Félag heyrnarlausra sextíu ára Hervör Guðjónsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 08:00 Ég var 28 ára með fyrsta barnið innan við ársgamalt þegar stofan á heimili okkar Guðmundar K. Egilssonar fylltist af fólki. Heyrnarlausum vinum mínum. Þá var ég búin að baka fáeinar kökur og stafli af pönnukökum beið gestanna. Þeir voru samt eiginlega ekki lengur gestur því við höfðum í rauninni breytt heimili okkar í félagsheimili fyrir heyrnarlausa. En auðvitað kom ekki annað til greina en að bjóða upp á kaffi og meðlæti því þessar samkomur okkar heima í stofu áttu það til að dragast á langinn. Guðmundur kom oft seint heim úr vinnu og fór þá strax að fá lánaða stóla og undirbúa fundina því við vorum ekki að hittast til þess eins að ræða um daginn og veginn. Ég minnist þess þegar ég kalla fram í hugann myndina af vinum mínum í stofunni heima hvað það var mikil ástríða í umræðunni, margar hendur á lofti þar sem allir tala táknmál, og allir höfðu eitthvað gott fram að leggja. Við vorum nefnilega að ræða um formlega stofnun Félags heyrnarlausra. Í dag, 11. febrúar, eru sextíu ár liðin frá því félagið var stofnað. Ástríðan á undirbúningstímanum spratt upp af einskærri réttlætiskennd. Baráttumál okkar voru mörg og brýn, við höfum lakari stöðu en aðrir, höfðum á tilfinningunni að við værum litin hornauga. Við áttum ekkert húsnæði, engan samastað annan en heimili okkar eða foreldra okkar. Við vissum að tilraun til að stofna formlegt félag hafði átta árum áður farið út um þúfur og ætluðum ekki að láta það endurtaka sig. Við fengum Brand heitinn Jónsson skólastjóra Málleysingjaskólans - eins og hann hét þá - til liðs við okkur, til að vinna með okkur að gerð fyrstu laganna og undirbúa stofnfundinn sem haldinn var í skólanum við Stakkholt. Á fundinn komu 33 einstaklingar sem allir gengu í félagið. Við ákváðum nafnið á félaginu úr hópi sex tillagna, samþykktum fyrstu lög félagsins og skipuðum í stjórn. Þegar ég kalla fram minningar um stofnfundinn fyllist ég stolti. Við vorum svo samtaka og sterk! Félagið reyndist vera okkur mikils virði, rödd okkar varð miklu sterkari og smám saman hefur staða okkar í samfélaginu batnað. Viðurkenning á táknmálinu var ártugum fjarri þegar Félag heyrnarlausra varð til, túlkaþjónustuna var engin, við höfðum ekki einu sinni rétt til þess að taka bílpróf! Það var reyndar eitt af fyrstu baráttumálum félagins og náðist í gegnum Alþingi fjórum árum eftir stofnun félagsins með samþykkt á breytingum á umferðarlögum. Ég var í hópi þriggja fyrstu sem luku bílprófi og fyrsta konan. Ég óska félaginu mínu innilega til hamingju á þessum tímamótum. Megi því auðnast að halda uppi merki heyrnarlausra um ókomna tíð. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tímamót Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég var 28 ára með fyrsta barnið innan við ársgamalt þegar stofan á heimili okkar Guðmundar K. Egilssonar fylltist af fólki. Heyrnarlausum vinum mínum. Þá var ég búin að baka fáeinar kökur og stafli af pönnukökum beið gestanna. Þeir voru samt eiginlega ekki lengur gestur því við höfðum í rauninni breytt heimili okkar í félagsheimili fyrir heyrnarlausa. En auðvitað kom ekki annað til greina en að bjóða upp á kaffi og meðlæti því þessar samkomur okkar heima í stofu áttu það til að dragast á langinn. Guðmundur kom oft seint heim úr vinnu og fór þá strax að fá lánaða stóla og undirbúa fundina því við vorum ekki að hittast til þess eins að ræða um daginn og veginn. Ég minnist þess þegar ég kalla fram í hugann myndina af vinum mínum í stofunni heima hvað það var mikil ástríða í umræðunni, margar hendur á lofti þar sem allir tala táknmál, og allir höfðu eitthvað gott fram að leggja. Við vorum nefnilega að ræða um formlega stofnun Félags heyrnarlausra. Í dag, 11. febrúar, eru sextíu ár liðin frá því félagið var stofnað. Ástríðan á undirbúningstímanum spratt upp af einskærri réttlætiskennd. Baráttumál okkar voru mörg og brýn, við höfum lakari stöðu en aðrir, höfðum á tilfinningunni að við værum litin hornauga. Við áttum ekkert húsnæði, engan samastað annan en heimili okkar eða foreldra okkar. Við vissum að tilraun til að stofna formlegt félag hafði átta árum áður farið út um þúfur og ætluðum ekki að láta það endurtaka sig. Við fengum Brand heitinn Jónsson skólastjóra Málleysingjaskólans - eins og hann hét þá - til liðs við okkur, til að vinna með okkur að gerð fyrstu laganna og undirbúa stofnfundinn sem haldinn var í skólanum við Stakkholt. Á fundinn komu 33 einstaklingar sem allir gengu í félagið. Við ákváðum nafnið á félaginu úr hópi sex tillagna, samþykktum fyrstu lög félagsins og skipuðum í stjórn. Þegar ég kalla fram minningar um stofnfundinn fyllist ég stolti. Við vorum svo samtaka og sterk! Félagið reyndist vera okkur mikils virði, rödd okkar varð miklu sterkari og smám saman hefur staða okkar í samfélaginu batnað. Viðurkenning á táknmálinu var ártugum fjarri þegar Félag heyrnarlausra varð til, túlkaþjónustuna var engin, við höfðum ekki einu sinni rétt til þess að taka bílpróf! Það var reyndar eitt af fyrstu baráttumálum félagins og náðist í gegnum Alþingi fjórum árum eftir stofnun félagsins með samþykkt á breytingum á umferðarlögum. Ég var í hópi þriggja fyrstu sem luku bílprófi og fyrsta konan. Ég óska félaginu mínu innilega til hamingju á þessum tímamótum. Megi því auðnast að halda uppi merki heyrnarlausra um ókomna tíð. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar