Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 12:30 Betelgás á mynd sem var tekin með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í janúar. ESO/M. Montargès og fleiri Minnkandi útgeislun og breytingar á lögun risastjörnunnar Betelgáss er greinileg á myndum sem stjörnufræðingar náðu nýlega af stjörnunni með sjónauka á jörðu niðri. Miklar vangaveltur hafa verið um að Betelgás sé barmi þess að verða að sprengistjörnu. Betelgás er ein skærasta stjarnan á næturhimninum en hún byrjaði að dofna umtalsvert seint á síðasta ári. Nú er svo komið að birta stjörnunnar er um 38% minni en vanalega og er breytingin greinanleg með berum augum. Vísindamenn notuðu VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Síle til að mynda Betelgás. Myndirnar sem voru teknar með sjónaukanum sýna hvernig stjarnan hefur dofnað og lögun hennar breyst, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Rauði reginrisinn Betelgás er talinn um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Hann er í stjörnumerkinu Óríon í um 600-700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er svo massamikil að hún mun enda daga sína sem svonefnd sprengistjarna. Skyndilegu breytingarnar á birtu Betelgáss hafa vakið miklar umræður um að hún gæti verið við það að springa. Springi Betelgáss yrði það mikið sjónarspil á næturhimninum. Stjarnan yrði þá eins björt eða bjartari en tunglið okkar í fleiri vikur eða jafnvel enn lengur. Hún yrði jafnframt næsta sprengistjarnan við jörðina sem mannlegar heimildir ná til. Betelgás fyrir og eftir að hún dofnaði. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Síle.ESO/M. Montargès og fleiri Breytileg tegund stjarna að eðlisfari Stjörnufræðingarnir sem tóku myndirnar af Betelgás nú aðhyllast þó aðrar kenningar en að stjarnan sé við það að springa. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ segir Miguel Montargés, stjörnufræðingur við KU Leuven í Belgíu, í tilkynningu ESO. Bent er á að birta frá rauðum risum eins og Betelgás séu afar sveiflukennd. Serofina Nance, doktorsnemi stjarneðlisfræði sem rannsakar stjörnuna, sagði Space.com í síðasta mánuði að massa hennar sé ekki dreift jafnt. Óstöðugleikinn geti valdið því að orka innan Betelgáss vaxi og minnki. Þetta geti valdið breytingum í birtu hennar og bjagað lögun hennar. Sjálf teldi hún ekki að Betelgás væri við dauðans dyr en viðurkenndi að hún og félagar hennar gætu haft á kolröngu að standa. Óreglulegt yfirborð Betelgáss skýrist af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjast út eins og súpa sem bullsýður. Sé það ryk sem skyggir á Betelgás þannig að hún dofnar frá jörðu séð kemur það frá stjörnunni sjálfri. Rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn áður en hún springur. Mynd sem var tekin af Betelgás í innrauðu ljósi í desember sýndi rykský sem líktist logum sem stóðu út frá stjörnunni. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart,“ segir Montargés í tilkynningu ESO. Rykskýið í kringum Betelgás á innrauðri mynd VISIR-mælitækisins á VLT-sjónaukanum. Myndin var tekin í desember.ESO/P. Kervella/M. Montargès og fleiri Geimurinn Vísindi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Minnkandi útgeislun og breytingar á lögun risastjörnunnar Betelgáss er greinileg á myndum sem stjörnufræðingar náðu nýlega af stjörnunni með sjónauka á jörðu niðri. Miklar vangaveltur hafa verið um að Betelgás sé barmi þess að verða að sprengistjörnu. Betelgás er ein skærasta stjarnan á næturhimninum en hún byrjaði að dofna umtalsvert seint á síðasta ári. Nú er svo komið að birta stjörnunnar er um 38% minni en vanalega og er breytingin greinanleg með berum augum. Vísindamenn notuðu VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Síle til að mynda Betelgás. Myndirnar sem voru teknar með sjónaukanum sýna hvernig stjarnan hefur dofnað og lögun hennar breyst, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Rauði reginrisinn Betelgás er talinn um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Hann er í stjörnumerkinu Óríon í um 600-700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er svo massamikil að hún mun enda daga sína sem svonefnd sprengistjarna. Skyndilegu breytingarnar á birtu Betelgáss hafa vakið miklar umræður um að hún gæti verið við það að springa. Springi Betelgáss yrði það mikið sjónarspil á næturhimninum. Stjarnan yrði þá eins björt eða bjartari en tunglið okkar í fleiri vikur eða jafnvel enn lengur. Hún yrði jafnframt næsta sprengistjarnan við jörðina sem mannlegar heimildir ná til. Betelgás fyrir og eftir að hún dofnaði. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Síle.ESO/M. Montargès og fleiri Breytileg tegund stjarna að eðlisfari Stjörnufræðingarnir sem tóku myndirnar af Betelgás nú aðhyllast þó aðrar kenningar en að stjarnan sé við það að springa. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ segir Miguel Montargés, stjörnufræðingur við KU Leuven í Belgíu, í tilkynningu ESO. Bent er á að birta frá rauðum risum eins og Betelgás séu afar sveiflukennd. Serofina Nance, doktorsnemi stjarneðlisfræði sem rannsakar stjörnuna, sagði Space.com í síðasta mánuði að massa hennar sé ekki dreift jafnt. Óstöðugleikinn geti valdið því að orka innan Betelgáss vaxi og minnki. Þetta geti valdið breytingum í birtu hennar og bjagað lögun hennar. Sjálf teldi hún ekki að Betelgás væri við dauðans dyr en viðurkenndi að hún og félagar hennar gætu haft á kolröngu að standa. Óreglulegt yfirborð Betelgáss skýrist af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjast út eins og súpa sem bullsýður. Sé það ryk sem skyggir á Betelgás þannig að hún dofnar frá jörðu séð kemur það frá stjörnunni sjálfri. Rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn áður en hún springur. Mynd sem var tekin af Betelgás í innrauðu ljósi í desember sýndi rykský sem líktist logum sem stóðu út frá stjörnunni. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart,“ segir Montargés í tilkynningu ESO. Rykskýið í kringum Betelgás á innrauðri mynd VISIR-mælitækisins á VLT-sjónaukanum. Myndin var tekin í desember.ESO/P. Kervella/M. Montargès og fleiri
Geimurinn Vísindi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira