Óveðrið í dag mildaði höggið af „Denna dæmalausa“ á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 23:34 Veðurofsinn við höfnina í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem gekk yfir í dag lækkaði þrýstinginn yfir landinu, og gerir það að verkum að veður sem fylgir lægð morgundagsins verður skárra en ella, að sögn veðurfræðings. Það lægir í nótt en á morgun hvessir aftur og gular viðvaranir taka í gildi í nokkrum landshlutum. Lægðin sem nú er á leiðinni er afar djúp, ef til vill sögulega djúp líkt og áður hefur komið fram, en henni fylgir þó alls ekki jafnvont veður og í dag. „Sem betur fer,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Gular stormviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi um hádegisbil á morgun og verða í gildi fram eftir degi. Búast má við vindi 18-25 m/s og hviðum allt að 40 m/s við fjöll. Síðdegis og fram á aðfaranótt sunnudags verður svo mjög hvasst á Vestfjörðum og þar mun einnig snjóa. Þar tekur gul hríðarviðvörum gildi skömmu eftir hádegi. Sjá einnig: Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Lægðin sem væntanleg er á morgun er annáluð lægð sem hlotið hefur nafnið Dennis víða í Evrópu – og fjölmiðlar hafa kallað Denna dæmalausa (e. Dennis the Menace), í höfuðið á vinsælli teiknimyndafígúru. „Hún [lægðin] er að stjórna veðrinu yfir öllu Norður-Atlantshafi og er að valda vandræðum í Bretlandi, Írlandi og Evrópu,“ segir Birgir. „Það sem við vorum með í dag var ekki hann [Denni], hann kemur núna í kjölfarið. Það má í rauninni segja að þetta veður í dag, eins slæmt og það var, geri það að verkum að þrýstingurinn hérna hafi lækkað svo mikið, og það hjálpar til við að gera þetta skárra.“ Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Birgir segir að á morgun megi búast við töluvert skárra veðri á morgun en var í dag. Það lægir í nótt en í fyrramálið brestur á „venjulegt leiðindaveður“, með gulum viðvörunum á áðurnefndum stöðum og norðaustanstrekkingi, 10-18 m/s, á höfuðborgarsvæðinu. Í höfuðborginni verður jafnframt þurrt að mestu. Þá lægir aðfaranótt sunnudags og búast má við hæglætisveðri yfir daginn. Síðdegis hvessir þó aftur og þá fer að snjóa fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og dálítil él með suðurströndinni, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Vaxandi norðaustanátt síðdegis, 13-20 norðantil um kvöldið með snjókomu. Frost 1 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki við ströndina. Á mánudag: Norðan og norðaustan 10-18, snjókoma norðan- og austanlands en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 9 stig, kaldast norðanlands. Á miðvikudag: Vaxandi austlæg átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Óveðrið sem gekk yfir í dag lækkaði þrýstinginn yfir landinu, og gerir það að verkum að veður sem fylgir lægð morgundagsins verður skárra en ella, að sögn veðurfræðings. Það lægir í nótt en á morgun hvessir aftur og gular viðvaranir taka í gildi í nokkrum landshlutum. Lægðin sem nú er á leiðinni er afar djúp, ef til vill sögulega djúp líkt og áður hefur komið fram, en henni fylgir þó alls ekki jafnvont veður og í dag. „Sem betur fer,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Gular stormviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi um hádegisbil á morgun og verða í gildi fram eftir degi. Búast má við vindi 18-25 m/s og hviðum allt að 40 m/s við fjöll. Síðdegis og fram á aðfaranótt sunnudags verður svo mjög hvasst á Vestfjörðum og þar mun einnig snjóa. Þar tekur gul hríðarviðvörum gildi skömmu eftir hádegi. Sjá einnig: Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Lægðin sem væntanleg er á morgun er annáluð lægð sem hlotið hefur nafnið Dennis víða í Evrópu – og fjölmiðlar hafa kallað Denna dæmalausa (e. Dennis the Menace), í höfuðið á vinsælli teiknimyndafígúru. „Hún [lægðin] er að stjórna veðrinu yfir öllu Norður-Atlantshafi og er að valda vandræðum í Bretlandi, Írlandi og Evrópu,“ segir Birgir. „Það sem við vorum með í dag var ekki hann [Denni], hann kemur núna í kjölfarið. Það má í rauninni segja að þetta veður í dag, eins slæmt og það var, geri það að verkum að þrýstingurinn hérna hafi lækkað svo mikið, og það hjálpar til við að gera þetta skárra.“ Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Birgir segir að á morgun megi búast við töluvert skárra veðri á morgun en var í dag. Það lægir í nótt en í fyrramálið brestur á „venjulegt leiðindaveður“, með gulum viðvörunum á áðurnefndum stöðum og norðaustanstrekkingi, 10-18 m/s, á höfuðborgarsvæðinu. Í höfuðborginni verður jafnframt þurrt að mestu. Þá lægir aðfaranótt sunnudags og búast má við hæglætisveðri yfir daginn. Síðdegis hvessir þó aftur og þá fer að snjóa fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og dálítil él með suðurströndinni, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Vaxandi norðaustanátt síðdegis, 13-20 norðantil um kvöldið með snjókomu. Frost 1 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki við ströndina. Á mánudag: Norðan og norðaustan 10-18, snjókoma norðan- og austanlands en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 9 stig, kaldast norðanlands. Á miðvikudag: Vaxandi austlæg átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10
Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30