Ferja bílstjóra að yfirgefnum bílum á Sólheimasandi eftir nótt í fjöldahjálparstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:58 Vegum var víða lokað á Suðurlandi í gær. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Um hundrað manns gistu fjöldahjálparstöð að Heimalandi undir Eyjafjöllum í nótt. Langflestir sem gistu í stöðinni festu bíla sína á Sólheimasandi en björgunarsveitir munu ferja bílstjóra að bílum sínum með morgninum. Björgunarsveitir á Suðurlandi og Suðurnesjum voru önnum kafnar í nótt. Veður var afar slæmt og færð jafnvel enn verri. Tugir bíla sátu fastir á Sólheimasandi og voru ökumenn og farþegar fluttir í fjöldahjálparstöðina. Sjá einnig: Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Árný Hrund Svavarsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins hefur haldið utan um fjöldahjálparstöðina síðan í nótt. Hún segir í samtali við Vísi að staðan sé góð, allir vaknaðir og hafi sofið vel. „Björgunarsveitarmenn ætla nú að ferja bílstjóra að Sólheimasandi að bílunum, allir vilja komast af stað.“ Bílstjórarnir muni svo sækja sína farþega í fjöldahjálparstöðina. Árný segir að flestir í stöðinni séu erlendir ferðamenn en tveir eða þrír Íslendingar hafi einnig gist í nótt. Þá komu um tuttugu manns með rútu sem komst ekki leiðar sinnar vegna vegalokana á Suðurlandi í gærkvöldi. 38 manns fengu jafnframt inni að gömlu heimavistinni að Skógum í nótt vegna veðurs og færðar. „Núna erum við að fara í það að tala við fólkið og tilkynna þeim að bílstjórarnir verði ferjaðir að bílunum,“ segir Árný. „Það er ekkert svakalega hvasst lengur en komin bullandi snjókoma.“ Vonir standa til að allir verði komnir aftur af stað á ellefta tímanum. Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30 Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Um hundrað manns gistu fjöldahjálparstöð að Heimalandi undir Eyjafjöllum í nótt. Langflestir sem gistu í stöðinni festu bíla sína á Sólheimasandi en björgunarsveitir munu ferja bílstjóra að bílum sínum með morgninum. Björgunarsveitir á Suðurlandi og Suðurnesjum voru önnum kafnar í nótt. Veður var afar slæmt og færð jafnvel enn verri. Tugir bíla sátu fastir á Sólheimasandi og voru ökumenn og farþegar fluttir í fjöldahjálparstöðina. Sjá einnig: Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Árný Hrund Svavarsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins hefur haldið utan um fjöldahjálparstöðina síðan í nótt. Hún segir í samtali við Vísi að staðan sé góð, allir vaknaðir og hafi sofið vel. „Björgunarsveitarmenn ætla nú að ferja bílstjóra að Sólheimasandi að bílunum, allir vilja komast af stað.“ Bílstjórarnir muni svo sækja sína farþega í fjöldahjálparstöðina. Árný segir að flestir í stöðinni séu erlendir ferðamenn en tveir eða þrír Íslendingar hafi einnig gist í nótt. Þá komu um tuttugu manns með rútu sem komst ekki leiðar sinnar vegna vegalokana á Suðurlandi í gærkvöldi. 38 manns fengu jafnframt inni að gömlu heimavistinni að Skógum í nótt vegna veðurs og færðar. „Núna erum við að fara í það að tala við fólkið og tilkynna þeim að bílstjórarnir verði ferjaðir að bílunum,“ segir Árný. „Það er ekkert svakalega hvasst lengur en komin bullandi snjókoma.“ Vonir standa til að allir verði komnir aftur af stað á ellefta tímanum.
Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30 Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30
Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41
Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12