Engin staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 23:08 Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. Vísir/Getty Grunur vaknaði um að tveir væru sýktir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 í Færeyjum í dag. Niðurstöður sýnatöku sýndu þó fram á að einstaklingarnir væru ekki smitaðir. „Við vorum sammála um að taka sýni úr þeim þó svo að líkurnar á því að þeir væru smitaðir hafi verið tiltölulega litlar,“ sagði Shahin Gaini sérlæknir í Færeyjum í viðtali um málið. Það væri þó alltaf öruggast að kanna málið en hingað til hafa engin tilfelli komið upp í Færeyjum. Báðir einstaklingar höfðu verið á ferðalögum en þó ekki á stöðum þar sem mörg tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst. Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. „Ef það eru væg einkenni þá viljum við hafa [sjúklingana] heima, það er öruggast fyrir okkur öll og líka fyrir sjúkrahúsið. Við viljum helst ekki að fólk komi inn á sjúkrahúsið án sterks gruns um kórónusmit því það eru veikir sjúklingar liggja hér og það eru smithættur hér á sjúkrahúsinu.“ Landlæknir, forstjóri sjúkrahússins og aðrir opinberir aðilar voru boðaðir til fundar í dag vegna sýnatakanna þar sem farið var yfir viðbragð ef smit kæmi upp. Þar voru hinar ýmsu sviðsmyndir skoðaðar en að sögn Gaini fylgjast yfirvöld náið með þróun mála í nágrannalöndunum. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Tvö staðfest smit eru í Danmörku, fjögur í Noregi og sjö í Svíþjóð. Þá hafa tvö tilfelli verið staðfest í Finnlandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Sjá meira
Grunur vaknaði um að tveir væru sýktir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 í Færeyjum í dag. Niðurstöður sýnatöku sýndu þó fram á að einstaklingarnir væru ekki smitaðir. „Við vorum sammála um að taka sýni úr þeim þó svo að líkurnar á því að þeir væru smitaðir hafi verið tiltölulega litlar,“ sagði Shahin Gaini sérlæknir í Færeyjum í viðtali um málið. Það væri þó alltaf öruggast að kanna málið en hingað til hafa engin tilfelli komið upp í Færeyjum. Báðir einstaklingar höfðu verið á ferðalögum en þó ekki á stöðum þar sem mörg tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst. Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. „Ef það eru væg einkenni þá viljum við hafa [sjúklingana] heima, það er öruggast fyrir okkur öll og líka fyrir sjúkrahúsið. Við viljum helst ekki að fólk komi inn á sjúkrahúsið án sterks gruns um kórónusmit því það eru veikir sjúklingar liggja hér og það eru smithættur hér á sjúkrahúsinu.“ Landlæknir, forstjóri sjúkrahússins og aðrir opinberir aðilar voru boðaðir til fundar í dag vegna sýnatakanna þar sem farið var yfir viðbragð ef smit kæmi upp. Þar voru hinar ýmsu sviðsmyndir skoðaðar en að sögn Gaini fylgjast yfirvöld náið með þróun mála í nágrannalöndunum. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Tvö staðfest smit eru í Danmörku, fjögur í Noregi og sjö í Svíþjóð. Þá hafa tvö tilfelli verið staðfest í Finnlandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05
Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17
Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila