Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2020 11:40 Arnþrúður þarf að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur en auk þess málsvarnarlaun lögmanns hans upp á 1,1 milljón króna. Dómur féll í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Hafði Reynir betur í málinu og þarf Arnþrúður að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón í miskabætur. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóminn en málið var flutt í janúar. Lögmaður Arnþrúðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði meðal annars við það tækifæri að Reynir hefði engin efni á að vera þetta hörundsár, þá með vísan til þess að Reynir hafi marga fjöruna sopið á sínum litríka ferli sem blaðamaður. Og hefði verið kærður mörgum sinnum vegna skrifa sinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Arnþrúðar Karlsdóttur í málinu.Vísir/Vilhelm Reynir benti á móti á að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um meiðyrði í þeim tilfellum. Ljóst mátti vera að engir sérstakir kærleikar eru með þeim Reyni og Vilhjálmi og þurfti dómarinn að grípa inní og sagði að þetta væri orðið heldur persónulegt. Í máli lögmanns Reynis, Gunnars Inga Jóhannssonar, kom hins vegar fram að Reynir hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli af þremur, þeim tveimur fyrri hér að neðan: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Gunnar Ingi Jóhannsson hefur marga fjöruna sopið í meiðyrðamálum. Yfirleitt þó sem verjandi blaðamanna sem sótt er að.Vísir/Vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, segir um fullnaðarsigur að ræða. Hann er reynslumikill þegar kemur að meiðyrðamálum og staðið vaktina í mörgum slíkum í dómssal. „Já, ég hef rekið mörg svona mál og yfirleitt varnarmegin. Mér er annt um tjáningarfrelsið en þetta er svo gróf misnotkun á því að það getur enginn setið undir slíkum ummælum sem voru algjörlega tilefnislaus.“ Í niðurstöðu dómsins segir að menn eigi ekki að þurfa að þola það að vera opinberlega bornir sökum um alvarlega ámælisverða háttsemi án þess að nokkuð búi þar að baki. Reynir krafðist þess að Arnþrúður þyrfti að birta niðurstöðu dómsins á heimasíðu Útvarps Sögu en dómurinn féllst ekki á það. Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15 Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Dómur féll í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Hafði Reynir betur í málinu og þarf Arnþrúður að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón í miskabætur. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóminn en málið var flutt í janúar. Lögmaður Arnþrúðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði meðal annars við það tækifæri að Reynir hefði engin efni á að vera þetta hörundsár, þá með vísan til þess að Reynir hafi marga fjöruna sopið á sínum litríka ferli sem blaðamaður. Og hefði verið kærður mörgum sinnum vegna skrifa sinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Arnþrúðar Karlsdóttur í málinu.Vísir/Vilhelm Reynir benti á móti á að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um meiðyrði í þeim tilfellum. Ljóst mátti vera að engir sérstakir kærleikar eru með þeim Reyni og Vilhjálmi og þurfti dómarinn að grípa inní og sagði að þetta væri orðið heldur persónulegt. Í máli lögmanns Reynis, Gunnars Inga Jóhannssonar, kom hins vegar fram að Reynir hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli af þremur, þeim tveimur fyrri hér að neðan: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Gunnar Ingi Jóhannsson hefur marga fjöruna sopið í meiðyrðamálum. Yfirleitt þó sem verjandi blaðamanna sem sótt er að.Vísir/Vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, segir um fullnaðarsigur að ræða. Hann er reynslumikill þegar kemur að meiðyrðamálum og staðið vaktina í mörgum slíkum í dómssal. „Já, ég hef rekið mörg svona mál og yfirleitt varnarmegin. Mér er annt um tjáningarfrelsið en þetta er svo gróf misnotkun á því að það getur enginn setið undir slíkum ummælum sem voru algjörlega tilefnislaus.“ Í niðurstöðu dómsins segir að menn eigi ekki að þurfa að þola það að vera opinberlega bornir sökum um alvarlega ámælisverða háttsemi án þess að nokkuð búi þar að baki. Reynir krafðist þess að Arnþrúður þyrfti að birta niðurstöðu dómsins á heimasíðu Útvarps Sögu en dómurinn féllst ekki á það. Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15 Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25
Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15
Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35