Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 07:04 Það er ekki ofsögum sagt að það verði snælduvitlaus veður í fyrramálið klukkan 8 þegar fólk verður á leið til vinnu og í skóla. Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er þrýstingur í miðju hennar áætlaður 952 hPa en lægðin dýpkar ört og nálgast landið. Skammt norður af Scoresbysundi er síðan 1014 mb hæð. Spár gera ráð fyrir að hæðin standi kyrr þótt lægðin nálgist og má segja, í grófum dráttum, að þrýstimunurinn á milli þessara tveggja veðrakerfa valdi þeim aftakavindi sem í vændum er. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið vegna óveðursins. Annars var kalt á landinu í nótt og mældist frostið mest 23,5 stig við Mývatn og 22,9 stig á Grímsstöðum á fjöllum. Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Hægt vaxandi austanátt í dag og skýjað með köflum, 10-23 m/s í kvöld, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Frost 1 til 7 stig. Hægari vindur og kaldara norðaustanlands.Hvessir meira í nótt, snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands.Snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu seinnipartinn á morgun með rigningu á láglendi og hita 1 til 5 stig, en þá áfram rok og ofankoma um landið norðanvert. Lægir talsvert á landinu annað kvöld og dregur úr úrkomu.Á laugardag:Gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins, úrkomumest austanlands. Hiti 0 til 6 stig.Á sunnudag:Norðaustan 5-13 og dálítil rigning eða slydda austan til á landinu, annars úrkomulítið. Norðan 10-18 um kvöldið með snjókomu norðanlands. Kólnar heldur í veðri.Á mánudag:Norðanátt og él, en bjartviðri sunnan- og vestan lands. Víða vægt frost. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er þrýstingur í miðju hennar áætlaður 952 hPa en lægðin dýpkar ört og nálgast landið. Skammt norður af Scoresbysundi er síðan 1014 mb hæð. Spár gera ráð fyrir að hæðin standi kyrr þótt lægðin nálgist og má segja, í grófum dráttum, að þrýstimunurinn á milli þessara tveggja veðrakerfa valdi þeim aftakavindi sem í vændum er. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið vegna óveðursins. Annars var kalt á landinu í nótt og mældist frostið mest 23,5 stig við Mývatn og 22,9 stig á Grímsstöðum á fjöllum. Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Hægt vaxandi austanátt í dag og skýjað með köflum, 10-23 m/s í kvöld, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Frost 1 til 7 stig. Hægari vindur og kaldara norðaustanlands.Hvessir meira í nótt, snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands.Snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu seinnipartinn á morgun með rigningu á láglendi og hita 1 til 5 stig, en þá áfram rok og ofankoma um landið norðanvert. Lægir talsvert á landinu annað kvöld og dregur úr úrkomu.Á laugardag:Gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins, úrkomumest austanlands. Hiti 0 til 6 stig.Á sunnudag:Norðaustan 5-13 og dálítil rigning eða slydda austan til á landinu, annars úrkomulítið. Norðan 10-18 um kvöldið með snjókomu norðanlands. Kólnar heldur í veðri.Á mánudag:Norðanátt og él, en bjartviðri sunnan- og vestan lands. Víða vægt frost.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira