Ákæra Kínverja vegna meiriháttar gagnastulds frá Equifax Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 16:24 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um ákærurnar á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út ákærur á hendur fjórum liðsmönnum kínverska hersins vegna innbrots í tölvukerfi lánshæfisfyrirtækisins Equifax árið 2017. Persónuupplýsingum um nærri því helming bandarísku þjóðarinnar var stolið í innbrotinu. Þjófarnir komust meðal annars yfir kennitölu og fæðingardegi um 145 milljóna Bandaríkjamanna í innbrotinu auk viðskiptaleyndarmála Equifax. Fyrirtækið féllst á að greiða Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) 700 milljónir dollara, jafnvirði um 89 milljarða íslenskra króna, til að bæta viðskiptavinum þess tjónið í fyrra. Ákæran sem var gefin út í dag er í níu liðum og snýr að stuldi á persónuupplýsingum og viðskiptaleyndarmálum. William Barr, dómsmálaráðherrann, sagði innbrotið „vísvítandi og víðtæka innrás í persónuupplýsingar bandarísku þjóðarinnar“, að því er segir í frétt Washington Post. Í ákærunni kemur fram að kínversku tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í tölvukerfi Equifax sem fyrirtækið hafði ekki látið laga þrátt fyrir því hafi verið gert viðvart um gallann. Komust hakkararnir þannig yfir gríðarlegt magn persónuupplýsinga. Kínverjarnir eru sagðir hafa reynt að fela slóð sína með því að beina netumferð í gegnum 34 netþjóna í tuttugu löndum. Þeir hafi jafnframt notað dulkóðaðar samskiptarásir og eytt skrám til að má út spor sín. Litlar líkur er á því að fjórmenningarnir komi nokkurn tímann fyrir bandarískan dómstól. Ferðist þeir einhvern tímann til Bandaríkjanna gætu þeir þó átt á hættu að vera handteknir. Grunnt hefur verið á því góða á milli bandarískra og kínverskra stjórnvalda undanfarin misseri. Þau hafa staðið í viðskiptastríði og skellt innflutningstollum á vörur hvorra annarra. Barr varaði jafnframt við því í síðustu viku ríki heims við því að taka við 5G-tækni frá Kína því þá ættu þau á hættu að „leggja efnahagsleg örlög sín í hendur Kína“. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54 Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15 Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út ákærur á hendur fjórum liðsmönnum kínverska hersins vegna innbrots í tölvukerfi lánshæfisfyrirtækisins Equifax árið 2017. Persónuupplýsingum um nærri því helming bandarísku þjóðarinnar var stolið í innbrotinu. Þjófarnir komust meðal annars yfir kennitölu og fæðingardegi um 145 milljóna Bandaríkjamanna í innbrotinu auk viðskiptaleyndarmála Equifax. Fyrirtækið féllst á að greiða Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) 700 milljónir dollara, jafnvirði um 89 milljarða íslenskra króna, til að bæta viðskiptavinum þess tjónið í fyrra. Ákæran sem var gefin út í dag er í níu liðum og snýr að stuldi á persónuupplýsingum og viðskiptaleyndarmálum. William Barr, dómsmálaráðherrann, sagði innbrotið „vísvítandi og víðtæka innrás í persónuupplýsingar bandarísku þjóðarinnar“, að því er segir í frétt Washington Post. Í ákærunni kemur fram að kínversku tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í tölvukerfi Equifax sem fyrirtækið hafði ekki látið laga þrátt fyrir því hafi verið gert viðvart um gallann. Komust hakkararnir þannig yfir gríðarlegt magn persónuupplýsinga. Kínverjarnir eru sagðir hafa reynt að fela slóð sína með því að beina netumferð í gegnum 34 netþjóna í tuttugu löndum. Þeir hafi jafnframt notað dulkóðaðar samskiptarásir og eytt skrám til að má út spor sín. Litlar líkur er á því að fjórmenningarnir komi nokkurn tímann fyrir bandarískan dómstól. Ferðist þeir einhvern tímann til Bandaríkjanna gætu þeir þó átt á hættu að vera handteknir. Grunnt hefur verið á því góða á milli bandarískra og kínverskra stjórnvalda undanfarin misseri. Þau hafa staðið í viðskiptastríði og skellt innflutningstollum á vörur hvorra annarra. Barr varaði jafnframt við því í síðustu viku ríki heims við því að taka við 5G-tækni frá Kína því þá ættu þau á hættu að „leggja efnahagsleg örlög sín í hendur Kína“.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54 Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15 Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54
Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15
Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55