Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 14:19 Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. Vísir/Egill Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. Rarik birti nýjustu upplýsingar um stöðu mála klukkan 13:30. Suðurland Rafmagnstruflanirnar eru umfangsmiklar sunnan til á landinu, þar sem óveðrið gekk fyrst á land. Á Suðurlandi eru truflanir á átta stöðum og rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Enn er rafmagnslaust í Vík og í Mýrdal. Tveir straurar brotnuðu í Víkurlínu og eru rafmagninu skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli og að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum þar sem 27 rafmagnsstaurar brotnuðu í óveðrinu. Einnig er rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan á milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti en þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir von á frekari truflunum þegar líða tekur á daginn. Útlit sé fyrir eldingaveðri á sunnanverðu landinu en því fylgir alltaf möguleg hætta á niðurslætti lína. Austurland Rafmagnslaust hefur verið í sveitarfélaginu Hornafirði vegna truflunar í flutningskerfinu. Búið er að koma rafmagni á Höfn eftir margra klukkustunda rafmagnsleysi. Enn er unnið að því að koma rafmagni á sveitirnar. Norðurland Á Norðurlandi er einn bær í Miðfirði rafmagnslaus og verður farið í viðgerð um leið og aðstæður leyfa. Vesturland Tvær truflanir eru í gangi á Vesturlandi. Álma að Húsafelli er úti þar sem tvær slár brotnuðu. Hvalfjarðarlína er úti og norðurhluti Hvalfjarðar og Svínadalur er án rafmagns. Mikil selta og hvassviðri er á svæðinu. Við tökum fagnandi á móti ábendingum, ljósmyndum, myndböndum og frásögnum af rafmagnsleysinu á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is). Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56 Óveður skollið á í borginni Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. 14. febrúar 2020 04:35 Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. Rarik birti nýjustu upplýsingar um stöðu mála klukkan 13:30. Suðurland Rafmagnstruflanirnar eru umfangsmiklar sunnan til á landinu, þar sem óveðrið gekk fyrst á land. Á Suðurlandi eru truflanir á átta stöðum og rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Enn er rafmagnslaust í Vík og í Mýrdal. Tveir straurar brotnuðu í Víkurlínu og eru rafmagninu skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli og að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum þar sem 27 rafmagnsstaurar brotnuðu í óveðrinu. Einnig er rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan á milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti en þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir von á frekari truflunum þegar líða tekur á daginn. Útlit sé fyrir eldingaveðri á sunnanverðu landinu en því fylgir alltaf möguleg hætta á niðurslætti lína. Austurland Rafmagnslaust hefur verið í sveitarfélaginu Hornafirði vegna truflunar í flutningskerfinu. Búið er að koma rafmagni á Höfn eftir margra klukkustunda rafmagnsleysi. Enn er unnið að því að koma rafmagni á sveitirnar. Norðurland Á Norðurlandi er einn bær í Miðfirði rafmagnslaus og verður farið í viðgerð um leið og aðstæður leyfa. Vesturland Tvær truflanir eru í gangi á Vesturlandi. Álma að Húsafelli er úti þar sem tvær slár brotnuðu. Hvalfjarðarlína er úti og norðurhluti Hvalfjarðar og Svínadalur er án rafmagns. Mikil selta og hvassviðri er á svæðinu. Við tökum fagnandi á móti ábendingum, ljósmyndum, myndböndum og frásögnum af rafmagnsleysinu á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is).
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56 Óveður skollið á í borginni Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. 14. febrúar 2020 04:35 Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56
Óveður skollið á í borginni Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. 14. febrúar 2020 04:35
Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59