Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Haukar 86-79 | Skallagrímur í úrslit gegn KR Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 13. febrúar 2020 23:15 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur hennar eru komnar í bikarúrslit og mæta þar KR. Vísir/Bára Skallagrímur mætti Haukum í Laugardalshöllinni í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í Geysisbikarnum. KR sigraði Val fyrr um kvöldið og var því komið í úrslitaleikinn. Skallagrímur seig fljótlega fram úr í leiknum en Haukarnir voru aldrei mjög langt undan. Þó forskotið færi upp í sautján stig þá svöruðu Haukar með áhlaupi. Skallagrímur leiddi allan leikinn eftir að staðan var 7-7 í fyrsta leikhluta. Haukar náðu minnst að minnka muninn í þrjú stig í þriðja leikhluta en komust ekki nær, Skallagrímur svaraði ávalt með áhlaupi þegar Haukarnir nálguðust. Keira Robinson var stórkostleg hjá Skallagrími í kvöld og skoraði 44 stig og Emilie Hesseldal bætti við 27 stigum. Saman skoruðu þær 71 af 86 stigum Skallagríms í kvöld. Haukar lentu í villuvandræðum í leiknum og ofan á að ganga illa að stöðva Emilie og Robinson þá töpuðu Haukar boltanum of oft. Skallagrímur sigraði að lokum með sjö stigum og mætir KR í bikarúrslitaleiknum á laugardag. Sigri Skallagrímur á laugardag verður það fyrsti bikarmeistaratitill liðsins.Af hverju vann Skallagrímur?Borgnesingar mættu öflugar til leiks og komust fljótlega yfir í leiknum. Liðið leiddi leikinn nær allan tímann og var með stjórnina á leiknum. Á sama tíma þurftu Haukar að vinna upp forskot og reyndu að sýna baráttu. Niðurstaðan var oft á þann veg að Skallagrímur fór á vítalínuna og þar voru í boði auðveld stig. Hauka-liðið lenti í villuvandræðum og pirringur myndaðist. Keira stýrði leiknum þá frábærlega og tapaði Skallagrímur boltanum einungis þrisvar sinnum fyrsta hálftímann í leiknum. Keira kom sér á sama tíma oft á línuna og Emilie gerði slíkt hið sama. Saman fóru þær 33 sinnum á línuna og skoruðu úr 26 skotanna. Alls tók Skallagrímur 37 víti í leiknum en Haukar einungis þrettán. Skallagrímur stal boltanum tólf sinnum en missti hann einungis þrisvar sinnum beint í hendur Hauka. Borgnesingar skoruðu tuttugu stig eftir tapaða bolta gegn einungis níu stigum Hauka og munaði um minna þegar Skallagrímur gat skorað beint úr hraðaupphaupi (16 stig).Hverjar stóðu upp úr?Keira skoraði 44 stig og fiskaði tíu villur. Hún var frábær í kvöld, besti leikmaður vallarins. Emilie kom fast á hæla hennar en ofan á að skora 27 stig fiskaði hún tólf villur, stal boltanum fimm sinnum, gaf sex stoðsendingar og reif niður tíu fráköst. Hjá Haukum var Þóra Kristín best, skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Randi var með 21 stig en tapaði boltanum sex sinnum, jafnoft og Þóra.Hvað gekk illa?Það gekk illa hjá Haukum að ná alveg að brúa bilið sem mest fór upp í sautján stig og minnst niður í þrjú stig eftir jafnræði á fyrstu þremur mínútunum. Haukar reyndu að jafna forskotið en Skallagrímur svaraði alltaf með áhlaupi. Haukar lentu þá í villuvandræðum og fóru Emilie og Keira allt of oft á línuna. Það munar um minna í svona jöfnum leik. Þetta auk tapaðra bolta vóg þungt þegar litið er á það sem gekk illa hjá Haukum.Hvað gerist næst?Haukarnir einbeita sér að deildinni en liðið situr í 3. sæti Domino's deildarinnar. Skallagrímur mætir KR í bikarúrslitaleiknum á laugardag. Bikar í boði og ekki oft sem Skallagrímur á möguleika á titli.Keira: Mín frammistaða liðsfélögunum að þakka „Þetta er góð tilfinning en verkefninu er ekki lokið, við verðum að byrja strax að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn KR," sagði Keira Breeanne Robinson, leikmaður Skallagríms. Keira var óstöðvandi í leiknum og skoraði 44 stig. „Mér líður þokkalega en við verðum að sofa vel, borða vel og ná góðri endurheimt þar sem stutt er á milli leikja." Keira var stigahæst á vellinum og var spurð hvort þetta hafi verið stefnan komandi inn í leikinn. „Nei þetta var ekki planið. Ég vil gefa mínum liðsfélögum helling í þessari frammistöðu þar sem þær hvetja mig áfram og styðja við mig. Þær hafa mikla trú á mér og ég þakka þeim fyrir það." „Mér finnst þetta meira snúast um andlegu hliðina heldur en líkamlegu hliðina þegar kemur að leiknum á laugardaginn. Ef við erum tilbúnar andlega eigum við jafnmikla möguleika og KR á laugardaginn." Keira þakkaði stuðningsmönnum Skallagríms, sem fjölmenntu í höllina í kvöld, fyrir sinn þátt í sigrinum í kvöld.