Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2020 18:00 Flugvélarflakið er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Vísir/Landmælingar Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélaflakinu á Sólheimasandi í dag burt svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið sem spáð hefur verið skellur yfir. Þetta staðfestir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Vísi. Lögreglan vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi þess atviks sem varð þegar tveir erlendir ferðamenn urðu úti á Sólheimasandi í vonskuveðri í janúar. Eftir að björgunarsveitarmann hafa komið þeim sem kunni að vera á ferli við flakið aftur upp á þjóðveg eitt verður göngustígnum að flakinu lokað með lögregluborða. Rauð veðurviðvörun er í gildi fyrir svæðið frá klukkan sex á morgun til hádegis en búist er við austan ofsaveðri, jafn vel fáriviðri á Suðurlandi á morgun. Þannig er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02 Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31 Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélaflakinu á Sólheimasandi í dag burt svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið sem spáð hefur verið skellur yfir. Þetta staðfestir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Vísi. Lögreglan vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi þess atviks sem varð þegar tveir erlendir ferðamenn urðu úti á Sólheimasandi í vonskuveðri í janúar. Eftir að björgunarsveitarmann hafa komið þeim sem kunni að vera á ferli við flakið aftur upp á þjóðveg eitt verður göngustígnum að flakinu lokað með lögregluborða. Rauð veðurviðvörun er í gildi fyrir svæðið frá klukkan sex á morgun til hádegis en búist er við austan ofsaveðri, jafn vel fáriviðri á Suðurlandi á morgun. Þannig er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02 Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31 Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02
Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31
Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46