Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 07:45 Sjór gekk á land í Garði í gær. Jóhann Issi Hallgrímsson Auknar líkur eru á sjávarflóðum um landið sunnan- og austanvert í dag vegna lágs loftþrýstings og mikils áhlaðanda og brims. Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Suðurland, Vestfirði og Suðausturland vegna austlægs hvassviðris eða storms í kringum hádegið. Útlit er fyrir áframhaldandi vonskuveður víða um landið í dag í kjölfar krapprar lægðar sem olli usla í gær. Spáð er vaxandi austan- og norðaustan átt með 13-20 metrum á sekúndu en hvassara veðri um tíma norðvestantil og syðst á landinu. Víða verður snjókoma, slydda eða rigning með köflum. Úrkomulítið verður þó suðvestanlands. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan 11:00. Varað er við austan hvassviðri eða stormi með 15-25 metrum á sekúndu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll. Einkum gæti orðið hvasst undir Eyjafjöllum og varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá er talið að eldingar geti fylgt veðrinu og mikið brim við ströndina. Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11:30. Þar er einnig spáð hvassviðri eða stormi með 18-25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu í fyrstu en síðan hægari vindi austast. Varað er við snörpum hviðum undir við fjöll, einkum í Mýrdal og í Öræfum. Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 13:00 í dag. Þar er varað við hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15-25 metrum á sekúndu, hvössustu á fjallvegum. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands frá því í morgun var varað sérstaklega við hættunni á sjávarflóðum. Sjór gekk sums staðar á land í óveðrinu í gær og olli meðal annars skemmdum á íbúðarhúsum í Garði og á golfvellinum í Grindavík. Draga á úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Á sunnudag er áfram spáð austlægri átt, víða 5-13 metrum á sekúndu í fyrramálið með dálitlum éljum með suðausturströndinni og á Vestfjörðum. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Auknar líkur eru á sjávarflóðum um landið sunnan- og austanvert í dag vegna lágs loftþrýstings og mikils áhlaðanda og brims. Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Suðurland, Vestfirði og Suðausturland vegna austlægs hvassviðris eða storms í kringum hádegið. Útlit er fyrir áframhaldandi vonskuveður víða um landið í dag í kjölfar krapprar lægðar sem olli usla í gær. Spáð er vaxandi austan- og norðaustan átt með 13-20 metrum á sekúndu en hvassara veðri um tíma norðvestantil og syðst á landinu. Víða verður snjókoma, slydda eða rigning með köflum. Úrkomulítið verður þó suðvestanlands. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan 11:00. Varað er við austan hvassviðri eða stormi með 15-25 metrum á sekúndu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll. Einkum gæti orðið hvasst undir Eyjafjöllum og varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá er talið að eldingar geti fylgt veðrinu og mikið brim við ströndina. Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11:30. Þar er einnig spáð hvassviðri eða stormi með 18-25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu í fyrstu en síðan hægari vindi austast. Varað er við snörpum hviðum undir við fjöll, einkum í Mýrdal og í Öræfum. Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 13:00 í dag. Þar er varað við hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15-25 metrum á sekúndu, hvössustu á fjallvegum. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands frá því í morgun var varað sérstaklega við hættunni á sjávarflóðum. Sjór gekk sums staðar á land í óveðrinu í gær og olli meðal annars skemmdum á íbúðarhúsum í Garði og á golfvellinum í Grindavík. Draga á úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Á sunnudag er áfram spáð austlægri átt, víða 5-13 metrum á sekúndu í fyrramálið með dálitlum éljum með suðausturströndinni og á Vestfjörðum.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira