Sjávarútvegsráðherra sagði af sér vegna starfslokagreiðslu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. febrúar 2020 08:44 Geir Inge Sivertsen, 54 ára, staddur við norska sendiráðið í London, baðst lausnar í gær sem sjávarútvegsráðherra Noregs. Regjeringen.no/Nærings- og fiskeridepartementet Sjávarútvegsráðherra Noregs, Geir Inge Sivertsen, baðst í gær lausnar frá ráðherraembætti, eftir aðeins einn mánuð í starfi. Ástæðan er sú að hann sóttist eftir og þáði starfslokagreiðslu í einn og hálfan mánuð sem fráfarandi bæjarstjóri eftir að hann var kominn á full laun hjá norska ríkinu. Geir Inge stýrði áður sveitarfélaginu Lenvik í Troms í Norður-Noregi. Um áramót var það lagt niður og sameinað nýju sveitarfélagi. Þann 4. nóvember tók hann við starfi sem pólitískur ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Hann varð svo óvænt sjávarútvegsráðherra fyrir Hægri flokkinn þann 24. janúar við uppstokkun í ríkisstjórninni við brotthvarf Framfaraflokksins. Sjávarútvegsráðherrann Geir Inge í heimsókn í sjávarbyggðum Lofoten í Norður-Noregi. Hann var aðeins einn mánuð í starfi.Regjeringen.no/Nærings- og fiskeridepartementet Sem fráfarandi bæjarstjóri fór hann fram á og fékk greidd eftirlaun sem nam einum og hálfum mánaðarlaunum, andvirði 1,6 milljóna íslenskra króna. Á sama tíma var hann kominn á launaskrá norska ríkisins með um 1,1 milljón íslenskra króna í mánaðarlaun sem ráðuneytisstjóri. Þar með var hann kominn á tvöföld laun, en norska Dagbladet fór fremst fjölmiðla í að fletta ofan af hneykslinu. Samkvæmt reglum norskra sveitarfélaga eiga menn ekki rétt á slíkum starfslokagreiðslum fari þeir í annað starf hjá hinu opinbera. Í slíkum tilvikum eiga þeir aðeins rétt á að fá greiddan mismuninn, sé hann einhver, á eftirlaunum og launum fyrir nýja starfið. Mótbárur sjávarútvegsráðherrans, um að hann hefði í raun gegnt tveimur störfum samtímis, bæjarstjórastarfinu og ráðuneytisstjórastarfinu, dugðu honum ekki, né ákvörðun hans um endurgreiðslu eftirlaunanna. Hann neyddist í gær til að ganga á fund Ernu Solberg forsætisráðherra til að biðjast lausnar. Einn stjórnarandstöðuflokkanna, SV, Sosialistisk Venstreparti, hafði sama dag lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum. Noregur Tengdar fréttir Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Verulega er stokkað upp í ríkisstjórninni en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. 24. janúar 2020 11:05 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Geir Inge Sivertsen, baðst í gær lausnar frá ráðherraembætti, eftir aðeins einn mánuð í starfi. Ástæðan er sú að hann sóttist eftir og þáði starfslokagreiðslu í einn og hálfan mánuð sem fráfarandi bæjarstjóri eftir að hann var kominn á full laun hjá norska ríkinu. Geir Inge stýrði áður sveitarfélaginu Lenvik í Troms í Norður-Noregi. Um áramót var það lagt niður og sameinað nýju sveitarfélagi. Þann 4. nóvember tók hann við starfi sem pólitískur ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Hann varð svo óvænt sjávarútvegsráðherra fyrir Hægri flokkinn þann 24. janúar við uppstokkun í ríkisstjórninni við brotthvarf Framfaraflokksins. Sjávarútvegsráðherrann Geir Inge í heimsókn í sjávarbyggðum Lofoten í Norður-Noregi. Hann var aðeins einn mánuð í starfi.Regjeringen.no/Nærings- og fiskeridepartementet Sem fráfarandi bæjarstjóri fór hann fram á og fékk greidd eftirlaun sem nam einum og hálfum mánaðarlaunum, andvirði 1,6 milljóna íslenskra króna. Á sama tíma var hann kominn á launaskrá norska ríkisins með um 1,1 milljón íslenskra króna í mánaðarlaun sem ráðuneytisstjóri. Þar með var hann kominn á tvöföld laun, en norska Dagbladet fór fremst fjölmiðla í að fletta ofan af hneykslinu. Samkvæmt reglum norskra sveitarfélaga eiga menn ekki rétt á slíkum starfslokagreiðslum fari þeir í annað starf hjá hinu opinbera. Í slíkum tilvikum eiga þeir aðeins rétt á að fá greiddan mismuninn, sé hann einhver, á eftirlaunum og launum fyrir nýja starfið. Mótbárur sjávarútvegsráðherrans, um að hann hefði í raun gegnt tveimur störfum samtímis, bæjarstjórastarfinu og ráðuneytisstjórastarfinu, dugðu honum ekki, né ákvörðun hans um endurgreiðslu eftirlaunanna. Hann neyddist í gær til að ganga á fund Ernu Solberg forsætisráðherra til að biðjast lausnar. Einn stjórnarandstöðuflokkanna, SV, Sosialistisk Venstreparti, hafði sama dag lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum.
Noregur Tengdar fréttir Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Verulega er stokkað upp í ríkisstjórninni en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. 24. janúar 2020 11:05 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01
Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Verulega er stokkað upp í ríkisstjórninni en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. 24. janúar 2020 11:05