Engin staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 23:08 Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. Vísir/Getty Grunur vaknaði um að tveir væru sýktir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 í Færeyjum í dag. Niðurstöður sýnatöku sýndu þó fram á að einstaklingarnir væru ekki smitaðir. „Við vorum sammála um að taka sýni úr þeim þó svo að líkurnar á því að þeir væru smitaðir hafi verið tiltölulega litlar,“ sagði Shahin Gaini sérlæknir í Færeyjum í viðtali um málið. Það væri þó alltaf öruggast að kanna málið en hingað til hafa engin tilfelli komið upp í Færeyjum. Báðir einstaklingar höfðu verið á ferðalögum en þó ekki á stöðum þar sem mörg tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst. Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. „Ef það eru væg einkenni þá viljum við hafa [sjúklingana] heima, það er öruggast fyrir okkur öll og líka fyrir sjúkrahúsið. Við viljum helst ekki að fólk komi inn á sjúkrahúsið án sterks gruns um kórónusmit því það eru veikir sjúklingar liggja hér og það eru smithættur hér á sjúkrahúsinu.“ Landlæknir, forstjóri sjúkrahússins og aðrir opinberir aðilar voru boðaðir til fundar í dag vegna sýnatakanna þar sem farið var yfir viðbragð ef smit kæmi upp. Þar voru hinar ýmsu sviðsmyndir skoðaðar en að sögn Gaini fylgjast yfirvöld náið með þróun mála í nágrannalöndunum. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Tvö staðfest smit eru í Danmörku, fjögur í Noregi og sjö í Svíþjóð. Þá hafa tvö tilfelli verið staðfest í Finnlandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Grunur vaknaði um að tveir væru sýktir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 í Færeyjum í dag. Niðurstöður sýnatöku sýndu þó fram á að einstaklingarnir væru ekki smitaðir. „Við vorum sammála um að taka sýni úr þeim þó svo að líkurnar á því að þeir væru smitaðir hafi verið tiltölulega litlar,“ sagði Shahin Gaini sérlæknir í Færeyjum í viðtali um málið. Það væri þó alltaf öruggast að kanna málið en hingað til hafa engin tilfelli komið upp í Færeyjum. Báðir einstaklingar höfðu verið á ferðalögum en þó ekki á stöðum þar sem mörg tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst. Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. „Ef það eru væg einkenni þá viljum við hafa [sjúklingana] heima, það er öruggast fyrir okkur öll og líka fyrir sjúkrahúsið. Við viljum helst ekki að fólk komi inn á sjúkrahúsið án sterks gruns um kórónusmit því það eru veikir sjúklingar liggja hér og það eru smithættur hér á sjúkrahúsinu.“ Landlæknir, forstjóri sjúkrahússins og aðrir opinberir aðilar voru boðaðir til fundar í dag vegna sýnatakanna þar sem farið var yfir viðbragð ef smit kæmi upp. Þar voru hinar ýmsu sviðsmyndir skoðaðar en að sögn Gaini fylgjast yfirvöld náið með þróun mála í nágrannalöndunum. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Tvö staðfest smit eru í Danmörku, fjögur í Noregi og sjö í Svíþjóð. Þá hafa tvö tilfelli verið staðfest í Finnlandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05
Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17
Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34