Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:21 Sætir og brúnir Íslendingar á Spáni. Íslendingafélagið á Gran Cancaria Tollverðir sem tóku á móti sendingu af þorramat nýstofnaðs Íslendingafélags á Kanaríeyjum förguðu pökkunum á flugvellinum vegna „óvenju slæmrar lyktar“, að sögn sölu- og markaðsstjóra DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi til Kanaríeyja. Greint var frá því í dag að matnum, sem átti að vera á boðstólnum á fyrsta þorrablóti Íslendingafélagsins í kvöld, hefði verið hent beint í ruslið við komu á flugvöllinn á Kanaríeyjum í hádeginu í gær. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við Vísi að eitthvað hefði „klikkað“ hjá flutningsaðilanum DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi. Þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna tollgæslan á flugvellinum hefði ákveðið að henda matnum. Öll hennar orka hefði farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu í gær. Niðurstaðan var að bjóða upp á kjötsúpu á þorrablótinu. COVID19-veiran og ólyktin voru banabitarnir Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. DHL flytji hundruð matvælasendinga frá Íslandi til útlanda á ári hverju án vandkvæða, einkum í kringum páska og jól. „Hins vegar er tímasetningin á flutningi matvæla á milli landa með hraðsendingu ekki ákjósanleg um þessar mundir vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar og eru hertar reglur sem gilda um innflutning matvæla í flestum löndum þessa dagana,“ segir Björn Viðar. „Umrædd sending var stöðvuð af tollayfirvöldum á Kanarí þar sem óvenju slæm lykt var af innihaldi pakkanna. Þegar í ljós kom að um matvæli var að ræða þá var ákveðið að farga sendingunni strax.“ Pappírar sem fylgdu með sendingunni hefðu ekki skipt neinu máli þar sem tollgæslan á Kanaríeyjum hefði þurft að fara eftir fyrirmælum frá stjórnvöldum, sem væru skýr um hvað skuli gera í tilfellum sem þessum. Þá segir hann þeim hjá DHL að sjálfsögðu þykja mjög leitt að sendingunni hafi verið fargað og hyggst fyrirtækið endurgreiða Íslendingafélaginu flutningskostnaðinn. „Að því sögðu þá er ánægjulegt að heyra að þau ætli að gera gott úr þessu og gera sér glaðan dag, eins og Íslendingum sæmir, þótt ekki verði hákarl eða hrútspungar á borðum að þessu sinni.“ Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Tollverðir sem tóku á móti sendingu af þorramat nýstofnaðs Íslendingafélags á Kanaríeyjum förguðu pökkunum á flugvellinum vegna „óvenju slæmrar lyktar“, að sögn sölu- og markaðsstjóra DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi til Kanaríeyja. Greint var frá því í dag að matnum, sem átti að vera á boðstólnum á fyrsta þorrablóti Íslendingafélagsins í kvöld, hefði verið hent beint í ruslið við komu á flugvöllinn á Kanaríeyjum í hádeginu í gær. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við Vísi að eitthvað hefði „klikkað“ hjá flutningsaðilanum DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi. Þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna tollgæslan á flugvellinum hefði ákveðið að henda matnum. Öll hennar orka hefði farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu í gær. Niðurstaðan var að bjóða upp á kjötsúpu á þorrablótinu. COVID19-veiran og ólyktin voru banabitarnir Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. DHL flytji hundruð matvælasendinga frá Íslandi til útlanda á ári hverju án vandkvæða, einkum í kringum páska og jól. „Hins vegar er tímasetningin á flutningi matvæla á milli landa með hraðsendingu ekki ákjósanleg um þessar mundir vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar og eru hertar reglur sem gilda um innflutning matvæla í flestum löndum þessa dagana,“ segir Björn Viðar. „Umrædd sending var stöðvuð af tollayfirvöldum á Kanarí þar sem óvenju slæm lykt var af innihaldi pakkanna. Þegar í ljós kom að um matvæli var að ræða þá var ákveðið að farga sendingunni strax.“ Pappírar sem fylgdu með sendingunni hefðu ekki skipt neinu máli þar sem tollgæslan á Kanaríeyjum hefði þurft að fara eftir fyrirmælum frá stjórnvöldum, sem væru skýr um hvað skuli gera í tilfellum sem þessum. Þá segir hann þeim hjá DHL að sjálfsögðu þykja mjög leitt að sendingunni hafi verið fargað og hyggst fyrirtækið endurgreiða Íslendingafélaginu flutningskostnaðinn. „Að því sögðu þá er ánægjulegt að heyra að þau ætli að gera gott úr þessu og gera sér glaðan dag, eins og Íslendingum sæmir, þótt ekki verði hákarl eða hrútspungar á borðum að þessu sinni.“
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36