Þóra: Verður að hafa það að Keira átti frábæran leik Þóra Kristín Jónsdóttir, leikmaður Hauka, var gríðarlega svekkt eftir leik og sagði leiðinlegt hvernig leikurinn hafði þróast. „Við tókum mikið af röngum ákvörðunum og pössuðum boltann ekki nægilega vel í kvöld. Það og villuvandræði vegur þungt." „Keira átti svo bara frábæran leik í kvöld og við möguleika hefðum getað spilað öðruvísi vörn á hana en hún átti bara geggjaðan leik og það verður bara að hafa það." Haukar náðu að minnka muninn niður í þrjú stig í seinni hálfleik en Skallagrímur bætti aftur í. Hvað gerðist á þeim kafla? „Það má kannski útskýra þetta með reynsluleysi. Við erum með ungt lið og höfum ekki spilað marga svona leiki. Þetta er eitthvað sem við getum lært af. Það þýðir ekkert annað en að taka þessa reynslu með í deildina og komum svo sterkari inn í þessa bikarhelgi á næsta ári. Við förum ekkert gríðarlega ósáttar út úr þessu þannig séð. Við getum lært heilmikið af þessu," sagði Þóra að lokum. Ólöf: Ákvarðanataka varð okkur að falli - Vil segja sem minnst um dómgæsluna „Upplifunin er vond, mjög vond. Mér líður mjög illa," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka eftir tapið í kvöld. Hún sagði byrjunina að mörgu leyti hafa farið með leikinn í kvöld. Ólöf sagði sitt lið hafa ætlað að sigra þetta á hæfileikunum einum en ekki á baráttu og vilja sem þurfti. „Við þurftum aðeins að bakka frá, vorum að fá mikið af villum. Við máttum lítið gera - það var erfitt að finna taktinn í leiknum." Haukar töpuðu átján boltum og Skallagrímur níu í leiknum. Ólöf var spurð hvort hefði verið hægt að passa betur upp á boltann. „Algjörlega, við hefðum þurft að taka miklu betri ákvarðanir. Þetta var í fyrsta skipti sem ég var með heilt lið í allan vetur. Ég var að vonast til að útkoman yrði betri en það vantaði smá takt í liðið. Allir þessir töpuðu bolta voru Mini-bolta mistök sem á ekki að gerast í meistaraflokki. Við verðum að læra af þessum mistökum ef við ætlum okkur að gera eitthvað að viti. Ólöf nefndi áður í viðtalinu að liðið sitt hefði ekki mátt gera mikið og hefði fengið mikið af villum á sig í leiknum. Hvað fannst henni um dómgæsluna í leiknum? „Ég held ég ætti að segja sem minnst um hana. Mér líður mjög illa núna en oft þegar ég skoða dóma aftur þá hef ég rangt fyrir mér. Ég ætla ekki að segja neitt núna en það sáu allir að ég var ósátt og þess vegna fékk í tæknivillu. Mér fannst ekki sama línan gilda fyrir bæði lið. Ég tek það fram að ég er mjög sár og ég gæti mögulega haft rangt fyrir mér." Ólöf var að spurð um það jákvæða sem hún gæti tekið úr leiknum. „Ég get tekið jákvætt úr þessu að þetta fer í reynslubankann og stelpurnar taka þetta með sér í ferlið sem er að vaxa sem leikmenn. Núna þurfum við að taka okkur saman og læra af þessum mistökum og láta það byggja okkur upp. Síðasta sem Ólöf var spurð út í var varnarleik liðsins en tveir leikmenn Skallagríms skoruðu 71 af 86 stigum liðsins. Var eitthvað sem hún sér strax eftir leik sem hægt hefði verið að gera betur? „Við vorum búnar að leggja upp með að verjast þeim sérstaklega. Það vantaði á tímum alveg hjálpina þegar Keira var að brjótast í gegn. Það vantaði ákveðni og hjálparvörnina. Um leið og við reyndum að stoppa þá fengum við villu, hvað get ég sagt," sagði Ólöf að lokum. Guðrún: Stolt af liðinu - Var ekki svona róleg sem leikmaður Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir leik og sagði tilfinninguna sem hún upplifði þessa stundina gífurlega sæta, hún nefndi þá strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið." Dominos-deild kvenna
Skallagrímur mætti Haukum í Laugardalshöllinni í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í Geysisbikarnum. KR sigraði Val fyrr um kvöldið og var því komið í úrslitaleikinn. Skallagrímur seig fljótlega fram úr í leiknum en Haukarnir voru aldrei mjög langt undan. Þó forskotið færi upp í sautján stig þá svöruðu Haukar með áhlaupi. Skallagrímur leiddi allan leikinn eftir að staðan var 7-7 í fyrsta leikhluta. Haukar náðu minnst að minnka muninn í þrjú stig í þriðja leikhluta en komust ekki nær, Skallagrímur svaraði ávalt með áhlaupi þegar Haukarnir nálguðust. Keira Robinson var stórkostleg hjá Skallagrími í kvöld og skoraði 44 stig og Emilie Hesseldal bætti við 27 stigum. Saman skoruðu þær 71 af 86 stigum Skallagríms í kvöld. Haukar lentu í villuvandræðum í leiknum og ofan á að ganga illa að stöðva Emilie og Robinson þá töpuðu Haukar boltanum of oft. Skallagrímur sigraði að lokum með sjö stigum og mætir KR í bikarúrslitaleiknum á laugardag. Sigri Skallagrímur á laugardag verður það fyrsti bikarmeistaratitill liðsins.Af hverju vann Skallagrímur?Borgnesingar mættu öflugar til leiks og komust fljótlega yfir í leiknum. Liðið leiddi leikinn nær allan tímann og var með stjórnina á leiknum. Á sama tíma þurftu Haukar að vinna upp forskot og reyndu að sýna baráttu. Niðurstaðan var oft á þann veg að Skallagrímur fór á vítalínuna og þar voru í boði auðveld stig. Hauka-liðið lenti í villuvandræðum og pirringur myndaðist. Keira stýrði leiknum þá frábærlega og tapaði Skallagrímur boltanum einungis þrisvar sinnum fyrsta hálftímann í leiknum. Keira kom sér á sama tíma oft á línuna og Emilie gerði slíkt hið sama. Saman fóru þær 33 sinnum á línuna og skoruðu úr 26 skotanna. Alls tók Skallagrímur 37 víti í leiknum en Haukar einungis þrettán. Skallagrímur stal boltanum tólf sinnum en missti hann einungis þrisvar sinnum beint í hendur Hauka. Borgnesingar skoruðu tuttugu stig eftir tapaða bolta gegn einungis níu stigum Hauka og munaði um minna þegar Skallagrímur gat skorað beint úr hraðaupphaupi (16 stig).Hverjar stóðu upp úr?Keira skoraði 44 stig og fiskaði tíu villur. Hún var frábær í kvöld, besti leikmaður vallarins. Emilie kom fast á hæla hennar en ofan á að skora 27 stig fiskaði hún tólf villur, stal boltanum fimm sinnum, gaf sex stoðsendingar og reif niður tíu fráköst. Hjá Haukum var Þóra Kristín best, skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Randi var með 21 stig en tapaði boltanum sex sinnum, jafnoft og Þóra.Hvað gekk illa?Það gekk illa hjá Haukum að ná alveg að brúa bilið sem mest fór upp í sautján stig og minnst niður í þrjú stig eftir jafnræði á fyrstu þremur mínútunum. Haukar reyndu að jafna forskotið en Skallagrímur svaraði alltaf með áhlaupi. Haukar lentu þá í villuvandræðum og fóru Emilie og Keira allt of oft á línuna. Það munar um minna í svona jöfnum leik. Þetta auk tapaðra bolta vóg þungt þegar litið er á það sem gekk illa hjá Haukum.Hvað gerist næst?Haukarnir einbeita sér að deildinni en liðið situr í 3. sæti Domino's deildarinnar. Skallagrímur mætir KR í bikarúrslitaleiknum á laugardag. Bikar í boði og ekki oft sem Skallagrímur á möguleika á titli.Keira: Mín frammistaða liðsfélögunum að þakka „Þetta er góð tilfinning en verkefninu er ekki lokið, við verðum að byrja strax að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn KR," sagði Keira Breeanne Robinson, leikmaður Skallagríms. Keira var óstöðvandi í leiknum og skoraði 44 stig. „Mér líður þokkalega en við verðum að sofa vel, borða vel og ná góðri endurheimt þar sem stutt er á milli leikja." Keira var stigahæst á vellinum og var spurð hvort þetta hafi verið stefnan komandi inn í leikinn. „Nei þetta var ekki planið. Ég vil gefa mínum liðsfélögum helling í þessari frammistöðu þar sem þær hvetja mig áfram og styðja við mig. Þær hafa mikla trú á mér og ég þakka þeim fyrir það." „Mér finnst þetta meira snúast um andlegu hliðina heldur en líkamlegu hliðina þegar kemur að leiknum á laugardaginn. Ef við erum tilbúnar andlega eigum við jafnmikla möguleika og KR á laugardaginn." Keira þakkaði stuðningsmönnum Skallagríms, sem fjölmenntu í höllina í kvöld, fyrir sinn þátt í sigrinum í kvöld.Þóra: Verður að hafa það að Keira átti frábæran leik Þóra Kristín Jónsdóttir, leikmaður Hauka, var gríðarlega svekkt eftir leik og sagði leiðinlegt hvernig leikurinn hafði þróast. „Við tókum mikið af röngum ákvörðunum og pössuðum boltann ekki nægilega vel í kvöld. Það og villuvandræði vegur þungt." „Keira átti svo bara frábæran leik í kvöld og við möguleika hefðum getað spilað öðruvísi vörn á hana en hún átti bara geggjaðan leik og það verður bara að hafa það." Haukar náðu að minnka muninn niður í þrjú stig í seinni hálfleik en Skallagrímur bætti aftur í. Hvað gerðist á þeim kafla? „Það má kannski útskýra þetta með reynsluleysi. Við erum með ungt lið og höfum ekki spilað marga svona leiki. Þetta er eitthvað sem við getum lært af. Það þýðir ekkert annað en að taka þessa reynslu með í deildina og komum svo sterkari inn í þessa bikarhelgi á næsta ári. Við förum ekkert gríðarlega ósáttar út úr þessu þannig séð. Við getum lært heilmikið af þessu," sagði Þóra að lokum. Ólöf: Ákvarðanataka varð okkur að falli - Vil segja sem minnst um dómgæsluna „Upplifunin er vond, mjög vond. Mér líður mjög illa," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka eftir tapið í kvöld. Hún sagði byrjunina að mörgu leyti hafa farið með leikinn í kvöld. Ólöf sagði sitt lið hafa ætlað að sigra þetta á hæfileikunum einum en ekki á baráttu og vilja sem þurfti. „Við þurftum aðeins að bakka frá, vorum að fá mikið af villum. Við máttum lítið gera - það var erfitt að finna taktinn í leiknum." Haukar töpuðu átján boltum og Skallagrímur níu í leiknum. Ólöf var spurð hvort hefði verið hægt að passa betur upp á boltann. „Algjörlega, við hefðum þurft að taka miklu betri ákvarðanir. Þetta var í fyrsta skipti sem ég var með heilt lið í allan vetur. Ég var að vonast til að útkoman yrði betri en það vantaði smá takt í liðið. Allir þessir töpuðu bolta voru Mini-bolta mistök sem á ekki að gerast í meistaraflokki. Við verðum að læra af þessum mistökum ef við ætlum okkur að gera eitthvað að viti. Ólöf nefndi áður í viðtalinu að liðið sitt hefði ekki mátt gera mikið og hefði fengið mikið af villum á sig í leiknum. Hvað fannst henni um dómgæsluna í leiknum? „Ég held ég ætti að segja sem minnst um hana. Mér líður mjög illa núna en oft þegar ég skoða dóma aftur þá hef ég rangt fyrir mér. Ég ætla ekki að segja neitt núna en það sáu allir að ég var ósátt og þess vegna fékk í tæknivillu. Mér fannst ekki sama línan gilda fyrir bæði lið. Ég tek það fram að ég er mjög sár og ég gæti mögulega haft rangt fyrir mér." Ólöf var að spurð um það jákvæða sem hún gæti tekið úr leiknum. „Ég get tekið jákvætt úr þessu að þetta fer í reynslubankann og stelpurnar taka þetta með sér í ferlið sem er að vaxa sem leikmenn. Núna þurfum við að taka okkur saman og læra af þessum mistökum og láta það byggja okkur upp. Síðasta sem Ólöf var spurð út í var varnarleik liðsins en tveir leikmenn Skallagríms skoruðu 71 af 86 stigum liðsins. Var eitthvað sem hún sér strax eftir leik sem hægt hefði verið að gera betur? „Við vorum búnar að leggja upp með að verjast þeim sérstaklega. Það vantaði á tímum alveg hjálpina þegar Keira var að brjótast í gegn. Það vantaði ákveðni og hjálparvörnina. Um leið og við reyndum að stoppa þá fengum við villu, hvað get ég sagt," sagði Ólöf að lokum. Guðrún: Stolt af liðinu - Var ekki svona róleg sem leikmaður Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir leik og sagði tilfinninguna sem hún upplifði þessa stundina gífurlega sæta, hún nefndi þá strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið."
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti