Sjáðu mörkin er Breiðablik valtaði yfir ÍA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2020 22:00 Blikar skoruðu sjö gegn ÍA í kvöld. Vísir/Bára Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna hér að neðan. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals. Tveir leikir fóru fram í 1. riðli A-deildar Lengjubikars karla. Skagamenn áttu aldrei roð í Breiðablik en leikið var á Kópavogsvelli. Bæði liðin leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma skoruðu Blikar þrívegis áður en flautað var til hálfleiks. Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Í síðari hálfleik minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir ÍA áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Davíð Ingvarsson kom heimamönnum í 4-1 á 71. mínútu. Svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu Blikar við þremur mörkum. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö og Mikkelsen bætti við sínu öðru marki. Lokatölur 7-1 og blikar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki með markatöluna 13-3. Í hefur á sama tíma unnið aðeins einn leik. Þá vann Leiknir Reykjavík 2-1 sigur á Aftureldingu en bæði lið leika í 1. deild. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir á 10. mínútut og þannig var staðan þangað til Jason Daði Svanþórsson jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Shkelzen Veseli skoraði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og tryggði þeim þar með sinn fyrsta sigur í mótinu. Í 2. riðli A-deildar unnu bikarmeistarar Víkings sannfærandi sigur á Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin um miðbik fyrri hálfleiks en Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, lét reka sig út af þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2-0 og Víkingar búnir að vinna alla þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark. Þá vann Stjarnan mjög óvæntan 1-0 sigur á Val í A-deild Lengjubikars kvenna þökk sé marki Helgu Guðrúarn Kristinsdóttur . Markið kom í síðari hálfleik en Valur brenndi af víti í þeim fyrri. Íslandsmeistarar Vals hafa nú tapað tveimur af þremur leikjum sínum en þetta var fyrsti sigur Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr Breiðablik-ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna hér að neðan. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals. Tveir leikir fóru fram í 1. riðli A-deildar Lengjubikars karla. Skagamenn áttu aldrei roð í Breiðablik en leikið var á Kópavogsvelli. Bæði liðin leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma skoruðu Blikar þrívegis áður en flautað var til hálfleiks. Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Í síðari hálfleik minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir ÍA áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Davíð Ingvarsson kom heimamönnum í 4-1 á 71. mínútu. Svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu Blikar við þremur mörkum. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö og Mikkelsen bætti við sínu öðru marki. Lokatölur 7-1 og blikar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki með markatöluna 13-3. Í hefur á sama tíma unnið aðeins einn leik. Þá vann Leiknir Reykjavík 2-1 sigur á Aftureldingu en bæði lið leika í 1. deild. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir á 10. mínútut og þannig var staðan þangað til Jason Daði Svanþórsson jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Shkelzen Veseli skoraði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og tryggði þeim þar með sinn fyrsta sigur í mótinu. Í 2. riðli A-deildar unnu bikarmeistarar Víkings sannfærandi sigur á Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin um miðbik fyrri hálfleiks en Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, lét reka sig út af þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2-0 og Víkingar búnir að vinna alla þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark. Þá vann Stjarnan mjög óvæntan 1-0 sigur á Val í A-deild Lengjubikars kvenna þökk sé marki Helgu Guðrúarn Kristinsdóttur . Markið kom í síðari hálfleik en Valur brenndi af víti í þeim fyrri. Íslandsmeistarar Vals hafa nú tapað tveimur af þremur leikjum sínum en þetta var fyrsti sigur Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr Breiðablik-ÍA
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira