Pele svarar syni sínum í yfirlýsingu: Ég er ekki hræddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 11:00 Pele með Kylian Mbappe en þeir eru einu táningarnir sem hafa náð að skora mark í úrslitaleik HM í fótbolta. Getty/Anthony Ghnassia Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele gerir lítið úr áhyggjum sonar síns og segir ekkert til í því að hann skammi sín vegna slæmrar heilsu eða að hann þori ekki lengur út úr húsi. Edinho, sonur Pele, tjáði sig opinberlega á dögunum um áhyggjur af föður sínum. Hann talaði meðal um það að hinn 79 ára faðir hans skammaði sín fyrir að geta ekki gengið lengur óstuddur vegna mjaðmavandamála og það hefði mjög slæm áhrif á hann andlega. Pele, sem varð á sínum tíma heimsmeistari í þrígang og er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, hefur allt aðra sögu að segja. "I am good. I continue to accept my physical limitations in the best way possible." Pele says his health issues are normal for people his age https://t.co/JYUOwxgkTgpic.twitter.com/64vSIUJx5s— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2020 „Ég er góður. Ég sætti mig við líkamlegar takmarkanir mínar eins vel og mögulegt er og held áfram að láta boltann rúlla,“ sagði Pele sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann sló í gegn á HM í Svíþjóð 1958. Pele skoraði alls 1281 mark í 1363 leikjum á 21 árs ferli en þar af voru 77 mörk í 91 landsleik fyrir Brasilíu. Hann varð heimsmeistari 1958, 1962 og 1970. Hann gekkst undir aðgerð á blöðruhálskirtli árið 2015 og fór á sjúkrahús vegna þvagrásarsýkingar á síðasta ári. Vinir hans segja hins vegar að Pele hafi haft í nógu að snúast í janúar. Pele fór í myndatökur og vann fyrir styrktaraðila sína. Þá er hann að vinna í að gera heimildarmynd um lífið sitt. „Ég forðast ekki mínar skuldbindingar og það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ sagði Pele í yfirlýsingu sinni. „Ég á bæði góða og slæma daga sem er eðlilegt fyrir mann á mínum aldri. Ég er ekki hræddur, Ég er staðráðinn í að sinna mínum málefnum og hef trú á mér í þeim,“ sagði Pele. Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele gerir lítið úr áhyggjum sonar síns og segir ekkert til í því að hann skammi sín vegna slæmrar heilsu eða að hann þori ekki lengur út úr húsi. Edinho, sonur Pele, tjáði sig opinberlega á dögunum um áhyggjur af föður sínum. Hann talaði meðal um það að hinn 79 ára faðir hans skammaði sín fyrir að geta ekki gengið lengur óstuddur vegna mjaðmavandamála og það hefði mjög slæm áhrif á hann andlega. Pele, sem varð á sínum tíma heimsmeistari í þrígang og er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, hefur allt aðra sögu að segja. "I am good. I continue to accept my physical limitations in the best way possible." Pele says his health issues are normal for people his age https://t.co/JYUOwxgkTgpic.twitter.com/64vSIUJx5s— BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2020 „Ég er góður. Ég sætti mig við líkamlegar takmarkanir mínar eins vel og mögulegt er og held áfram að láta boltann rúlla,“ sagði Pele sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann sló í gegn á HM í Svíþjóð 1958. Pele skoraði alls 1281 mark í 1363 leikjum á 21 árs ferli en þar af voru 77 mörk í 91 landsleik fyrir Brasilíu. Hann varð heimsmeistari 1958, 1962 og 1970. Hann gekkst undir aðgerð á blöðruhálskirtli árið 2015 og fór á sjúkrahús vegna þvagrásarsýkingar á síðasta ári. Vinir hans segja hins vegar að Pele hafi haft í nógu að snúast í janúar. Pele fór í myndatökur og vann fyrir styrktaraðila sína. Þá er hann að vinna í að gera heimildarmynd um lífið sitt. „Ég forðast ekki mínar skuldbindingar og það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ sagði Pele í yfirlýsingu sinni. „Ég á bæði góða og slæma daga sem er eðlilegt fyrir mann á mínum aldri. Ég er ekki hræddur, Ég er staðráðinn í að sinna mínum málefnum og hef trú á mér í þeim,“ sagði Pele.
Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi Goðsögnin Pelé fer varla út úr húsi í dag vegna heilsubrests. 11. febrúar 2020 08:00