Stór dagur hjá Rúnari Rúnarssyni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 12:06 Rúnar Rúnarsson á kvikmyndahátíðinni Seminci á Spáni þar sem hann var valinn besti leikstjórinn. Getty/Juan Naharro Gimenez Rúnar Rúnarsson á möguleika á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í ár fyrir kvikmyndina Bergmál. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu í Reykjavík í ár og fara þau fram þann 12. desember næstkomandi. Í dag var birtur listi yfir 32 kvikmyndir sem koma til greina í vali dómnefndar. Íslendingar tóku þátt í tveimur þessara mynda. Endanlegar tilnefningar verða síðan tilkynntar þann 7. nóvember. Kvikmyndin Bergmál komst á listann í forvali verðlaunanna í ár. Rúnar skrifaði handritið og er einnig leikstjóri myndarinnar. Kvikmyndin Between Heaven and Earth er einnig á listanum en á meðal framleiðanda eru Elísabet Rónaldsdóttir, Eggert Ketilsson og Fahad Falur Jabali. Í dag var einnig tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Bergmál er þar tilnefnd fyrir hönd Íslands en tilkynnt var um þetta á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Handhafi verðlaunanna verður kynntur í Reykjavík þann 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Rúnar, Lilja Ósk Snorradóttir og Live Hide eru framleiðendur Bergmáls. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín samkvæmt tilkynningu á vef Norðurlandaráðs. Bergmál vann til alþjóðlegra verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno.Nimbus Iceland Rúnar hefur hlotið mikið lof fyrir Bergmál, á ensku Echo, og hann hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Hún mælist einnig vel fyrir hjá gagnrýnendum, þar á meðal í The Guardian fyrr í mánuðinum. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30 Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36 Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57 Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Rúnar Rúnarsson á möguleika á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í ár fyrir kvikmyndina Bergmál. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu í Reykjavík í ár og fara þau fram þann 12. desember næstkomandi. Í dag var birtur listi yfir 32 kvikmyndir sem koma til greina í vali dómnefndar. Íslendingar tóku þátt í tveimur þessara mynda. Endanlegar tilnefningar verða síðan tilkynntar þann 7. nóvember. Kvikmyndin Bergmál komst á listann í forvali verðlaunanna í ár. Rúnar skrifaði handritið og er einnig leikstjóri myndarinnar. Kvikmyndin Between Heaven and Earth er einnig á listanum en á meðal framleiðanda eru Elísabet Rónaldsdóttir, Eggert Ketilsson og Fahad Falur Jabali. Í dag var einnig tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Bergmál er þar tilnefnd fyrir hönd Íslands en tilkynnt var um þetta á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Handhafi verðlaunanna verður kynntur í Reykjavík þann 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Rúnar, Lilja Ósk Snorradóttir og Live Hide eru framleiðendur Bergmáls. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín samkvæmt tilkynningu á vef Norðurlandaráðs. Bergmál vann til alþjóðlegra verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno.Nimbus Iceland Rúnar hefur hlotið mikið lof fyrir Bergmál, á ensku Echo, og hann hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Hún mælist einnig vel fyrir hjá gagnrýnendum, þar á meðal í The Guardian fyrr í mánuðinum. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30 Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36 Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57 Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 1. nóvember 2019 15:30
Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. 17. ágúst 2019 16:36
Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. 13. apríl 2018 16:15
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. 28. febrúar 2019 07:57