Steinunn: Við erum særðar og reiðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2020 17:15 Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram. Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. „Við höfum beðið lengi eftir þessum leik og erum spenntar. Við teljum að á morgun muni ráðast hvort við ætlum okkur eitthvað í deildinni,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, en Fram-liðið hefur aldrei náð að vinna deildina undir stjórn Stefáns Arnarssonar. Valur vann alla titlana í fyrra og það fór illa í Fram-liðið. „Við höfum spilað vel og unnið sannfærandi. Við erum særðar og reiðar frá síðasta tímabili. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er mikið hungur hjá okkur.“ Það er engu logið um það að Fram-liðið sé reitt og það hefur tekið reiði sína út á andstæðingum sínum í allan vetur. Þær hafa verið vægðarlausar og keyrt andstæðinga sína í kaf. „Það er frábær liðsheild hjá okkur og forréttindi að spila með sínum bestu vinkonum. Það er gaman að fara á æfingar með þeim.“ Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals, fór mikinn í liði Vals síðasta vetur og hún reiknar með alvöru leik á morgun. „Okkur hlakkar til og verður gaman að sjá hvar við stöndum á móti þeim. Þetta verður vonandi hörkuleikur þar sem við sýnum hvað í okkur býr. Þetta hefur verið of sveiflukennt í vetur og við ætlum að laga það,“ segir Díana Dögg. „Vörnin hefur ekki verið eins góð og í fyrra en hún er að koma hjá okkur. Það er gott er styttist í stóru leikina.“ Leikur liðanna hefst klukkan 17.00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stórleikur í kvennaboltanum Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira
Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. „Við höfum beðið lengi eftir þessum leik og erum spenntar. Við teljum að á morgun muni ráðast hvort við ætlum okkur eitthvað í deildinni,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, en Fram-liðið hefur aldrei náð að vinna deildina undir stjórn Stefáns Arnarssonar. Valur vann alla titlana í fyrra og það fór illa í Fram-liðið. „Við höfum spilað vel og unnið sannfærandi. Við erum særðar og reiðar frá síðasta tímabili. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er mikið hungur hjá okkur.“ Það er engu logið um það að Fram-liðið sé reitt og það hefur tekið reiði sína út á andstæðingum sínum í allan vetur. Þær hafa verið vægðarlausar og keyrt andstæðinga sína í kaf. „Það er frábær liðsheild hjá okkur og forréttindi að spila með sínum bestu vinkonum. Það er gaman að fara á æfingar með þeim.“ Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals, fór mikinn í liði Vals síðasta vetur og hún reiknar með alvöru leik á morgun. „Okkur hlakkar til og verður gaman að sjá hvar við stöndum á móti þeim. Þetta verður vonandi hörkuleikur þar sem við sýnum hvað í okkur býr. Þetta hefur verið of sveiflukennt í vetur og við ætlum að laga það,“ segir Díana Dögg. „Vörnin hefur ekki verið eins góð og í fyrra en hún er að koma hjá okkur. Það er gott er styttist í stóru leikina.“ Leikur liðanna hefst klukkan 17.00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stórleikur í kvennaboltanum
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira