Óvissustigi almannavarna fyrir allt landið lýst yfir vegna sprengilægðarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Skjáskot af vefnum Windy.com. Staðan á læginni klukkan 7 í fyrramálið. Skjáskot/windy.com Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðursins á morgun. Aftakaveðri er spáð og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið. Vegagerðin hefur einnig lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Þá verða almenningssamgöngur felldar niður og viðbúið er að truflanir verði í raforkukerfinu. Veðurfræðingur segir varhugavert að vera á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir. Veðurstofa Íslands hefur sett appelsínugula viðvörun á allt landið sem tekur fyrst gildi fljótlega eftir miðnætti syðst á landinu. En klukkan níu í fyrramálið nær viðvörunin yfir allt landið. Gera má ráð fyrir að vegum verði lokað, almenningssamgöngur felldar niður og þá hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins en þar hafa allar viðbragðsáætlanir verið virkjaðar þar sem hætta er á margháttuðum truflunum í raforkukerfinu vegna aftaka vinds. Veðurspáin mun ganga eftir í öllum megin atriðum „Ef eitthvað þá er lægðin aðeins fyrr á ferðinni og þar með veðrið. Það hvessir strax í kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu suðvestan- og vestan til á landinu en á suðaustur- og austurlandi má gera ráð fyrir hríðarveðri. Einar segir að fyrst og fremst sé það veðurhæðin sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. „Í sjálfu sér þarf bara hver og einn að meta það í fyrramálið sem ætlar af stað hvort það sé ferðaveður eða ekki eða óhætt að fara út yfir höfuð,“ segir Einar. Í samanburði við aðrar lægðir sem hafa gengið inn á landið á síðustu vikur segir Einar að það sem einkenni lægðina nú sé vindáttin sem kemur að austan. „Þegar það er svona austanátt þá verður hvað hvassast allra syðst á landinu. Í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum og ýmis dæmi um tjón í viðlíka veðri hér á undanförnum áratugum. Það er einkum horft til veðurs sem var hér snemma á aðventunni 2015. Þá varð mikið tjón og miklar truflanir á raforkukerfinu jafnframt,“ segir Einar. Almannavarnir funda með Veðurstofunni í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með Veðurstofu Íslands eftir hádegi í dag þar sem metið verður hvort til að mynda skólahald verði felld niður en nú þegar hefur Vegagerðin ráðgert að loka vegum á meðan óveðrið gengur yfir. Þá fylgist snjóflóðavakt vel með snjóalögum á fjöllum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þá má gera ráð fyrir mjög vondu veðri á ákveðnum stöðum í höfuðborginni. „Það verður mun verra í efri byggðum og þar skefur líka og á Reykjanesbrautinni að þar fá menn vindinn bara beint framan á sig og eins á þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum og þar gæti veri mjög varasamt að vera á ferðinni,“ segir Einar. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag kom fram að ákvörðunin um að lýsa yfir óvissustigi fyrir allt landið hafi verið tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins í samræmi við veðurspá. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af sem geti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu almannavarnadeildar. Almannavarnir Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðursins á morgun. Aftakaveðri er spáð og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið. Vegagerðin hefur einnig lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Þá verða almenningssamgöngur felldar niður og viðbúið er að truflanir verði í raforkukerfinu. Veðurfræðingur segir varhugavert að vera á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir. Veðurstofa Íslands hefur sett appelsínugula viðvörun á allt landið sem tekur fyrst gildi fljótlega eftir miðnætti syðst á landinu. En klukkan níu í fyrramálið nær viðvörunin yfir allt landið. Gera má ráð fyrir að vegum verði lokað, almenningssamgöngur felldar niður og þá hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins en þar hafa allar viðbragðsáætlanir verið virkjaðar þar sem hætta er á margháttuðum truflunum í raforkukerfinu vegna aftaka vinds. Veðurspáin mun ganga eftir í öllum megin atriðum „Ef eitthvað þá er lægðin aðeins fyrr á ferðinni og þar með veðrið. Það hvessir strax í kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu suðvestan- og vestan til á landinu en á suðaustur- og austurlandi má gera ráð fyrir hríðarveðri. Einar segir að fyrst og fremst sé það veðurhæðin sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. „Í sjálfu sér þarf bara hver og einn að meta það í fyrramálið sem ætlar af stað hvort það sé ferðaveður eða ekki eða óhætt að fara út yfir höfuð,“ segir Einar. Í samanburði við aðrar lægðir sem hafa gengið inn á landið á síðustu vikur segir Einar að það sem einkenni lægðina nú sé vindáttin sem kemur að austan. „Þegar það er svona austanátt þá verður hvað hvassast allra syðst á landinu. Í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum og ýmis dæmi um tjón í viðlíka veðri hér á undanförnum áratugum. Það er einkum horft til veðurs sem var hér snemma á aðventunni 2015. Þá varð mikið tjón og miklar truflanir á raforkukerfinu jafnframt,“ segir Einar. Almannavarnir funda með Veðurstofunni í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með Veðurstofu Íslands eftir hádegi í dag þar sem metið verður hvort til að mynda skólahald verði felld niður en nú þegar hefur Vegagerðin ráðgert að loka vegum á meðan óveðrið gengur yfir. Þá fylgist snjóflóðavakt vel með snjóalögum á fjöllum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þá má gera ráð fyrir mjög vondu veðri á ákveðnum stöðum í höfuðborginni. „Það verður mun verra í efri byggðum og þar skefur líka og á Reykjanesbrautinni að þar fá menn vindinn bara beint framan á sig og eins á þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum og þar gæti veri mjög varasamt að vera á ferðinni,“ segir Einar. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag kom fram að ákvörðunin um að lýsa yfir óvissustigi fyrir allt landið hafi verið tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins í samræmi við veðurspá. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af sem geti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu almannavarnadeildar.
Almannavarnir Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira