SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2020 12:03 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. Klukkan hálf eitt hófst vinnustöðvun hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg sem gætu staðið til miðnættis á fimmtudag. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsaðgerðirnar fyrst og fremst hafa áhrif á fjölskyldur og stuðningsnet þeirra. Þess vegna hafi samtökin sent út tilmæli til fyrirtækja á svæðinu. „Við í raun biðjum stjórnendur fyrirtækja að sýna mismunandi aðstæðum fólks skilning. Það eru margir sem þurfa að hlaupa undir bagga. Fólk getur verið frá vinnu, að skjótast, sækja og skutla og allt þetta. Við reynum að nálgast þetta á sem sveigjanlegasta máta. En auðvitað er þetta mjög misjafnt eftir fyrirtækjum hvað hægt er að koma mikið til móts við þarfir fólks,“ segir Halldór Benjamín. Óvissa um hvort fjarvera skerði laun Samtök atvinnulífsins séu hins vegar ekki í aðstöðu til að senda út einhverjar reglur um að þessi fjarvera bitni ekki á launum fólks. Halldór Benjamín vill ekki tjá sig um yfirstandandi deilu Eflingar við borgina. Framkvæmd lífskjarasamningana hafi aftur á móti tekist einkar vel en SA hafi nú samið fyrir hönd 97 prósent sinna umbjóðenda. „Við sjáum það bara síðast í gær að Starfsgreinasambandið gekk frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga á grunni lífskjarasamningsins. Niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu voru að 81 prósent þeirra sem tóku þátt í henni samþykktu þann kjarasamning. Þannig að bæði ef við horfum til Samtaka atvinnulífsins og eins verkalýðsfélaganna hringinn í kringum landið get ég ekki annað séð en framkvæmd lífskjarasamningsins hafi gengið snurðulaust fyrir sig,“ segir framkvæmdastjóri SA. Atvinnuleysi heldur áfram að aukast Atvinnuleysi er þrátt fyrir þetta að aukast og í spá Seðlabankans sem kynnt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að það haldi áfram að aukast á þessu ári. Halldór Benjamín bendir á að verðbólga sé lág og vextir séu að lækka. Hann hafi þó varað við því í um ár að aðlögun að niðursveiflu í efnahagslífinu yrði mætt með öðrum hætti nú en á fyrri árum. „Þá fyrst og fremst í gegnum atvinnuleysi enda eru fyrirtæki landsins því miður að hagræða um þessar mundir og það sér ekki fyrir endann á því. Það jákvæða í stöðunni er að lífskjarasamningurinn var samsett lausn margra þátta. Og við sjáum að á sama tíma og það er að hægja verulega á í hagkerfinu hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um 1,75 prósentur og vextir á Íslandi um þessar mundir eru þeir lægst sem þeir hafa verið alla lýðveldissöguna,“ segir Halldór Benjamín. Því miður séu líkur á að atvinnuleysið aukist því líklega haldi fyrirtækin áfram að hagræða á næstu mánuðum. Tækifærin séu hins vegar mörg í íslensku atvinnulífi. „Og í góðu samstarfi við stéttarfélögin við framkvæmd lífskjarasamningsins erum við að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja til lengri tíma. Ná fram nauðsynlegum breytingum á vinnumarkaði þannig að hann sé í takt við nýja tíma,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. Klukkan hálf eitt hófst vinnustöðvun hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg sem gætu staðið til miðnættis á fimmtudag. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsaðgerðirnar fyrst og fremst hafa áhrif á fjölskyldur og stuðningsnet þeirra. Þess vegna hafi samtökin sent út tilmæli til fyrirtækja á svæðinu. „Við í raun biðjum stjórnendur fyrirtækja að sýna mismunandi aðstæðum fólks skilning. Það eru margir sem þurfa að hlaupa undir bagga. Fólk getur verið frá vinnu, að skjótast, sækja og skutla og allt þetta. Við reynum að nálgast þetta á sem sveigjanlegasta máta. En auðvitað er þetta mjög misjafnt eftir fyrirtækjum hvað hægt er að koma mikið til móts við þarfir fólks,“ segir Halldór Benjamín. Óvissa um hvort fjarvera skerði laun Samtök atvinnulífsins séu hins vegar ekki í aðstöðu til að senda út einhverjar reglur um að þessi fjarvera bitni ekki á launum fólks. Halldór Benjamín vill ekki tjá sig um yfirstandandi deilu Eflingar við borgina. Framkvæmd lífskjarasamningana hafi aftur á móti tekist einkar vel en SA hafi nú samið fyrir hönd 97 prósent sinna umbjóðenda. „Við sjáum það bara síðast í gær að Starfsgreinasambandið gekk frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga á grunni lífskjarasamningsins. Niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu voru að 81 prósent þeirra sem tóku þátt í henni samþykktu þann kjarasamning. Þannig að bæði ef við horfum til Samtaka atvinnulífsins og eins verkalýðsfélaganna hringinn í kringum landið get ég ekki annað séð en framkvæmd lífskjarasamningsins hafi gengið snurðulaust fyrir sig,“ segir framkvæmdastjóri SA. Atvinnuleysi heldur áfram að aukast Atvinnuleysi er þrátt fyrir þetta að aukast og í spá Seðlabankans sem kynnt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að það haldi áfram að aukast á þessu ári. Halldór Benjamín bendir á að verðbólga sé lág og vextir séu að lækka. Hann hafi þó varað við því í um ár að aðlögun að niðursveiflu í efnahagslífinu yrði mætt með öðrum hætti nú en á fyrri árum. „Þá fyrst og fremst í gegnum atvinnuleysi enda eru fyrirtæki landsins því miður að hagræða um þessar mundir og það sér ekki fyrir endann á því. Það jákvæða í stöðunni er að lífskjarasamningurinn var samsett lausn margra þátta. Og við sjáum að á sama tíma og það er að hægja verulega á í hagkerfinu hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um 1,75 prósentur og vextir á Íslandi um þessar mundir eru þeir lægst sem þeir hafa verið alla lýðveldissöguna,“ segir Halldór Benjamín. Því miður séu líkur á að atvinnuleysið aukist því líklega haldi fyrirtækin áfram að hagræða á næstu mánuðum. Tækifærin séu hins vegar mörg í íslensku atvinnulífi. „Og í góðu samstarfi við stéttarfélögin við framkvæmd lífskjarasamningsins erum við að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja til lengri tíma. Ná fram nauðsynlegum breytingum á vinnumarkaði þannig að hann sé í takt við nýja tíma,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira