Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. Þetta var haft eftir Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum RÚV í kvöld.
Hann sagði þar að farþegarnir tveir hafi verið með flensueinkenni og gefið sig fram við hjúkrunarfræðing í Leifsstöð við heimkomuna. Sýni voru tekin úr þeim og má niðurstöðu vænta um hádegisbil á morgun.
Á meðan verður farþegunum gert að halda sig heima fyrir og verða þar í sóttkví.