Karlalið FH í knattspyrnu er nú í æfingaferð í Flórída en þeir léku gegn Sarasota Metropolis í nótt. Lokatölur 2-2.
Sarasota Metropolis leikur í fjórðu efstu deildinni í Bandaríkjunum, USL League Two. Þeir komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 39. mínútu.
Einungis mínútu síðar var það vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson sem jafnaði metin með hörkuskoti og þannig stóðu leikar í hálfeik.
FH komst yfir með marki Steven Lennon úr vítaspyrnu á 59. mínútu en hana fiskaði Óskar Atli Magnússon. Átta mínútum fyrir leikslok jafnaði Sarasota metin eftir skyndisókn og þar við sat.
Gengi FH hefur ekki verið upp á marga fiska á undirbúningstímabilinu. Liðið hefur einungis unnið einn leik í mótum vetrarins inni á vellinum og það var gegn Þrótti í Lengjubikarnum.
Þeim var svo einnig dæmdur sigur gegn HK í Lengjubikarnum þar sem Kópavogsliðið notaði ólöglegan leikmann.
FH gerði jafntefli við lið úr D-deildinni í Bandaríkjunum
