Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2020 20:30 Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. Jin Zhijian sendiherra fór yfir stöðuna og viðbrögð Kínverja við faraldrinum í ávarpi sínu. Þar sagði hann meðal annars að Kínverjar hefðu brugðist afar hratt við. Til dæmis náð að einangra erfðamengi veirunnar og deilt þeim upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á mun skemmri tíma en til dæmis þegar ebólufaraldur geisaði. Hröð viðbrögð Kínverja hafi skipt miklu máli. Svona hefur þróun undanfarinna daga verið.Vísir/Hafsteinn Sprenging í smitum utan Kína Á meðan það hefur hægt verulega á fjölgun smita á meginlandi Kína hefur orðið sprenging utan landamæranna. Fyrir viku voru smit utan Kína um fjórtán hundruð talsins. Nú eru þau orðin fimm þúsund. Stöðuna á Norðurlöndunum má sjá á kortinu hér að neðan. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Ef við lítum til Evrópu í heild er ástandið langverst á Ítalíu en tugir hafa einnig smitast í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Staðan á Norðurlöndunum lítur svona út í dag.Vísir/Hafsteinn Tilbúin til samstarfs Vegna aukinnar útbreiðslu í Evrópu segir Jin það ekki hafa komið sér á óvart að veiran sé nú komin til Íslands. „Ég vona að það gangi sem best í að bregðast við þessari veiru á Íslandi. Kínverska ríkisstjórnin er tilbúin til þess að vinna með íslensku ríkisstjórninni og Íslendingum að því að viðbrögðin verði sem best.“ Sendiherra segir þróun undanfarinna vikna hafa verið jákvæða í Kína. Dagleg smit utan Hubei-héraðs, þar sem ástandið er verst, séu komin undir tíu. Hans ráð til íslenskra stjórvalda er að leggja kapp á að greina smit sem allra fyrst. „Að mínu mati gengur undirbúningur mjög vel. Það er engin ástæða til að örvænta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. Jin Zhijian sendiherra fór yfir stöðuna og viðbrögð Kínverja við faraldrinum í ávarpi sínu. Þar sagði hann meðal annars að Kínverjar hefðu brugðist afar hratt við. Til dæmis náð að einangra erfðamengi veirunnar og deilt þeim upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á mun skemmri tíma en til dæmis þegar ebólufaraldur geisaði. Hröð viðbrögð Kínverja hafi skipt miklu máli. Svona hefur þróun undanfarinna daga verið.Vísir/Hafsteinn Sprenging í smitum utan Kína Á meðan það hefur hægt verulega á fjölgun smita á meginlandi Kína hefur orðið sprenging utan landamæranna. Fyrir viku voru smit utan Kína um fjórtán hundruð talsins. Nú eru þau orðin fimm þúsund. Stöðuna á Norðurlöndunum má sjá á kortinu hér að neðan. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Ef við lítum til Evrópu í heild er ástandið langverst á Ítalíu en tugir hafa einnig smitast í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Staðan á Norðurlöndunum lítur svona út í dag.Vísir/Hafsteinn Tilbúin til samstarfs Vegna aukinnar útbreiðslu í Evrópu segir Jin það ekki hafa komið sér á óvart að veiran sé nú komin til Íslands. „Ég vona að það gangi sem best í að bregðast við þessari veiru á Íslandi. Kínverska ríkisstjórnin er tilbúin til þess að vinna með íslensku ríkisstjórninni og Íslendingum að því að viðbrögðin verði sem best.“ Sendiherra segir þróun undanfarinna vikna hafa verið jákvæða í Kína. Dagleg smit utan Hubei-héraðs, þar sem ástandið er verst, séu komin undir tíu. Hans ráð til íslenskra stjórvalda er að leggja kapp á að greina smit sem allra fyrst. „Að mínu mati gengur undirbúningur mjög vel. Það er engin ástæða til að örvænta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira