar útsendingar dagsins:
06.30 Oman Open (Stöð 2 Golf)
11.20 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf)
12.00 Dregið í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar (Stöð 2 Sport)
19.05 Breiðablik - ÍA (Stöð 2 Sport)
19.45 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf)
