Landsliðskarlarnir vilja að fótboltasambandið þrefaldi laun kvennanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 09:30 Megan Rapinoe fagnaði því að landsliðskarlarnir hafi ákveðið að styðja við bakið á landsliðskonunum. Hér er hún á sigurhátíð heimsmeistaranna í New York í sumar. Getty/Brian Ach Landsliðskarlarnir hafa blandað sér inn í launabaráttu kvennalandsliðsins í knattspyrnu og saka bandaríska fótboltasambandið um að mismuna landsliðskonunum í nýrri yfirlýsingu. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fengið dýrmæta stuðningsyfirlýsingu frá karlalandsliði bandarísku þjóðarinnar í kjaradeilunni við sambandið sitt. Konurnar vilja fá jafnmikið borgað og karlarnir og hafa farið með málið fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins hafa nú svarað kallinu frá landsliðskonunum og tjáð sig um þetta mál. Þeir eru í liði með konunum gegn sínu eigin sambandi og skora á stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins að hækka laun kvennanna. US soccer men's union says women's pay should be tripled https://t.co/XpmQolpy94— Chronicle Sports (@ChronSports) February 12, 2020 „Samningur landsliðskvennanna frá 2017-21 er verri en samningur landsliðskarlanna frá 2011-18,“ segir í yfirlýsingu frá samtökum bandarísku landsliðskarlanna. „Sambandið heldur áfram að mismuna konunum varðandi launakjör og aðstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og þar heldur áfram: „Okkur skoðun á því sem þarf að gerast er einfalt. Borgið konunum talsvert meira en við fengum í samningi okkar sem er nú runninn út. Það er okkar mat að konurnar ættu skilið að minnsta kosti þrefalt meira en við fengum í gamla samningi okkar,“ segir í yfirlýsingu leikmanna bandaríska karlalandsliðsins. Konurnar hafa fagnað því að karlarnir stigu þetta stóra skref en eftir þeirra innlegg er ljóst að öll spjóta standa að stjórn bandaríska sambandsins. „Það er okkar von að árið 2020 verði árið þar sem konur og karlar fái sömu laun. Við erum erum þakklátar fyrir stuðninginn frá kollegum okkar í karlalandsliðinu en einnig fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá milljónum stuðningsmanna og styrktaraðila alls staðar að í heiminum. Þau hafa staðið með okkur í baráttu okkar gegn mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjörnu bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe. US men's team say federation discriminates against USA's female players https://t.co/rG2DaRN5iW— Guardian sport (@guardian_sport) February 12, 2020 Karlalandsliðið gekk meira segja aðeins lengra og sakaði knattspyrnusambandið sitt um að dreifa fölskum fréttum. Aðalástæðan fyrir þessari yfirlýsingu þeirra er að þeir sáu að bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á að selja almenningi og meira segja þingmönnum falska mynd af stöðu mála. Þeir segja að sambandið hafi síðan notað þessa fölsku mynd í baráttunni gegn leikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins. Bandaríska sambandið hélt því fram að bandaríska kvennalandsliðið væri í raun að fá jafnmikið og karlalandsliðið. Með þessu útspili karlalandsliðsins er það endanlega ljóst að það er ekki rétt. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Landsliðskarlarnir hafa blandað sér inn í launabaráttu kvennalandsliðsins í knattspyrnu og saka bandaríska fótboltasambandið um að mismuna landsliðskonunum í nýrri yfirlýsingu. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fengið dýrmæta stuðningsyfirlýsingu frá karlalandsliði bandarísku þjóðarinnar í kjaradeilunni við sambandið sitt. Konurnar vilja fá jafnmikið borgað og karlarnir og hafa farið með málið fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins hafa nú svarað kallinu frá landsliðskonunum og tjáð sig um þetta mál. Þeir eru í liði með konunum gegn sínu eigin sambandi og skora á stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins að hækka laun kvennanna. US soccer men's union says women's pay should be tripled https://t.co/XpmQolpy94— Chronicle Sports (@ChronSports) February 12, 2020 „Samningur landsliðskvennanna frá 2017-21 er verri en samningur landsliðskarlanna frá 2011-18,“ segir í yfirlýsingu frá samtökum bandarísku landsliðskarlanna. „Sambandið heldur áfram að mismuna konunum varðandi launakjör og aðstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og þar heldur áfram: „Okkur skoðun á því sem þarf að gerast er einfalt. Borgið konunum talsvert meira en við fengum í samningi okkar sem er nú runninn út. Það er okkar mat að konurnar ættu skilið að minnsta kosti þrefalt meira en við fengum í gamla samningi okkar,“ segir í yfirlýsingu leikmanna bandaríska karlalandsliðsins. Konurnar hafa fagnað því að karlarnir stigu þetta stóra skref en eftir þeirra innlegg er ljóst að öll spjóta standa að stjórn bandaríska sambandsins. „Það er okkar von að árið 2020 verði árið þar sem konur og karlar fái sömu laun. Við erum erum þakklátar fyrir stuðninginn frá kollegum okkar í karlalandsliðinu en einnig fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá milljónum stuðningsmanna og styrktaraðila alls staðar að í heiminum. Þau hafa staðið með okkur í baráttu okkar gegn mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjörnu bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe. US men's team say federation discriminates against USA's female players https://t.co/rG2DaRN5iW— Guardian sport (@guardian_sport) February 12, 2020 Karlalandsliðið gekk meira segja aðeins lengra og sakaði knattspyrnusambandið sitt um að dreifa fölskum fréttum. Aðalástæðan fyrir þessari yfirlýsingu þeirra er að þeir sáu að bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á að selja almenningi og meira segja þingmönnum falska mynd af stöðu mála. Þeir segja að sambandið hafi síðan notað þessa fölsku mynd í baráttunni gegn leikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins. Bandaríska sambandið hélt því fram að bandaríska kvennalandsliðið væri í raun að fá jafnmikið og karlalandsliðið. Með þessu útspili karlalandsliðsins er það endanlega ljóst að það er ekki rétt.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira