Skipti ég minna máli? Starri Reynisson skrifar 11. febrúar 2020 07:00 Fyrir nokkrum árum flutti ég frá Akranesi til Reykjavíkur. Utan álagstíma tekur um það bil 45 mínútur að keyra frá mínu gamla heimili á hið nýja, vegalengdin er minni en 50 kílómetrar, sjóleiðis um 20. Við þessa flutninga missti ég um það bil helminginn af atkvæði mínu í alþingiskosningum. Minnkuðu lýðræðisleg réttindi mín allt í einu vegna þess að ég flutti suður fyrir Hvalfjörð? Eru íbúar höfuðborgarsvæðisins ómerkilegra fólk en íbúar annara landshluta? Hvernig er það réttlætanlegt að kosningaréttur sé misjafn eftir búsetu? Það þætti varla nokkurri manneskju ásættanlegt ef um væri að ræða samskonar mismunun á öðrum réttindum. Flestum þætti með öllu óréttlætanlegt ef íbúi í Hafnarfirði hefði tvo þriðju af tjáningarfrelsi íbúa á Hellu, eða ef íbúi í Safamýri hefði aðeins helming af eignarrétti Siglfirðings. Hvers vegna eru lýðræðisleg réttindi litin öðrum og léttvægari augum en önnur réttindi okkar? Við búum í lýðræðisríki og því er eðlileg krafa að pólitískar skoðanir allra hafi jafnt vægi óháð búsetu. Alþingi á að endurspegla bæði vilja þjóðarinnar og það hvernig hún er samsett á hverjum tíma. Það á að vera sjálfsagt að kennari á Kópaskeri og kórstjóri á Kársnesi hafi jafn mikið að segja um það hvernig samfélaginu er stjórnað. Meðan atkvæðavægi er ójafnt eftir landsvæðum getur það aldrei verið raunin. Ein þeirra breytinga sem nauðsynlegt er að gera á stjórnarskrá Íslands, ásamt skýru auðlindaákvæði, er ákvæði um jafnt vægi atkvæða. Þannig, og aðeins þannig, tryggjum við að raunverulegur vilji almennings endurspeglist í ákvörðunum stjórnvalda til framtíðar. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Viðreisn Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum flutti ég frá Akranesi til Reykjavíkur. Utan álagstíma tekur um það bil 45 mínútur að keyra frá mínu gamla heimili á hið nýja, vegalengdin er minni en 50 kílómetrar, sjóleiðis um 20. Við þessa flutninga missti ég um það bil helminginn af atkvæði mínu í alþingiskosningum. Minnkuðu lýðræðisleg réttindi mín allt í einu vegna þess að ég flutti suður fyrir Hvalfjörð? Eru íbúar höfuðborgarsvæðisins ómerkilegra fólk en íbúar annara landshluta? Hvernig er það réttlætanlegt að kosningaréttur sé misjafn eftir búsetu? Það þætti varla nokkurri manneskju ásættanlegt ef um væri að ræða samskonar mismunun á öðrum réttindum. Flestum þætti með öllu óréttlætanlegt ef íbúi í Hafnarfirði hefði tvo þriðju af tjáningarfrelsi íbúa á Hellu, eða ef íbúi í Safamýri hefði aðeins helming af eignarrétti Siglfirðings. Hvers vegna eru lýðræðisleg réttindi litin öðrum og léttvægari augum en önnur réttindi okkar? Við búum í lýðræðisríki og því er eðlileg krafa að pólitískar skoðanir allra hafi jafnt vægi óháð búsetu. Alþingi á að endurspegla bæði vilja þjóðarinnar og það hvernig hún er samsett á hverjum tíma. Það á að vera sjálfsagt að kennari á Kópaskeri og kórstjóri á Kársnesi hafi jafn mikið að segja um það hvernig samfélaginu er stjórnað. Meðan atkvæðavægi er ójafnt eftir landsvæðum getur það aldrei verið raunin. Ein þeirra breytinga sem nauðsynlegt er að gera á stjórnarskrá Íslands, ásamt skýru auðlindaákvæði, er ákvæði um jafnt vægi atkvæða. Þannig, og aðeins þannig, tryggjum við að raunverulegur vilji almennings endurspeglist í ákvörðunum stjórnvalda til framtíðar. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar