Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2020 15:36 Frá stofnfundi Íslendingafélagsins í byrjun janúar. Íslendingafélagið á Gran Cancaria Formaður Íslendingafélagsins á Gran Canaria segir mikil vonbrigði að geta ekki boðið upp á þorramat á fyrsta þorrablóti félagsins sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að matnum, virði mörg hundruð þúsunda, var hent í ruslið á flugvellinum á Kanaríeyjum. Boðið verður upp á kjötsúpu í staðinn. Íslendingafélagið var stofnað í byrjun árs. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, segir fólk hafa gengið með þann draum í lengri tíma að stofna félagið og halda þorrablót. Líklega búi búi á þriðja hundrað Íslendingar á eyjunni og mikil eftirvænting hafi verið fyrir blótinu. „Við pöntuðum allan matinn frá Íslandi,“ segir Jóhanna Kristín. Kjarnafæði hafi séð um matinn og segir formaðurinn öll samskipti við félagið hafa verið til fyrirmyndar. Annað hafi verið uppi á teningnum hjá flutningsaðilanum, DHL. „Það klikkaði eitthvað hjá þeim.“ Sætir og brúnir Íslendinga á Spáni.Íslendingafélagið á Gran Cancaria Líklega þarf ekkert að efast um það enda ákvað tolllögreglan á flugvellinum ytra að henda öllum þorramatnum. Hvers vegna? Jóhanna Kristín hefur ekki svör við þeirri spurningu enda hafi öll orka hennar og stjórnarinnar farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu á mánudag. „Maturinn var kominn á eyjuna. Þeir tóku sig til og förguðu honum.“ Þá voru góð ráð dýr. Búið að selja 240 miða á blótið og hugur í fólki. Jóhanna Kristín segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að „face-a fólkið.“ Horfast í augu við stöðuna. „Stjórnin hefur verið á kafi í þessu með aðstoð góðs fólks og við erum að verða klár með kjötsúpu fyrir 240 manns,“ segir Jóhanna Kristín. Til viðbótar verði boðið upp á síldarrétti og brauð. Skemmtiatriðin verði svo auðvitað á sínum stað. Þorrablótið verður í kvöld en enginn þorramatur.Íslendingafélagið Gran Cancaria „Við reynum að gera gott úr þessu og keyrum þetta eins og við ætluðum. Nema það verður enginn þorramatur.“ Stjórnin ætlar að leita réttar síns í málinu og sjá hvað hægt sé að gera. Jóhanna Kristín vill ekki nefna nákvæma fjárhæð sem glataðist nema að um sé að ræða mikla peninga. Sérstaklega fyrir nýstofnað félag. Þau hafi engin svör fengið enn sem komið er nema ljóst sé að eitthvað hafi klikkað í pappírunum hjá DHL. Jóhanna Kristín, sem er eyjakona með meiru hvort sem er á Heimaey eða Gran Canaria, hefur búið í fjögur ár á Kanaríeyjum og unir hag sínum vel. Þar er í dag 30 stiga hiti en veturinn hafi verið óvenjuhlýr. „Ég er bara á Suðurhafseyjum, einni við Ísland og einni hér,“ segir Jóhanna á léttum nótum. Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Formaður Íslendingafélagsins á Gran Canaria segir mikil vonbrigði að geta ekki boðið upp á þorramat á fyrsta þorrablóti félagsins sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að matnum, virði mörg hundruð þúsunda, var hent í ruslið á flugvellinum á Kanaríeyjum. Boðið verður upp á kjötsúpu í staðinn. Íslendingafélagið var stofnað í byrjun árs. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, segir fólk hafa gengið með þann draum í lengri tíma að stofna félagið og halda þorrablót. Líklega búi búi á þriðja hundrað Íslendingar á eyjunni og mikil eftirvænting hafi verið fyrir blótinu. „Við pöntuðum allan matinn frá Íslandi,“ segir Jóhanna Kristín. Kjarnafæði hafi séð um matinn og segir formaðurinn öll samskipti við félagið hafa verið til fyrirmyndar. Annað hafi verið uppi á teningnum hjá flutningsaðilanum, DHL. „Það klikkaði eitthvað hjá þeim.“ Sætir og brúnir Íslendinga á Spáni.Íslendingafélagið á Gran Cancaria Líklega þarf ekkert að efast um það enda ákvað tolllögreglan á flugvellinum ytra að henda öllum þorramatnum. Hvers vegna? Jóhanna Kristín hefur ekki svör við þeirri spurningu enda hafi öll orka hennar og stjórnarinnar farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu á mánudag. „Maturinn var kominn á eyjuna. Þeir tóku sig til og förguðu honum.“ Þá voru góð ráð dýr. Búið að selja 240 miða á blótið og hugur í fólki. Jóhanna Kristín segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að „face-a fólkið.“ Horfast í augu við stöðuna. „Stjórnin hefur verið á kafi í þessu með aðstoð góðs fólks og við erum að verða klár með kjötsúpu fyrir 240 manns,“ segir Jóhanna Kristín. Til viðbótar verði boðið upp á síldarrétti og brauð. Skemmtiatriðin verði svo auðvitað á sínum stað. Þorrablótið verður í kvöld en enginn þorramatur.Íslendingafélagið Gran Cancaria „Við reynum að gera gott úr þessu og keyrum þetta eins og við ætluðum. Nema það verður enginn þorramatur.“ Stjórnin ætlar að leita réttar síns í málinu og sjá hvað hægt sé að gera. Jóhanna Kristín vill ekki nefna nákvæma fjárhæð sem glataðist nema að um sé að ræða mikla peninga. Sérstaklega fyrir nýstofnað félag. Þau hafi engin svör fengið enn sem komið er nema ljóst sé að eitthvað hafi klikkað í pappírunum hjá DHL. Jóhanna Kristín, sem er eyjakona með meiru hvort sem er á Heimaey eða Gran Canaria, hefur búið í fjögur ár á Kanaríeyjum og unir hag sínum vel. Þar er í dag 30 stiga hiti en veturinn hafi verið óvenjuhlýr. „Ég er bara á Suðurhafseyjum, einni við Ísland og einni hér,“ segir Jóhanna á léttum nótum.
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira